Þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð að leiðarljósi Katrín Jakobsdóttir foræstisráðherra segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu hafa rætt eldgosið á Reykjanesskaga á reglubundnum fundi sínum í ráðherrabústaðnum í morgun. Hún sé þess þakklát að varúðarsjónarmið hafi verið höfð í hávegum og enginn hafi verið í Grindavík þegar eldgos hófst. 19.12.2023 12:38
Frost í viðræðum flugumferðarstjóra og SA Ekki hefur verið fundað formlega í deilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins í dag. Innviðaráðherra segir deiluaðila verða að sýn ábyrgð og leysa deiluna við samningaborðið en útilokar ekki stjórnvöld grípi inn í með lagasetningu. Sáttasemjari segir að litið sé til þess að gera skammtímasamning. 18.12.2023 19:21
Þolimæði stjórnvalda að þrotum komin Þolinmæði stjórnvalda gagnvart verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra er við það að bresta. Innviðaráðherra ætlast til að deiluaðilar setjist að samningaborðinu og leysi deiluna. Aðgerðir flugumferðarstjóra hafa nú þegar haft bein áhrif á ferðatilhögun hátt í þrjátíu þúsund farþega íslensku flugfélaganna. 18.12.2023 11:48
Útlendingastofnun setur fjölskyldusameiningar Palestínumanna í forgang Utanríkisráðherra segir að Ísland og Norðurlöndin muni styðja tillögu Egyptlands og Máritáníu um tafarlaust vopnahlé á Gaza og jafnvel vera meðflutningsmenn á tillögunni. Stjórnvöld hafi aukið framlög til neyðaraðstoðar við Palestínu og Útlendingastofnun sett sameiningu fjölskyldna fólks frá Palestínu í sérstakan forgang. 12.12.2023 19:30
Heilu fjölskyldurnar þurrkaðar út í árásum Ísraelshers Heilu fjölskyldurnar voru þurrkaðar út í árásum Ísraelshers á bæi á Gazaströndinni síðast liðna nótt. Varnarmálaráðherra Ísraels segir að tekist hafi að hafa hendur í hári nokkurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í árásum og mannránum í Ísrael í byrjun október. 12.12.2023 19:21
Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. 11.12.2023 23:53
Verkfallsaðgerðir raski plönum mörg þúsund farþega Flugumferðarstjórar hafa samþykkt verkfallsaðgerðir á tveimur dögum í næstu viku til viðbótar við aðgerðir á morgun og næsta fimmtudag. Enn er fundað í Karphúsinu og bendir því allt til að það verði af fyrirhugaðri vinnustöðvun í nótt sem mun hafa áhrif á mörg þúsund farþega. 11.12.2023 20:10
Stefnir í mikla röskun á millilanda- og innanlandsflugi á morgun Komur og brottfarir rúmlega fjörutíu flugvéla raskast á Keflavíkurflugvelli og allt innanlandsflug liggur niðri frá klukkan fjögur í fyrrramálið til klukkan tíu, náist ekki samningar í kjaradeilu flugumferðarstjóra við Ísavia í dag. Formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segir frekari aðgerðir í undirbúningi. 11.12.2023 11:49
Ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt Félagsmálaráðherra segist ekki viss um hvort hægt væri að útrýma fátækt en það ætti hins vegar að vera markmiðið. Þingmenn vitnuðu í nýlegar skýrslur á Alþingi í dag sem sýndu að tugir þúsunda ættu erfitt með að ná endum saman og fjöldi byggi við sárafátækt. 7.12.2023 19:31
Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. 7.12.2023 19:20