Kvöldfréttir Stöðvar 2 Öll tölvukerfi á vegum ríkisins hafa verið yfirfarin vegna alvarlegs öryggisgalla sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum að sögn forsætisráðherra. Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækis segir einungis tímaspursmál hvenær tölvuþrjótum tekst að valda miklu tjóni hér á landi. 14.12.2021 18:00
Sífellt yngri börn sýni kennurum virðingarleysi Formaður Félags grunnskólakennara segir að íslenskt samfélag þurfi að setjast niður og íhuga hvað sé ásættanleg hegðun í samfélagi. Borið hafi á því að sífellt yngri börn sýni kennurum óvirðingu og kennarar séu ráðalausir um hvernig skuli bregðast við. 14.12.2021 17:58
Öryrkjar fái ekki aðstoð fyrir jól á meðan bankaskattar séu lækkaðir um milljarða Öryrkjar fá ekki 50 þúsund króna eingreiðslu frá ríkinu til viðbótar við desemberuppbót sína eins og á síðasta ári. Formaður flokks fólksins gagnrýnir að ekki sé hægt að koma til móts við fátæka þegar bankaskattar séu lækkaðir um milljarða. 13.12.2021 23:44
Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots: Rangt að starfsmaður sakaður um kynferðisbrot hafi verið sendur í leyfi um leið Fyrrverandi leikskólastjóri Sælukots, sem hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarið, segir yfirlýsingar lögmanns Sælukots í opnu bréfi einkennast af ósannindum. Rekstrarstjóri leikskólans hafi til að mynda ekki tekið ásakanir á hendur starfsmanni um kynferðisofbeldi alvarlegar. 13.12.2021 23:19
Biður fjölskyldu mannsins sem hann varð að bana afsökunar vegna nýrrar bókar Baldur Einarsson, sem varð Magnúsi Frey Sveinbjörnssyni að bana árið 2002, hefur beðið fjölskyldu Magnúsar afsökunar vegna lýsinga hans á atvikinu í bók sem hann gaf út á dögunum. Hann segist harma óendanlega þann sársauka sem hann hefur valdið Þorbjörgu, fjölskyldu hennar og vinum með lýsingum sínum í bókinni Úr heljargreipum. 13.12.2021 22:21
Segir banamann sonar síns ljúga í bók um málið: „Það er bara engin iðrun í hans orðum“ Þorbjörg Finnbogadóttir er móðir sem hefur upplifað eitthvað það hræðilegasta sem nokkurt foreldri getur lent í á lífsleiðinni. Hún missti barnið sitt, soninn Magnús Frey Sveinbjörnsson, þegar ráðist var á hann með fólskulegum hætti fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í sumarbyrjun árið 2002. 13.12.2021 22:10
Bannar áfengissölu á veitingastöðum með nýjum sóttvarnaaðgerðum Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, kynnti í kvöld hertar sóttvarnaaðgerðir, sem meðal annars felast í áfengissölubanni á veitingastöðum, til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron afbrigðisins. Hann segir ástandið í landinu grafalvarlegt. 13.12.2021 21:18
Gunnar hættir hjá Garðabæ eftir 17 ár sem bæjarstjóri Gunnar Einarsson, sem hefur verið bæjarstjóri Garðabæjar í tæp sautján ár, hefur ákveðið að setjast í helgan stein að loknu kjörtímabili. 13.12.2021 20:31
Siðanefnd fjallar um meintan ritstuld seðlabankastjóra Siðanefnd Háskóla Íslands mun taka fyrir meintan ritstuld Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, sem Bergsveinn Birgisson hefur sakað hann um. 13.12.2021 19:40
Bylgja Babýlons þriðji fyndnasti grínistinn í Skotlandi Grínistinn Bylgja Babýlons hafnaði í þriðja sæti á lista Rotunda Comedy Club í Skotlandi yfir bestu grínistana árið 2021. 13.12.2021 19:10