Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vann á öllum deildum leik­skólans

Starfsmaður Brákarborgar sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni vann á öllum deildum leikskólans, samkvæmt heimildum Vísis. Foreldrum er brugðið og margir eru ósáttir við að fá ekki að vita hversu lengi starfsmaðurinn vann á leikskólanum.

Segja Rússa heyja stríð við Vestur­lönd og síðustu ævidagarnir á Grund

Rússar heyja fjölþáttastríð gegn Vesturlöndum að sögn dönsku leyniþjónustunnar og óvelkomin drónaumferð heldur áfram í Evrópu. Þjóðaröryggisráð Íslands fundaði í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri kemur í myndver og ræðir fjölþáttaógnir og drónavarnir, sem voru í brennidepli á fundinum.

Blæs á sögu­sagnir um út­hugsaða fléttu og ótti við að enda rúm­liggjandi

Fyrrverandi forstjóri Play segir sögusagnir og getgátur um úthugsaða fléttu að baki maltnesku dótturfélagi Play ekki eiga stoðir í raunveruleikanum. Hann segir málið mun einfaldara og dapurlegra. Forstjórinn fyrrverandi tjáði sig í fyrsta sinn frá því á mánudag um fall flugfélagsins í yfirlýsingu sem hann sendi út síðdegis.

Um­fangs­miklar á­rásir og símengað neyslu­vatn

Fjórir voru drepnir og fjölmargir særðust í umfangsmiklum loftárásum Rússa á Úkraínu. Viðkvæmur öryggisbúnaður í stærsta kjarnorkuveri landsins veldur áhyggjum, en það hefur verið ótengt rafmagni í fimm daga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum.

Á­fram­haldandi að­gerðir gegn Vítisenglum

Enginn var handtekinn í aðgerðum lögreglu í Auðbrekku í Kópavogi í gær. Lögreglufulltrúi segir að áfram verði grannt fylgst með Vítisenglum en tvær vikur eru frá sambærilegri aðgerð. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni.

Sjá meira