Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Minnst þrír voru drepnir og tíu særðust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í nótt. Meðal hinna látnu er fimm ára barn. Úkraínumenn munu á morgun funda um frið með Rússum í Sádí-Arabíu gegnum sendinefnd Bandaríkjanna. 23.3.2025 21:47
Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Helsti andstæðingur Tyrklandsforseta hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og ákærður fyrir spillingu. Fjölmenn mótmæli hafa verið í höfuðborginni undanfarnar nætur. 23.3.2025 19:57
Nýr menntamálaráðherra og flugvélaflaksbýtti Guðmundur Ingi Kristinsson tók við sem mennta- og barnamálaráðherra síðdegis í dag af Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Guðmundur Ingi segist reiðubúinn til að takast á við verkefnin í ráðuneytinu þó hann vildi að aðstæðurnar væru öðruvísi. Við förum yfir daginn í kvöldfréttum Stöðvar 2. 23.3.2025 18:11
Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. 23.3.2025 15:53
Nýr menntamálaráðherra og strákarnir okkar á Spáni Guðmundur Ingi Kristinsson er sagður taka við embætti mennta- og barnamálaráðherra af Ásthildi Lóu Þórsdóttur á ríkisráðsfundi klukkan 15:15. Farið verður yfir stöðuna með stjórnmálafræðingi í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan tólf. 23.3.2025 11:47
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22.3.2025 18:10
Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur. 22.3.2025 13:10
Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði Sjö voru handteknir vegna átaka við Ingólfstorg í gærkvöldi. Tveir særðust en báðir eru á batavegi. Tvö önnur mál, er varða slagsmál, gætu tengst árásinni að sögn aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 22.3.2025 11:40
Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag. 22.3.2025 11:37
Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. 21.3.2025 19:01