76 greindust smitaðir innanlands Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins. 23.7.2021 10:49
Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið. 23.7.2021 10:23
Liðsmenn Everton sagðir vilja að Gylfi verði nafngreindur Liðsmenn knattspyrnufélagsins Everton hafa kallað eftir því að liðsfélagi þeirra, sem handtekinn var fyrir viku grunaður um kynferðisbrot gegn barni og heimildir Vísis staðfesta að sé Gylfi Þór Sigurðsson, verði nefndur á nafn. 23.7.2021 09:35
Hvalfjarðargöng verða lokuð aðfaranótt þriðjudags Hvalfjarðargöngum verður lokað næstkomandi mánudagskvöld vegna malbikunarframkvæmda í göngunum. Þeim verður lokað klukkan 22 á mánudagskvöld og opna aftur klukkan 7 á þriðjudagsmorgun. 23.7.2021 09:08
Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs Ráðherranefnd ríkisstjórnar Íslands mun funda í dag og ræða minnisblað sóttvarnalæknis um tillögur hans að sóttvarnaaðgerðum innanlands. 23.7.2021 08:30
Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku. 23.7.2021 07:25
Rigning í kortunum á landinu öllu Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag. 23.7.2021 07:09
Lækna-Tómas gefur út göngu- og örnefnakort af Geldingadölum Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur gefið út sérstakt kort af Geldingadölum sem sýnir gosstöðvarnar og umhverfi þeirra ásamt helstu örnefnum á svæðinu. 23.7.2021 06:50
Eftirlýstur fannst við að brjótast inn í bíla Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur en vitað er hver gerandinn er og er málið nú í rannsókn. Hin líkamsárásin varð einnig í miðbænum en tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar. 23.7.2021 06:39
Tugir þúsunda flýja hersveitir frá Tigray Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni. 22.7.2021 14:41