Sviptu veikan bónda á Suðurlandi öllum búfénaði og slátruðu Matvælastofnun hefur aflífað búfénað bónda á Suðurlandi í kjölfar vörslusviptingar. Um er að ræða nautgripi, hross, sauðfé og hænur. 13.1.2023 12:26
Foreldrar bíða svara: Segja Safamýrina eins og lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum Ellefu vikur eru nú liðnar frá því að foreldrum barna í leikskólanum Hlíð var tilkynnt að flytja þyrfti starfsemina vegna myglu. Foreldrafélag leikskólans líkir leikskólaplássi í Safamýri, þar sem hluta barnanna var komið fyrir, við kalda lestarstöð fulla af iðnaðarmönnum. Foreldrar óska eftir fundi með skóla- og frístundasviði ásamt eignaskrifstofu borgarinnar. 13.1.2023 11:18
Eins manns rusl er annars manns safnmunur Skipulagsráð Akureyrar hefur ákveðið að hefja álagningu dagsekta vegna umgengni á lóðinni að Sjafnarnesi 2. Álagning dagsekta mun hefjast eftir þrjá mánuði verði ekki bætt úr umgengni á svæðinu. Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar segir bæinn frekar vilja hvetja til lagfæringa en að vera með kvaðir. Lóðarhafar segjast föst milli steins og sleggju. 13.1.2023 10:03
Páll Óskar stígur út í veitingarekstur: „Aðdáandi sem þróast út í það að verða meðeigandi“ Poppstjarnan Páll Óskar er nú orðinn veitingastaðareigandi. Ást Palla á staðnum Indican hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu mánuði. Hann hefur nú tekið þá ást skrefinu lengra og gerst meðeigandi í staðnum. 12.1.2023 12:01
Rannsóknarnefnd segir orsök skort á viðhaldi Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur komist að þeirri niðurstöðu að orsök slyssins sem varð á strandveiðibátnum Gosa KE 102 hafi verið skortur á viðhaldi. Nefndin gerir einnig athugasemd við skoðun bátsins. 11.1.2023 15:34
Harry talar um bókina: Samhengisleysi, ilmvatn mömmu og kal í klofi Harry Bretaprins mætti í sitt fyrsta viðtal eftir útgáfu ævisögunnar „Spare“ eða „Varaskeifan“ í nótt. Viðtalið fór fram í kvöldþætti Stephen Colbert og talaði Harry um dauða móður sinnar, framkomu bresku pressunar og fjölskyldunnar, geðheilsu og þegar hann fékk kal á typpið. 11.1.2023 14:16
Flugbanni í Bandaríkjunum aflétt en lítið vitað um orsök Fjölda flugferða hefur verið frestað í Bandaríkjunum vegna bilunar sem upp er komin í kerfi sem sendir út viðvaranir til flugmanna um mögulegar ógnir á flugleiðum. 11.1.2023 12:15
„Varaskeifan“ væntanleg í verslanir í dag í Reykjavík Nýja bók Harry Bretaprins, „Varaskeifan“ kemur í stærstu verslanir Pennans Eymundsson á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta staðfestir Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, vörustjóri erlendra bóka hjá fyrirtækinu. 11.1.2023 11:31
Hlýjasta sumar í Evrópu frá því mælingar hófust Síðasta sumar var það hlýjasta í Evrópu frá því að mælingar hófust og annað hlýjasta árið í álfunni. Í öllum löndum Evrópu, nema á Íslandi, var hitinn yfir meðaltali samanborið við árin 1991 til 2020. 10.1.2023 16:18
Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið. 10.1.2023 12:04