Telja ekki að brunann í Hafnarfirði hafi borið að með saknæmum hætti Kona á sjötugsaldri lést í eldsvoða í miðbæ Hafnarfjarðar í nótt. Eldur kom upp í íbúð hennar rétt fyrir klukkan tvö í nótt og gerðu nágrannar, sem urðu varir við reyklykt, slökkviliði viðvart. 14.10.2021 11:03
Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir kominn í loftið Fjölmiðillinn 24 - þínar fréttir er kominn í loftið en hann er nýr frétta- og mannlífsmiðill í ritstjórn Kristjóns Kormáks Guðjónssonar, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, DV, Hringbrautar og Fréttablaðsins. 14.10.2021 09:56
Stal veiðigræjum að andvirði þriggja milljóna Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa stolið veiðivörum og íþróttafötum að andvirði rúmra þriggja milljóna króna úr bíl í júní í fyrra. Maðurinn er þá jafnframt sakfelldur fyrir að hafa stolið mat- og snyrtivöru úr Bónus sem alls hefði kostað hann rétt tæpar 5.000 krónur að greiða fyrir. 13.10.2021 15:34
Hótað vegna kynhneigðar sinnar: „Þeir sögðu að það ætti að setja homma í útrýmingarbúðir“ Hinseginfólk og fatlað fólk hefur undanfarna daga fengið símtöl og skilaboð á samfélagsmiðlum frá óprúttnum aðilum sem hafa hótað þeim barsmíðum og lífláti. Upptökur af slíkum símtölum hafa farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga en málið hefur verið kært til lögreglu. 13.10.2021 15:30
Rannsaka mögulegt tilfelli Havana-heilkennisins í Kólumbíu Bandarísk yfirvöld rannsaka nú möguleg tilfelli Havana-heilkennisins í bandaríska sendiráðinu í Kólumbíu aðeins nokkrum dögum áður en utanríkisráðherra Bandaríkjanna á að ferðast þangað. 13.10.2021 11:14
Meiri þátttaka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 13.10.2021 10:59
Þurfti að berjast fyrir Veru Dögg Það hefur ekki alltaf verið dans á rósum að vera kona í skemmtanabransanum eins og þær Edda Björgvinsdóttir og Helga Braga Jónsdóttir rifjuðu upp í afmælisþætti Stöðvar 2 um helgina. 12.10.2021 18:00
Karl Axelsson hæstaréttardómari orðinn prófessor við HÍ Karl Axelsson, dómari við Hæstarétt, er orðinn prófessor við lagadeild Háskóla Íslands. Undanfarið hafa dómarar við réttinn sætt gagnrýni vegna aukastarfa sinna utan dómstólanna og töluverð umræða skapast um það fyrirkomulag. 12.10.2021 16:31
Sagan á bak við gula vestið hans Kristjáns Más Gula vestið hans Kristjáns Más Unnarssonar, fréttamanns á Stöð 2, kannast eflaust allflestir landsmenn við eftir að Kristján mætti klæddur í það í myndver Stöðvar 2 í ágúst 2014 þegar eldgos í Holuhrauni var við það að hefjast. En hver er skýringin á bak við Gula vestið? 12.10.2021 16:00
Sindri kíkti í heimsókn á Stöð 2: „Ég er bara að stilla upp liðinu mínu í Fantasy“ „Já, komiði sæl. Að þessu sinni ætla ég að bjóða ykkur til elskunnar í lífi mínu. Það er Stöð 2, hún er 35 ára, ég er 43 þannig að aldursmunurinn er alveg eðlilegur. Við ætlum að heimsækja afmælisbarnið. Komið með!“ 12.10.2021 14:00
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent