71 greindist smitaður af Covid-19 í gær Í gær greindist 71 innanlands með Covid-19. Þar af voru 53 fullbólusettir og 16 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Tveir eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins og hefur fækkað um tvo á milli daga. 26.7.2021 10:42
Malbikun Hvalfjarðarganga frestað fram á annað kvöld Uppfært: Framkvæmdum hefur verið frestað vegna veðurs. Þess í stað verður göngunumm lokað frá klukkan 22: 00 á þriðjudagskvöld til sjö að morgni miðvikudags.Hvalfjarðargöng verða lokuð frá klukkan 22 í kvöld til klukkan 7 í fyrramálið vegna malbikunarframkvæmda. 26.7.2021 09:46
Flæðir inn á sjúkrahús og lestarkerfi í Lundúnum Miklar rigningar í suðurhluta Englands og í Wales hafa orðið þess valdandi að flóðaviðvaranir hafa verið gefnar út á fimm svæðum, þar á meðal í höfuðborginni Lundúnum. 26.7.2021 08:03
Otelo látinn 84 ára að aldri Portúgalski uppreisnarleiðtoginn Otelo Saraiva de Carvalho lést í gær, 84 ára að aldri. Otelo, eins og hann er best þekktur, dó á hersjúkrahúsi í Lissabon í gær að sögn uppreisnarhópsins April Captains. 26.7.2021 07:45
Lopez og Affleck kyssast á lúxussnekkju Tónlistarkonan Jennifer Lopez deildi í gær myndaseríu á Instagram í tilefni af 52 ára afmæli sínu sem hún hélt upp á í gær. Meðal myndanna er ein af henni og leikaranum Ben Affleck kyssast. 26.7.2021 07:33
Óttast að veiran smitist inn á sjúkrahús og hjúkrunarheimili Sóttvarnalæknir óttast mest að starfsmenn sjúkrahúsa, hjúkrunarheimila og annarra heilbrigðisstofnana veikist af Covid-19 og leiði til smita inni á stofnunum. Útbreiðsla kórónuveirunnar sé mjög mikil í samfélaginu en vonir standi um að bólusetningar komi í veg fyrir alvarleg veikindi. 24.7.2021 20:00
„Þessar aðgerðir leggjast bara mjög illa í okkur“ Fjármála- og efnahagsráðherra telur enn ótímabært að segja að efnahagslegt bakslag muni hljótast af nýjum sóttvarnaaðgerðum. Veitingamenn og kráareigendur eru ósáttir að gripið hafi verið til nýrra aðgerða. Það sé mikið högg fyrir reksturinn. 24.7.2021 13:30
„Það getur alveg komið til þess að ég komi með nýjar tillögur“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir koma til greina að leggja til frekari takmarkanir sjáist ekki skýr árangur af þeim sem taka í gildi á miðnætti. 24.7.2021 12:01
Á fjórða hundrað hafa fallið í átökum í Suður-Afríku Rúmlega þrjú hundruð hafa fallið í óeirðunum sem skekið hafa Suður-Afríku undanfarnar vikur. Óeirðirnar hófust daginn sem fyrrverandi forseti landsins gaf sig fram við lögreglu og hóf fimmtán mánaða fangelsisafplánun í byrjun mánaðar. 23.7.2021 22:54
Hefði þurft áfallahjálp fyrir starfsfólkið þegar skellt var í lás Eigandi Laugaáss segist verða fyrir miklu tjóni eins og aðrir veitingamenn verði samkomutakmarkanir hertar. Hann styðji aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að sporna við útbreiðslu faraldursins en þær muni koma illa við marga. 23.7.2021 14:00