Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. janúar 2025 20:02 Gunnar Dofri, samskiptastjóri Sorpu, hvetur íbúa til að skila flugeldarusli í þar til gerða gáma. Gámarnir standa uppi fram yfir þrettándann. vísir/sigurjón Sérstökum gámum hefur verið komið fyrir á höfuðborgarsvæðinu og eru íbúar hvattir til að skila notuðum flugeldum þangað. Ruslið er sent til úr landi og notað til að framleiða orku fyrir Svía. Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“ Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Gámarnir eru samstarfsverkefni Sorpu og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og má finna staðsetningu þeirra á vef Sorpu. Um tuttugu gámum hefur verið komið fyrir víðs vegar um svæðið og standa þeir fram yfir þrettándann sem er á mánudaginn næsta. Gámarnir eru víða.grafík/hjalti Flæðir úr gámum „Og eins og þú sérð þá flæðir úr gámnum þannig við erum í rauninni mjög ánægð með að fólk sé svona duglegt að skila þessu, því það er miklu auðveldara að safna þessu saman á einum stað heldur en fyrir utan níutíu þúsund heimili,“ sagði Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu. Gámurinn sem sést í fréttinni var settur upp í morgun og er strax orðinn yfirfullur. Þegar fréttastofa var á svæðinu komu starfsmenn borgarinnar og hirtu stútfullan gáminn. Ekkert nema sprungnir flugeldar Hvað á að fara í þennan gám? „Sprungnir flugeldar. Það er mjög sjaldan sem maður getur komið með einföld svör en þetta er mjög einfalt. Það eru bara sprungnir flugeldar. “ Þeir mega væntanlega alls ekki fara í almenna heimilistunnu? „Nei við viljum ekki fá þá í tunnuna og það spilar margt inn í. Eins og þú sérð, ef þú myndir setja 150 skota Bjarma í tunnuna fyrir utan hjá þér þá myndir þú sennilega ekki setja mikið meira í tunnuna þann mánuðinn. Þannig það er mjög gott að geta nýtt þessa auka þjónustu.“ Gámur staðsettur fyrir utan Vesturbæjarlaugina í Reykjavík.vísir/sigurjón Hálfgerður viðbjóður sem eigi ekki heima í pappatunnu Og þó þetta sé pappi þá á þetta heldur ekki heima í papptunnunni? „Nei þetta er illendurvinnanlegt. Það er mikill leir í þessu. Þetta er búið að brenna og safna í sig vatni. Þannig þetta er hálfgerður viðbjóður og á í raun engan annan farveg heldur en þennan.“ Svíar njóta góðs af Ruslið er síðan sent úr landi í brennslufarveg enda ekki hægt að endurvinna það að neinu leyti. „Nei það skásta sem þú getur gert við þetta er að vinna orkuna úr þessu af því að þegar þú brennir þetta þá myndast smá orka og það er notað til að framleiða orku í Svíþjóð.“
Flugeldar Áramót Sorpa Tengdar fréttir Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Gildi svifryksmengunar mældis margfalt yfir heilsuverndarmörkum þegar mest var í nótt, en varði skemur en óttast hafði verið. Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort flugeldum hafi verið skotið upp í minna magni en oft áður. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hvetur almenning til að hreinsa upp flugeldarusl og skila í viðeigandi grenndargáma. 1. janúar 2025 13:02