Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2021 07:30 Gylfi Þór segir farsóttarhúsin við það að springa. Vísir/Egill Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér. „Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira
„Það eru ekki mörg herbergi eftir en þetta sleppur vonandi yfir helgina. Það komu mjög margir til okkar í gær, mest frá Akranesi og það var þannig á tímabili að ég var ekki viss um að það væri einhver eftir til að stýra Akraborginni eða stýra sementsverksmiðjunni en þetta slapp allt sem betur fer í gær,“ sagði Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. En hvað er hægt að gera við þessu ástandi á farsóttarhúsunum? Verður ekki bara að finna nýtt hótel til að taka yfir og opna þar farsóttarhús? „Það er ekki að því hlaupið að finna nýtt hótel þessa dagana. Þau eru nú flest í rekstri en það eru Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið sem að sjá um það ef þau telja að þess þurfi. Helgin sleppur en ef smit halda áfram að aukast svona næstu daga þá lendum við í miklum vandræðum í næstu viku,“ sagði Gylfi. Landspítalinn var í fyrradag færður á hættustig en í því felst að aðgerðum hefur verið frestað og heimsóknarbann sett á. Verkefnastjóri farsóttarnefndar Landspítala sagði í gær að lítið mætti út af bregða á spítalanum. Engin laus legurými séu þar ti boða og ástandið slæmt. Tilkynnt var á föstudag að hertar samkomutakmarkanir innanlands tækju gildi nú á miðvikudag. Þegar hefur grímuskylda, þar sem ekki er hægt að viðhalda eins metra nándarreglu, tekið gildi en á miðvikudag munu ekki fleiri en 500 koma saman í einu og opnunartími skemmtistaða og kráa verður styttur til ellefu. Gylfi segist ekki vongóður um það að nýjar hertar takmarkanir muni breyta miklu. „Satt best að segja held ég það nú ekki. Þetta eru ekki miklar takmarkanir. Ég ræð þessu náttúrulega ekki en mín persónulega skoðun er sú að við hefðum þurft að gera miklu meira.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Sjá meira