Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Margir foreldrar gefist upp á biðinni en kostnaður við greiningu hjá einkastofu hleypur á hundruðum þúsunda. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 7.7.2025 18:12
Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Frumvarp um veiðigjöld er eitt á dagskrá Alþingis í dag og búast má við löngum og miklum umræðum. Þingflokksformenn mættu til vikulegs fundar með forseta þingsins í morgun og enn eru þinglokasamningar ekki í höfn. Þingflokksformenn segja rembihnút kominn á viðræðurnar sem sigldu í strand um helgina. 7.7.2025 12:22
Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Metfjöldi barna bíður eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumiðstöð barna og hafa aldrei jafn margar tilvísanir borist og á árinu. Til skoðunar er að vísa börnum í meira máli frá. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6.7.2025 18:11
Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir málþóf stjórnarandstöðunna hafa leitt í ljós grundvallarbresti í frumvarpi um veiðigjöldin en minnihlutinn vill málið af dagskrá þingsins. Enn eru engir þinglokasamningar í höfn. Prófessor í stjórnmálafræði telur stutt í land. 6.7.2025 11:42
Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Enn virðist nokkuð í land í viðræðum meiri- og minnihluta um þinglok. Sjö frumvörp voru afgreidd á þingfundi dagsins og nokkur afgreidd úr annarri umræðu. Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins fer yfir stöðuna í beinni útsendingu í kvöldfréttum. 5.7.2025 18:11
Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld. 5.7.2025 14:08
Höggin dynji á sjávarútveginum og áhugi kvenna á iðnstörfum minnkar Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir höggin dynja á sjávarútveginum þessa dagana. Hafrannsóknarstofnun hefur ráðlagt samdrátt til veiða á þorski á næsta ári um fjögur prósent. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum. 6.6.2025 18:11
Fá Barnaverndarmál leiða til ákæru og Herkastalinn í nýjar hendur Um tuttugu prósent þeirra mála sem Barnavernd vísar til lögreglu, þar sem grunur er um alvarlegt ofbeldi gegn börnum, leiða til ákæru. Félagsráðgjafi segir málin mjög viðkvæm og sönnunarbyrðina þunga. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 5.6.2025 18:11
Þaggaði niður í þingmönnum sem sögðu Kristrúnu snúa út úr Forsætisráðherra segist hafa áhyggjur af framleiðni og vinnu þingsins og í hvað það eyðir tíma. Þetta sagði hún í svari við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins í óundirbúnum fyrirspurnum um samheldni ríkisstjórnarinnar. Uppúr sauð og þurfti forseti Alþingis að þagga niður í þingmönnum. 5.6.2025 12:59
Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar og endurfrumsýning Brúðubílsins Tilkynningum um heimilisofbeldi hefur fjölgað um 15 prósent á fyrstu mánuðum ársins. Mest fjölgar um tilkynningar um ofbeldi sem tengist börnum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 4.6.2025 18:13