Fréttamaður

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir

Hallgerður Kolbrún er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

76 greindust smitaðir innanlands

Í gær greindust 76 einstaklingar innanlands með Covid-19. Þar af voru 54 fullbólusettir og 22 óbólusettir. 46 voru utan sóttkvíar við greiningu. Þrír eru á sjúkrahúsi vegna sjúkdómsins.

Fórst eftir að hafa kastað barni sínu í öruggt skjól

Kona sem kastaði barni sínu í öruggt skjól rétt áður en aurskriða féll á heimili hennar í Kína er dáin. Barnungri dóttur hennar var bjargað af björgunarsveitarmönnum á miðvikudag, sólarhring eftir að aurskriðan féll á heimilið.

Þúsundir í sjálfheldu án drykkjarvatns

Þúsundir eru í sjálfheldu í miðhluta Kína vegna hamfaraflóða síðustu daga. Minnst 33 hafa farist í flóðunum en talið er að enn fleiri muni finnast látnir þegar björgunarsveitum tekst að komast að vegum og göngum sem hafa verið á floti undanfarna viku.

Rigning í kortunum á landinu öllu

Búast má við suðlægum áttum með þokulofti eða rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í dag en skúraleiðingum síðdegis á morgun. Rigning hefst þá að nýju á sunnudag.

Eftirlýstur fannst við að brjótast inn í bíla

Tvær líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi. Tilkynnt var um líkamsárás og þjófnað í heimahúsi í miðbæ Reykjavíkur en vitað er hver gerandinn er og er málið nú í rannsókn. Hin líkamsárásin varð einnig í miðbænum en tveir voru handteknir og vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar. 

Tugir þúsunda flýja her­sveitir frá Tigray

Hersveitir uppreisnarmanna í Tigray-héraði hafa ráðist inn í Afar-hérað í Eþíópíu og meira en 54 þúsund hafa flúið heimili sín. Uppreisnarhermennirnir hafa náð völdum á þremur svæðum í héraðinu í þessari viku einni.

Sjá meira