Fréttamaður

Helena Rós Sturludóttir

Helena Rós er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Vísar gagnrýni á bug

Fjármálaráðherra vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar um hans ábyrgð á verðbólgunni á bug og segir tölur í ríkisfjármálum tala sínu máli. Ríkisstjórnin hafi staðið sig vel í að torvelda ekki bankanum að ná verðbólgumarkmiðum.

Kubbaði Eif­­fel­turn úr tíu þúsund og einum kubbi

Gestum og gangandi gafst tækifæri á að skoða einstakt Legosafn í bílskúr á Seltjarnarnesi í tilefni af Bæjarhátíð. Eigandi safnsins segir fullorðna fólkið oft mun áhugasamara um safnið en þau sem yngri eru. Safnið telur yfir 500 Legosett, það elsta frá um 1940 og þau nýjustu glæný. 

„Okkur finnst að tíundi bekkur ætti að mega hafa síma“

Sumarfríi grunnskólabarna lauk víðast hvar í dag þegar skólar voru settir í blíðskaparveðri. Um fjögur þúsund börn hefja skólagöngu sína í fyrsta bekk um land allt í ár. Krakkarnir í Laugalækjaskóla eru mishrifnir af nýrri reglu um svokallað símafrí. Skólastjóri segir tíma nemenda betur varið með skólafélögum og telur öryggi þeirra aukast án símans.

Bjóða starfs­fólki að læra ís­lensku með gervi­greind

Íslenskt stórfyrirtæki, þar sem erlent starfsfólk er í miklum meirihluta, býður því upp á íslenskukennslu með gervigreind. Forstjóri fyrirtækisins segir markmiðið að efla sjálfstraust og gleði starfsmanna ásamt því að veita betri þjónustu.

Ekki rétt að tala um platað­gerðir

Hjúkrunarfræðingur á Klíníkinni segir ekki rétt að tala um plataðgerðir í þeim tilfellum sem Íslendingar hafa farið erlendis í efnaskiptaaðgerð og hún hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Vissulega hafi aðgerðir verið framkvæmdar en ekki nægilega góðar.

Bæjarstjóri og ráðherra deila um ábyrgð á flóttafólki

Félagsmálaráðherra segir það undir sveitarfélögunum komið hvort þau veiti þjónustusviptum hælisleitendum þjónustu eða ekki. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar vísar ábyrgðinni til ráðherrans. Bærinn muni ekki grípa hópinn.

Sjá meira