„Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. mars 2025 13:20 Birna Hafstein formaður FÍL segir samningsvilja leikfélagsins engan. Vísir Formaður Félags íslenskra leikara og sviðslistafólks (FÍL) segir stjórn Borgarleikhússins hafa brugðist sviðslistafólki. Leikarar og dansarar við leikhúsið hafa verið kjarasamningslausir í fjórtán mánuði og ekkert virðist ganga í viðræðunum. Boðað hefur verið til verkfalla, sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Aðgerðirnar munu hafa mest áhrif á sýningu um líf og störf Ladda. Síðasti formlegi fundur FÍL og samninganefndar SA, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, var 5. mars þegar samninganefnd FÍL gekk út af fundinum. Óbærileg staða fyrir leikara Birna Hafstein, formaður FÍL, segir í samtali við fréttastofu að FÍL hafi lagt fram tillögu á föstudag en samninganefnd SA hafnað henni í gær. Ekkert móttilboð hafi borist. „Við gerðum Borgarleikhúsinu nýtt tilboð á föstudag til að reyna að afstýra verkföllum. Því var hafnað í gær og þau sjá ekki ástæðu til að gera móttilboð. Þau sýna engan vilja í verki. Engan,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna algerlega óbærilega fyrir leikara. „Að mínu mati hefur stjórn Borgarleikhússins fullkomlega brugðist sínu hlutverki og brugðist þessum hópi. Við gerum ekki annað en að reyna að liðka fyrir og halda samtalinu opnu, gera tilboð. Því er öllu hafnað. Það kemur aldrei neitt á móti. Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist sínu hlutverki og þessum hópi.“ Alltaf bjartsýnn Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. „Það er voða erfitt að finna einhverja miðlun þegar bilið er svona breytt. Ég hef beðið færis og reynt að ná aðilum nær hvor öðrum. Það hefur ekki gengið ennþá. En við erum alltaf bjartsýn.“ Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Boðað hefur verið til verkfalla, sem hefjast næstkomandi fimmtudag. Aðgerðirnar munu hafa mest áhrif á sýningu um líf og störf Ladda. Síðasti formlegi fundur FÍL og samninganefndar SA, sem sér um viðræðurnar fyrir hönd Leikfélags Reykjavíkur, var 5. mars þegar samninganefnd FÍL gekk út af fundinum. Óbærileg staða fyrir leikara Birna Hafstein, formaður FÍL, segir í samtali við fréttastofu að FÍL hafi lagt fram tillögu á föstudag en samninganefnd SA hafnað henni í gær. Ekkert móttilboð hafi borist. „Við gerðum Borgarleikhúsinu nýtt tilboð á föstudag til að reyna að afstýra verkföllum. Því var hafnað í gær og þau sjá ekki ástæðu til að gera móttilboð. Þau sýna engan vilja í verki. Engan,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segir stöðuna algerlega óbærilega fyrir leikara. „Að mínu mati hefur stjórn Borgarleikhússins fullkomlega brugðist sínu hlutverki og brugðist þessum hópi. Við gerum ekki annað en að reyna að liðka fyrir og halda samtalinu opnu, gera tilboð. Því er öllu hafnað. Það kemur aldrei neitt á móti. Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist sínu hlutverki og þessum hópi.“ Alltaf bjartsýnn Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari segist hafa áhyggjur af stöðunni og mjög langt sé milli aðila. Hann hefur ekki boðað til annars samningafundar í viðræðunum. „Það er voða erfitt að finna einhverja miðlun þegar bilið er svona breytt. Ég hef beðið færis og reynt að ná aðilum nær hvor öðrum. Það hefur ekki gengið ennþá. En við erum alltaf bjartsýn.“
Leikhús Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25 Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53 Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) segir samningsvilja Leikfélags Reykjavíkur í yfirstandandi kjaraviðræðum engan. Leikarar séu miður sín yfir stöðunni en sjái ekki aðra kosti. 14. mars 2025 13:25
Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Egill Heiðar Anton Pálsson hefur verið ráðinn leikhússtjóri Borgarleikhússins. Þetta herma heimildir fréttastofu. Hann tekur við starfinu af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar. 14. mars 2025 15:53
Leikarar og dansarar á leið í verkfall Leikarar og dansarar í Leikfélagi Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu eru á leið í verkfall eftir að kjaradeilum var lýst sem áranguslausum. Verkföllin falla á „stóra sýningardaga“ en ný sýning um Ladda kemur hvað verst út. 12. mars 2025 16:50