Fréttamaður

Helena Rós Sturludóttir

Helena Rós er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Við myndum helst vilja selja þá saman“

Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. 

Icelandair semur um rekstur flugeldhúss fé­lagsins til tólf ára

Icelandair hefur gert tólf ára samning við fyrirtækið Newrest Group um rekstur flugeldhúss Icelandair á Keflarvíkurflugvelli. Newrest tekur við rekstrinum 1. febrúar næstkomandi. Flugeldhúsið er eitt stærsta framleiðslueldhús á Íslandi en þar eru framleiddar veitingar sem flugfélagið býður upp á í flugi. 

Byggði Eiffelturninn úr pipar­kökum og ætlar sér meira

Piparkökuskreytingar eru löngu orðinn fastur liður hjá mörgum fyrir jólin. Ung kona á Seltjarnarnesi gengur skrefinu lengra í ár og hefur meðal annars bakað stóran og veglegan piparköku Eiffelturn sem prýðir stofu fjölskyldunnar.

Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast tals­vert

Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. 

Réttur fatlaðra til fjöl­skyldu­lífs sé gríðar­lega mikil­vægur

Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir dæmi um að börn hafi verið tekin of snemma frá seinfærum foreldrum án þess að allt hafi verið reynt og að það sé áhyggjuefni. Rétturinn til fjölskyldulífs sé mjög mikilvægur og aðlaga þurfi stuðningsþjónustu við þarfir hvers og eins

„Það er draumur okkar þriggja að sam­einast á ný og vera fjöl­skylda“

Lögmaður seinfærrar móður tveggja drengja, sem settir voru í fóstur fyrir rúmum tveimur árum, segir óskiljanlegt að Reykjavíkurborg hafi ekki tekið tillit til fötlunar hennar við mat á stuðningsþörfum barnanna. Prófessor í fötlunarfræði segir allt of algengt að börn séu tekin of snemma frá foreldrum.

Vakta Grinda­vík vel á­fram

Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við.

Sjá meira