Talibanar voru komnir til Kabúl mánuðum áður en borgin féll „Í byrjun júlí hitti ég einn herforingja Talibana. Ég spurði hvenær hermenn hans myndu koma til Kabúl. Hann svaraði: Þeir eru hérna nú þegar.“ 23.8.2021 14:43
Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. 23.8.2021 12:50
Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. 22.8.2021 16:51
Fæddi stúlku á leiðinni frá Afganistan til Bandaríkjanna Afgönsk kona, sem fékk flugfar með bandaríska hernum frá Afganistan, fæddi barn í flugvélinni. Konan fór í hríðir á leiðinni til Ramstein herstöðvarinnar í Þýskalandi, þar sem gera átti stutt stopp, og lítil stúlka kom í heiminn þegar flugvélin lenti. 22.8.2021 16:34
Íslensk fjölskylda fékk far með Dönum frá Afganistan Íslendingar voru meðal þeirra sem flugu á vegum danskra stjórnvalda frá Islamabad í Pakistan til Kaupmannahafnar í morgun. Utanríkisráðherra Danmerkur greindi frá þessu á Twitter fyrr í dag. 22.8.2021 16:04
Segir óskiljanlegt að sóttvarnir hér lúti ekki sömu lögum og erlendis Rökstyðja þarf hvers vegna sóttvarnareglur hér á landi til langs tíma lúti ekki sömu reglum og sóttvarnir erlendis. Þetta segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann kallar eftir skýrum svörum frá sóttvarnayfirvöldum. 22.8.2021 14:50
Ekki stefnan að selja moltu úr Gaju Stjórnarformaður Sorpu hafnar því að ný gas- og jarðgerðarstöð borgi sig ekki. Kostnaður við gerð hennar hafi farið fram úr áætlunum en hún borgi sig margfalt umhverfislega séð. 22.8.2021 13:00
54 greindust smitaðir af veirunni innanlands Að minnsta kosti 54 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Það eru töluvert færri en í gær, þegar 71 greindist smitaður. 33 af þeim sem greindust eru fullbólusettir og 21 óbólusettur. 22.8.2021 10:50
Hræðast að íslamska ríkið ráðist á flugvöllinn í Kabúl Bandaríkin hafa varað ríkisborgara sína við því að vera í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þau hræðast nú að armur hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, í Afganistan beini spjótum sínum að flugvellinum. 22.8.2021 09:52
Minnst átta látnir vegna fellibyls í Mexíkó Minnst átta hafa látist svo vitað sé í fellibylnum Grace í austurhluta Mexíkó. Miklar hitabeltisrigningar og vindar hafa orðið til þess að víða er rafmagnslaust og flóð eru víða. 22.8.2021 09:40