Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19.10.2021 15:53
Vilja gróðurbrýr sem víðast Vistlok eða gróðurbrýr svokallaðar eru meðal tillagna sem kynntar hafa verið fyrir íbúum í Háaleitis- og Bústaðahverfis. Tillögurnar eru hluti af fyrirhuguðum róttækum breytingum á hverfinu en skiptar skoðanir eru uppi um sumar tillagnanna. 19.10.2021 14:42
Fanney Birna hætt í Silfrinu eftir allt saman Fanney Birna Jónsdóttir er hætt sem stjórnandi í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV, sem hún hefur stjórnað ásamt Agli Helgasyni um nokkurt skeið. Þetta staðfestir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV í samtali við fréttastofu. 19.10.2021 13:22
Heilbrigðisráðherra hafi valið skynsömustu leiðina Heilbrigðisráðherra valdi skynsömustu leiðina að afléttingum að mati forsætisráðherra. Hann telur þetta ekki síðasta skiptið sem tilkynning um sóttvarnaráðstafanir verði kynntar, enda faraldurinn enn ekki búinn. 19.10.2021 11:39
Gylfi Þór áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verður áfram laus gegn tryggingu til 16. janúar 2022. Gylfi er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester á Bretlandi grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni. 19.10.2021 11:05
Full aflétting eftir fjórar vikur en grímuskyldu aflétt á miðnætti Tvö þúsund fá að koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartími lengist um klukkutíma á skemmtistöðum á miðnætti í kvöld. Aflétting verður gerð í tveimur skrefum, fyrst núna á miðnætti og svo eftir fjórar vikur. 19.10.2021 10:52
Enn ekkert nýtt í máli Gylfa Talskona lögreglunnar í Manchester á Bretlandi segir enn engar fregnir hafa borist um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar, knattspyrnumanns. Gylfi er laus gegn tryggingu en það fyrirkomulag rann út á laugardag og taka átti ákvörðun í máli hans sama dag. 19.10.2021 10:19
Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. 19.10.2021 08:50
Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. 19.10.2021 08:27
Bein útsending: Sjávarútvegsdagurinn í Hörpu Sjávarútvegsdagurinn fer fram í Hörpu í dag, þriðjudaginn 19. október, en hann hefst klukkan 8:30 og stendur yfir til 10:00. Hægt verður að fylgjast með deginum í beinu streymi hér á Vísi. 19.10.2021 08:01