Sendifulltrúar Sameinuðu þjóðanna sakaðir um lygar af herforingjastjórninni Herforingjastjórnin í Mjanmar hefur sakað sendifulltrúa Sameinuðu þjóðanna hafi notað óáreiðanlegar heimildir og brotið á fullveldi ríkisins í skýrslu sem þeir unnu fyrir alþjóðastofnunina. 25.10.2021 10:03
Jarðskjálfti 5,9 að stærð á Nýja-Sjálandi Jarðskjálfti sem mældist 5,9 að stærð reið yfir á Norðureyju Nýja-Sjálands nú fyrir stuttu. Upptök skjálftans voru á miðri eyjunni en hann er sagður hafa fundist víðast hvar í landinu, þar á meðal á Suðureyjunni. 21.10.2021 23:03
Vilja kjarnaþjónustu í húsnæði við ný íþróttamannvirki KR Bygginganefnd Knattspyrnufélags Reykjavíkur, KR, hefur kynnt tillögur að viðamikilli uppbyggingu athafnasvæðis KR og er gert ráð fyrir að fyrsta skóflustungan að nýju knatthúsi og nýjum KR velli á næsta ári. Formaður knattspyrnudeildar KR segir meira felast í uppbyggingunni en nýr fótboltavöllur og áhorfendastúkur. 21.10.2021 23:00
Brian Laundrie sá sem fannst látinn í gær Líkamsleifar sem fundust á náttúruverndarsvæðinu Myakkahatchee Creek í Flórída í gær eru sagðar tilheyra Brian Laundrie, sem Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur leitað í rúman mánuð í tengslum við morðið á kærustu hans, Gabrielle Petito. 21.10.2021 22:09
„Það verður engin kyngeta nema með að borða skyr“ Mikið var um að vera í nýja miðbænum á Selfossi í dag en þar var fyrsta skyrsafn landsins opnað síðdegis. Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, segir að Selfoss sé orðinn miðdepill Íslands á nýjan leik. 21.10.2021 20:41
Beiðnum um leit að börnum og ungmennum fjölgaði í september Talsverð aukning varð á beiðnum um leit að börnum og ungmennum sem bárust lögreglu í september en mánuðina þrjá á undan. Hegningarlagabrotum fækkaði hins vegar á milli mánaða. 21.10.2021 20:14
Telja að veiran hafi banað á annað hundrað þúsund heilbrigðisstarfsmönnum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, telur að kórónuveiran gæti hafa dregið allt frá 80 þúsund til 180 þúsund heilbrigðisstarfsmenn til bana frá upphafi faraldursins. 21.10.2021 18:23
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö verður farið yfir dóm sem kveðinn var upp í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur í Rauðagerðismálinu svokallaða. Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar. Fréttamaður okkar Birgir Olgeirsson var í dómssal og fer yfir helstu atriði. 21.10.2021 18:02
Berlusconi sýknaður af mútuákæru í víðfrægu kynlífsmáli Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið sýknaður af ákæru um að hafa mútað vitni í dómsmáli árið 2013 þar sem hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við ólögráða stúlku. 21.10.2021 17:23
Angjelin dæmdur í sextán ára fangelsi Angjelin Sterkaj var dæmdur í sextán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun fyrir að hafa myrt Armando Beqirai, fjölskylduföður á fertugsaldri, með því að skjóta hann fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar. 21.10.2021 08:53