Zayn kærður fyrir að hafa beitt frænku Gigi ofbeldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 16:31 Zayn og Gigi eru sögð hafa hætt saman. Getty/Raymond Hall Zayn Malik hefur verið kærður fyrir ofbeldi gegn frænku barsmóður sinnar, Gigi Hadid. Malik hefur tilkynnt dómstóli að hann muni ekki mótmæla kærunni. Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“ Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Dómstóll í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hefur sagt að tónlistarmaðurinn, sem áður var í strákasveitinni One Direction, hafi játað í fjórum ákæruliðum fyrir dómstóli í fyrradag, 27. október. Söngvarinn hefur þó sjálfur gefið út að hann hafi ekki gert það heldur hafi hann ákveðið að mótmæla kærunni ekki. Kæruna segir hann tengjast rifrildi við ættingja Gigi Hadid, barsmóður sinnar og fyrirsætu. Malik hefur jafnframt verið sakaður um að hafa barið Yolanda Hadid, móður Gigi, en hann neitar þeim ásökunum. Ekki hefur verið lögð fram kæra í því máli. Sú ákvörðun Maliks að mótmæla ekki kærunni (e. no contest plea) þýðir að málið fari ekki fyrir dómstóla en honum geti verið refsað eins og ef hann hefði verið sakfelldur. Þar sem hann verður hvorki sakfelldur í málinu né að hann hafi játað verður ekki hægt að vísa til málsins í öðrum kærumálum, ef hann verður kærður fyrir annað. Malik, 28 ára, og Hadid, 26 ára, eiga saman ársgamla dóttur og hófst samband þeirra árið 2015. Samkvæmt heimildum slúðurblaðsins TMZ hafa leiðir þeirra skilið. pic.twitter.com/Idwdx1PZdB— zayn (@zaynmalik) October 28, 2021 Samkvæmt dómsgögnum á rifrildið við frænku Hadid að hafa átt sér stað 29. september síðastliðinn. Malik segir í yfirlýsingu á Twitter að hann vilji ekki tjá sig mikið um málið. Hann sé hlédrægur og vilji ekki að fjölskyldumál séu í kastljósi fyrir alheiminn að skoða. Dóttir hans eigi skilið að alast upp við eðlilegar aðstæður. „Í von um að vernda hana ákvað ég að mótmæla ekki kærunni, sem tengist rifrildi við ættingja maka míns. Hún kom inn á heimili okkar á meðan maki minn var ekki heima fyrir nokkrum vikum.“
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira