Hellisop fullt af ferðamönnum hrundi vikum síðar Jöklaleiðsögumaður segir ferðamenn hér á landi oft hætta sér um of þegar þeir skoði íslenska jökla. Litlu geti um munað þegar komi að öryggi á jöklum enda séu þeir alltaf á hreyfingu. 21.12.2021 20:36
Danska þingið lýsir yfir vantrausti á fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danska þingið lýsti fyrr í dag yfir vantrausti á Inger Støjberg, fyrrverandi innflytjendamálaráðherra Danmerkur. Støjberg mun því þurfa að pakka niður í töskur og víkja af þinginu það sem eftir er kjörtímabils. 21.12.2021 16:35
Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21.12.2021 16:00
Allir tónleikar Jólavina Emmsjé Gauta með óbreyttu sniði og jólunum bjargað Gauti Þeyr Másson, betur þekktur sem Emmsjé Gauti, ætlar að halda ótrauður áfram og mæta til leiks á þrennum tónleikum Jülevenner Emmsjé Gauta annað kvöld. Óvissa ríkti þó um tíma um þrenna tónleika, sem eru á dagskrá hjá honum á Þorláksmessu. 21.12.2021 15:29
Enn hafa ekki verið teknar skýrslur af þeim sem slösuðust undir Hafnarfjalli Enn hafa skýrslur ekki verið teknar af þeim sem slösuðust í bílslysi undir Hafnarfjalli síðdegis á föstudag. Rannsókn á tildrögum slyssins er í fullum gangi hjá lögreglunni á Vesturlandi og Rannsóknarnefnd samgönguslysa. 21.12.2021 14:47
Tuttugu og sex karlar og þrjár konur tekin fyrir akstur undir áhrifum um helgina Tuttugu og níu ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. 21.12.2021 14:04
Ræða við vitni og aðila að slysinu á Suðurlandsvegi Lögreglan á Suðurlandi hefur nú til rannsóknar slys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í gærkvöldi. Þrír voru fluttir á Landspítala. 21.12.2021 13:38
Veitingastaðir og krár mega hleypa inn til klukkan 21 Veitinga- og skemmtistöðum, krám og öðrum stöðum með vínveitingaleyfi ber að loka klukkan 21 á kvöldin frá og með á miðnætti annað kvöld og næstu þrjár vikurnar. Svo segir í nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra sem birt var á vef ráðuneytisins eftir hádegi. 21.12.2021 13:11
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21.12.2021 12:03
Krakkar í Grundarfirði brjóta upp á kófið og gefa út jólalag „Jæja kæru vinir nú er jólafrí, skundum heim í fílinginn og treystum því að allt fari vel og amma fái að kíkja í heimsókn. Sóttkví, grímur, skólabækur, fjas og fár, skelltu þér í Covid-test og vertu klár fyrir jólaboð, áramótapartý og gleði.“ 20.12.2021 16:30