Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Of seint fyrir Gústa að að­lagast náttúrunni og sam­búðin versni þegar hann þroskast

„Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“

Á­kærðir fyrir að hafa beitt IKEA-borð­hníf og glasi gegn hvor öðrum

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa veist hvor að öðrum að næturlagi í október í fyrra. Annar maðurinn beitti hinn glerglasi á meðan hinn mundaði borðhníf frá IKEA í slagsmálunum. Báðir eru þeir ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn hvor öðrum.

Sjá meira