Leigusamningum Davíðs á Tryggvagötu og Vesturgötu rift Fjelagið eignarhaldsfélag ehf. hefur rift leigusamningum, sem það hafði gert við Vietnamese Cuisine ehf. Síðarnefnda félagið er í eigu Davíðs Viðarssonar, sem situr nú í gæsluvarðhaldi ásamt fimm öðrum og er grnaður um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi. 14.3.2024 21:22
Fær sekt fyrir að keyra réttindalaus 103 ára gömul Ítalska lögreglan hefur sektað 103 ára gamla konu sem var nöppuð við að keyra að næturlagi með útrunnið ökuskírteini. 14.3.2024 20:39
Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. 14.3.2024 19:33
Segir Netanjahú helstu fyrirstöðu friðar og kallar eftir kosningum Chuch Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeild Bandaríkjaþings, kallaði í dag eftir þingkosningum í Ísrael. Hann segir Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísrael hafa villst af leið. 14.3.2024 18:37
Fordæmir offors SA gagnvart starfsmönnum Icelandair Samninganefnd verslunarmanna fordæmir það „offors“ sem hún segir Samtök atvinnulífsins hafa sýnt af sér gagnvart fámennum hópi starfsmanna við farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair í Keflavík í vikunni. Þrátt fyrir þetta hafi ásættanleg niðurstaða náðs í kjaraviðræðum í nótt. 14.3.2024 17:56
SA og verslunarmenn hafa undirritað kjarasamning Samtök atvinnulífsins og verslunarmenn undirrituðu kjarasamning nú á fyrsta tímanum. Samningurinn byggir að miklu leyti á þeim kjarasamningum sem undirritaðir voru í síðustu viku og gildir til fjögurra ára. Ekkert verður af boðuðum verkföllum VR hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli og verkbanni Samtaka atvinnulífsins á skrifstofufólk í VR. 14.3.2024 00:39
Enn fundað í Karphúsinu Enn funda samninganefndir Samtaka atvinnulífsins og verslunarmanna í Karphúsinu. Nefndirnar ræða nú innanhústillögu sem ríkissáttsemjari lagði fyrir þær fyrr í dag eftir margra daga málamiðlun. 13.3.2024 23:13
Hyggst breyta lögum svo hægt verði að afturkalla dvalarleyfi síbrotafólks Dómsmálaráðherra hyggst breyta lögum þannig hægt verði að afturkalla dvalarleyfi fólks með alþjóðlega vernd brjóti það af sér hér á landi. Samkvæmt núgildandi lögum er ekki hægt að senda mann úr landi sem hefur framið stunguárás og hótað vararíkissaksóknara ítrekað. 13.3.2024 18:30
Kim vandræðaleg á tónleikum með nýrri eiginkonu Kanye Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi. 13.3.2024 18:28
Ekki barnarán í tilfelli móður Sakfellingu konu, sem flutti með tvö börn sín til útlanda í trássi við vilja föður barnanna, hefur verið snúið við í Hæstarétti. Foreldrar barnanna fara báðir með forsjá þeirra og því taldi Hæstiréttur að ákvæði hegningarlaga um barnarán ætti ekki við um háttsemi konunnar. 13.3.2024 17:45