Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Ný ríkisstjórn verður kynnt á blaðamannafundi klukkan eitt í dag en Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hefur greint frá hverjir úr hennar röðum setjist í ráðneyti. 21.12.2024 11:47
„Maður mun sakna þess mjög“ „Núna er þetta að detta inn, að maður er að fara og maður er að kveðja gott fólk sem hefur verið einstaklega gaman að vinna með og árangursríkt. Maður er náttúrulega að minna sig á að það er ekkert að fara neitt en það er samt þannig þegar þú ert búinn að vinna með fólki svona náið og svo mikið í ráðuneytinu og stofnunum. Það er á þessum tímapunkti sem að það hellist yfir mann og maður mun sakna þess mjög.“ 20.12.2024 20:41
Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Prófessor í stjórnmálafræði segir líklegt að helstu áherslumál nýrrar ríkisstjórnar verði tiltekt í ríkisfjármálum og staða þeirra sem höllum fæti standa. Mönnun í einstaka ráðherrastóla skipti minna máli. 20.12.2024 18:46
„Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Almannatengill telur víst að Kristrún Frostadóttir verði næsti forsætisráðherra landins og Viðreisn fái fjármálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti. Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan eitt á morgun þar sem stjórnarsáttmáli og ráðherraskipan verður tilkynnt. 20.12.2024 12:32
Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Lyfjafræðingar fá heimild til að ávísa ákveðnum lyfjum og apótek verða fyrsti viðkomustaður í veikindum samkvæmt tillögum starfshóps heilbrigðisráðherra. Formaður Lyfjafræðingafélagsins segir lyfjafræðinga í apótekum lengi hafa beðið eftir þessu og tillögurnar í takti við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. 12.12.2024 13:00
Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Margmenni kom saman við húsnæði kærunefndar útlendingamála síðdegis til að mótmæla brottvísun systra sem komu hingað til lands til að flýja borgarastyrjöld í Sýrlandi. Foreldrar þeirra og systkini fá að dvelja áfram hér á landi. Rætt verðu við þær í kvöldfréttum Stöðvar 2. 11.12.2024 18:17
Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Afkoma ríkissjóðs er mun verri en áætlanir fráfarandi ríkisstjórnar gerðu ráð fyrir og hallalaus fjárlög ekki inn í myndinni samkvæmt fjármálaáætlun hennar. Formaður Samfylkingarinnar segir þessa stöðu hafa áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Rætt verður við hana í kvöldfréttum Stöðvar 2. 10.12.2024 18:01
„Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Skóla- og frístundaráð Reyjavíkurborgar hefur tekið endanlega ákvörðun um framtíð skólamála í Laugarneshverfi, sem verður áfram eitt skólahverfi og reistur verður safnskóli fyrir elstu börnin. Formaður ráðsins segir gott að niðurstaða sé komin í málið. 10.12.2024 12:32
Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og vann Samfylkingin stærsta sigurinn og bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. Margir möguleikar eru á þriggja flokka stjórn. Stefanía Óskarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði fór yfir niðurstöðurnar í kvöldfréttum Stöðvar 2. 1.12.2024 23:03
Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og er Samfylkingin stærsti sigurvegarinn en hún bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, eða örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. 1.12.2024 18:00