Árásarmaður Pelosi: „Ég hefði átt að vera betur undirbúinn“ Maðurinn sem kærður hefur verið fyrir að hafa ráðist á Paul Pelosi í október síðastliðnum hringdi í fjölmiðla eftir birtingu myndbanda af árásinni. Í símtalinu virðist hann biðjast afsökunar á að hafa ekki staðið sig betur við verknaðinn. 31.1.2023 20:48
Sameinuð með tónlist og himinháum kostnaði Slagorð Eurovision keppninnar sem haldin verður í Liverpool í ár, hefur verið afhjúpað og útlit keppninnar sömuleiðis. Kostnaður Breta við keppnina gæti numið meira en þremur milljörðum íslenskra króna. 31.1.2023 11:45
Þorrablót: Dansað og hlegið á Seltjarnarnesi Íbúar Seltjarnarness fögnuðu þorranum með glæsibrag nú síðastliðna helgi. Fjölbreytt skemmtun var á dagskrá en Mugison mætti á svæðið. 31.1.2023 10:37
Listir, stjórnmál og atvinnulíf mætast í tökum BBC í Tjarnarbíói Fjölbreytt blanda merkra Íslendinga munu sitja fyrir svörum við upptökur á útvarpsþætti breska ríkisútvarpsins „World Questions“ í Tjarnarbíói þann 7. febrúar næstkomandi. 31.1.2023 09:42
Íslensk stjórnvöld gerist sek um mannréttindabrot með beitingu einangrunarvistar Ný skýrsla Amnesty International segir íslensk stjórnvöld beita einangrunarvist í gæsluvarðhaldi í of miklum mæli. Framgangur þessi brjóti meðal annars gegn samningi Sameinuðu þjóðanna hvað varðar pyndingar og ómannlega eða vanvirðandi meðferð eða refsingu meðal annars. 31.1.2023 00:01
Meira en tíu bílar fastir í Grafarvogi vegna færðar og útköll um allt land Upplýsingafulltrúar Landsbjargar og almannavarna segja daginn hafa gengið vel fyrir sig. Mest sé um lítil verkefni og greinilegt að fólk hafi hlustað á veðurviðvaranir. 30.1.2023 22:20
Love Island barn komið í heiminn Breska Love Island parið Tommy Fury og Molly Mae Hague hafa eignast sitt fyrsta barn. 30.1.2023 18:32
Veginum um Hellisheiði lokað Veginum um Hellisheiði hefur nú verið lokað. Hvalfjarðargöngum var lokað í stutta stund en hafa þau nú verið opnuð aftur. 30.1.2023 17:14
„Sjálfu-sjúkur“ svartbjörn slær í gegn Svartbjörn í náttúrugarði í Boulder í Colorado ríki í Bandaríkjunum tók fjögur hundruð myndir af sjálfum sér með náttúrumyndavél á svæðinu. 29.1.2023 17:44
„Það væri frábært fyrir hvert einasta lið að vera með sína eigin dansara“ Ieva Dambrauskienė stofnaði sveit klappstýra í miðjum kórónuveirufaraldri. Þær hvetja nú áfram og dansa fyrir körfuboltalið Hauka. Hún segir liðið hafa fengið mjög góð viðbrögð, þá sérstaklega frá karlmönnum. 29.1.2023 16:51