Líkur á að fólk komist ekki heim fyrir jól að aukast talsvert Helena Rós Sturludóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. desember 2023 22:31 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair segir að líkurnar á að farþegar komist ekki á sinn áfangastað fyrir jól aukist talsvert milli vikna í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra og sáttasemjara. Slæmt sé að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman. Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst á ný í nótt, en þeir hafa ekkert fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um helgina. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir samningaviðræðurnar í pattstöðu. Ekki sé ástæða til að boða til nýs fundar sem stendur. Aðgerðirnar hafa haft í för með sér miklar afleiðingar, bæði fyrir flugfélögin sjálf og farþega. Í ofanálag fer vinnustöðvunin fram á háannatíma, þegar aðeins vika er í jól. Flugfélögin Play og Icelandair hafa bæði gert ráðstafanir fyrir komandi viku. Play hefur til að mynda breytt leiðakerfi sínu og frestað einhverjum flugferðum. Sömuleiðis hefur Icelandair gripið til ráðstafana til að lágmarka skaðann. Forstjóri Icelandair sagði vikuna verða mjög erfiða. Ljóst sé að ef deilurnar leysist ekki fljótlega muni einhverjir ekki komast á áfangastað fyrir jól. Fleiri farþegar í komandi viku Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Birgir Jónsson forstjóri Play eru sammála um að ekki sé góðs viti að deiluaðilar hafi ekki ástæðu til að hittast og funda um helgina. „Það er náttúrlega ekki góð staða að það sé ekkert að þokast. Það er kannski enginn tilgangur að hittast þegar það er svo langt á milli að fundir hafi engan tilgang. Og þá þarf að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Bogi. „Núna í aðdraganda jóla, hábjargræðistími fyrir flugfélögin, þá er auðvitað mjög slæmt að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman,“ segir Birgir. Bogi segir síðustu viku hafa verið erfiða fyrir flugfélögin og farþega þeirra en komandi vika verði miklu erfiðari. „Fjöldi farþega er svo miklu meiri að það er miklu erfiðara að bregðast við og færa til og þess háttar,“ segir Bogi. „Líkurnar á því að fólk komist ekki á áfangastað fyrir jól eru að aukast talsvert milli vikna,“ bætir hann við. Farþegar Play komist leiðar sinnar Birgir segir afleiðingar verkfallsaðgerðanna í síðustu viku hafa valdið mikilli röskun fyrir farþega. „Mjög mikill kostnaður sem fellur á okkur og almennt vonleysi sem grípur um sig í svona aðstæðum,“ segir hann. Birgir Jónsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að starfsfólk Play hafi unnið stórsigur á síðustu dögum. Við höfum náð að gera breytingar á leiðakerfi okkar núna í næstu viku. Þannig að farþegar okkar komast allir á leiðarenda og sinn áfangastað til að halda jólin. Okkar leiðakerfi mun keyra. Það verða tafir en allir munu komast á sinn stað,“ segir Birgir. Bogi segir Icelandair þurfa að gera verulegar ráðstafanir fyrir morgundaginn. Seinka flugum, fella niður flug og sameina. „Og það hefur veruleg áhrif á okkar viðskiptavini og verulegur kostnaður,“ segir Bogi. „Þannig að þetta er stór framkvæmd og erfið og það er akkúrat síðan við vorum að glíma við lokun á Reykjanesbrautinni og svo erum við að glíma við þetta núna af mannavöldum. Þannig að þetta er fáránleg staða að við séum sett í þetta, við og okkar viðskiptavinir.“ Finnst ykkur að stjórnvöld eigi að grípa inn í? „Það er ekkert annað í stöðunni miðað við hvernig hún er núna. Það er ekkert verið að tala saman,“ segir Bogi. Birgir tekur í svipaðan streng. „Ég myndi auðvitað vilja sjá að um semjist og allir geti farið hæfilega sáttir frá borðinu eins og í öllum góðum samningum. En ef ekki þá held ég að stjórnvöld þurfi að grípa inn í,“ segir hann. Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Jól Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira
Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hefst á ný í nótt, en þeir hafa ekkert fundað með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins um helgina. Aldís Magnúsdóttir sáttasemjari í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins, Isavia og Félags flugumferðarstjóra segir samningaviðræðurnar í pattstöðu. Ekki sé ástæða til að boða til nýs fundar sem stendur. Aðgerðirnar hafa haft í för með sér miklar afleiðingar, bæði fyrir flugfélögin sjálf og farþega. Í ofanálag fer vinnustöðvunin fram á háannatíma, þegar aðeins vika er í jól. Flugfélögin Play og Icelandair hafa bæði gert ráðstafanir fyrir komandi viku. Play hefur til að mynda breytt leiðakerfi sínu og frestað einhverjum flugferðum. Sömuleiðis hefur Icelandair gripið til ráðstafana til að lágmarka skaðann. Forstjóri Icelandair sagði vikuna verða mjög erfiða. Ljóst sé að ef deilurnar leysist ekki fljótlega muni einhverjir ekki komast á áfangastað fyrir jól. Fleiri farþegar í komandi viku Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Birgir Jónsson forstjóri Play eru sammála um að ekki sé góðs viti að deiluaðilar hafi ekki ástæðu til að hittast og funda um helgina. „Það er náttúrlega ekki góð staða að það sé ekkert að þokast. Það er kannski enginn tilgangur að hittast þegar það er svo langt á milli að fundir hafi engan tilgang. Og þá þarf að finna einhverjar aðrar lausnir,“ segir Bogi. „Núna í aðdraganda jóla, hábjargræðistími fyrir flugfélögin, þá er auðvitað mjög slæmt að vita til þess að fólk geti ekki einu sinni talað saman,“ segir Birgir. Bogi segir síðustu viku hafa verið erfiða fyrir flugfélögin og farþega þeirra en komandi vika verði miklu erfiðari. „Fjöldi farþega er svo miklu meiri að það er miklu erfiðara að bregðast við og færa til og þess háttar,“ segir Bogi. „Líkurnar á því að fólk komist ekki á áfangastað fyrir jól eru að aukast talsvert milli vikna,“ bætir hann við. Farþegar Play komist leiðar sinnar Birgir segir afleiðingar verkfallsaðgerðanna í síðustu viku hafa valdið mikilli röskun fyrir farþega. „Mjög mikill kostnaður sem fellur á okkur og almennt vonleysi sem grípur um sig í svona aðstæðum,“ segir hann. Birgir Jónsson, forstjóri Play.Vísir/Vilhelm „Ég myndi segja að starfsfólk Play hafi unnið stórsigur á síðustu dögum. Við höfum náð að gera breytingar á leiðakerfi okkar núna í næstu viku. Þannig að farþegar okkar komast allir á leiðarenda og sinn áfangastað til að halda jólin. Okkar leiðakerfi mun keyra. Það verða tafir en allir munu komast á sinn stað,“ segir Birgir. Bogi segir Icelandair þurfa að gera verulegar ráðstafanir fyrir morgundaginn. Seinka flugum, fella niður flug og sameina. „Og það hefur veruleg áhrif á okkar viðskiptavini og verulegur kostnaður,“ segir Bogi. „Þannig að þetta er stór framkvæmd og erfið og það er akkúrat síðan við vorum að glíma við lokun á Reykjanesbrautinni og svo erum við að glíma við þetta núna af mannavöldum. Þannig að þetta er fáránleg staða að við séum sett í þetta, við og okkar viðskiptavinir.“ Finnst ykkur að stjórnvöld eigi að grípa inn í? „Það er ekkert annað í stöðunni miðað við hvernig hún er núna. Það er ekkert verið að tala saman,“ segir Bogi. Birgir tekur í svipaðan streng. „Ég myndi auðvitað vilja sjá að um semjist og allir geti farið hæfilega sáttir frá borðinu eins og í öllum góðum samningum. En ef ekki þá held ég að stjórnvöld þurfi að grípa inn í,“ segir hann.
Kjaraviðræður 2023 Icelandair Play Jól Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Fleiri fréttir Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Sjá meira