Hagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af aukinni útgáfu ríkisbréfa Aðalhagfræðingur Kviku hefur „ekki verulegar áhyggjur“ af fjármögnun ríkissjóðs og það hafi því komið honum um „örlítið spánskt fyrir sjónir“ hvað markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu skarpt þegar ríkið upplýsti um 30 milljarða aukna útgáfu af ríkisbréfum. Hann telur „fjármögnunarbrekkuna“ framundan ekki líta út fyrir að vera óyfirstíganleg. 4.7.2024 15:44
Marel mun greiða JP Morgan yfir þrjá milljarða vegna samruna við JBT Marel áætlar að félagið muni greiða bandaríska stórbankanum JP Morgan samtals ríflega þrjá milljarða króna í þóknun vegna fjármálaráðgjafar í tengslum við áformaðan samruna við JBT. Þá er ráðgert er að þrír núverandi íslenskir stjórnarmenn í Marel muni sitja í tíu manna stjórn sameinaðs félags. 3.7.2024 15:04
Landsbankinn endurfjármagnar Rotovia fyrir allt að ellefu milljarða Íslenska framleiðslufyrirtækið Rotovia, sem meðal annars á Sæplast, hefur samið við Landsbankann um endurfjármögnun á öllum skuldum félagsins. Lánasamningurinn er að fjárhæð allt að 10,7 milljarðar króna (72 milljónir evra). Þessi endurfjármögnun er sú fyrsta sem félagið semur um við íslenskan banka en þegar félagið var stofnað í núverandi formi árið 2022 voru lánin tekin erlendis. 3.7.2024 12:42
Aukin útgáfa ríkisbréfa kom markaðnum í „opna skjöldu“ sem taldi árið tryggt Fyrirhuguð aukin útgáfa á ríkisbréfum í ár kom markaðnum í „opna skjöldu“ og markaðsvextir ríkisbréfa hækkuðu því skarpt við tíðindin. Sjóðstjórar töldu að ríkið væri búið að fjármagna útgjöld vegna kjarasamninga og jarðhræringa á Reykjanesi að minnsta kosti fram á næsta ár. Spurningin „hver á að fjármagna ríkissjóð í þetta skiptið?“ veldur mörgum skuldabréfafjárfestum áhyggjum. 2.7.2024 06:31
Árið fór vel af stað hjá Högum og aðstæður fara batnandi Árið fór vel af stað hjá fyrirtækjum í samstæðu Haga með aukinni framlegð og bættri afkomu milli ára, að sögn forstjóra móðurfélagsins, sem nefndi að tekjur væru að aukast en verðbólga hefði í þeim efnum æ minni áhrif. „Stór skýring á bættri afkomu liggur í sterkari rekstri Olís á fjórðungnum.“ 1.7.2024 15:57
Telur jafnvel „ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október“ Aðalhagfræðingur Kviku telur að ný verðbólgumæling gefi ekki „verulegt tilefni“ til að endurskoða verðbólguhorfur næstu mánaða. Mælingin geri sömuleiðis lítið til að breyta mati á næstu skrefum Seðlabankans og nær útilokað sé að peningastefnunefnd sjái ástæðu til að lækka stýrivexti á ágústfundi sínum. „Jafnvel er ekki á vísan að róa um vaxtalækkun í október.“ 28.6.2024 17:34
Skuldabréfasjóður í hluthafahóp Steinsteypunnar eftir endurskipulagningu Skuldabréfasjóður í rekstri Ísafoldar Capital Partners er orðinn einn af eigendum nýs félags um steypuframleiðslufyrirtækið Steinsteypuna eftir erfiðleika í rekstri og fjárhagslega endurskipulagningu, samkvæmt heimildum Innherja. Helmingshlutur í félaginu hafði verið seldur á 750 milljónir fyrir um tveimur árum. 28.6.2024 16:06
JPMorgan Chase afnemur hámark á bónusa í Bretlandi Bandaríski stórbankinn JPMorgan Chase hefur fetað í fótspor Goldman Sachs og tilkynnt starfsfólki sínu í Bretlandi að það muni afnema hámark á kaupaukagreiðslur. Hérlendis er þakið lögum samkvæmt 25 prósent af árslaunum sem hefur haft í för með sér að föst laun hafa hækkað sem kann að auka rekstraráhættu fyrirtækja, einkum þeirra minni. Bankastjórar evrópskra banka, sem geta greitt allt að 200 prósenta kaupauka til starfsmanna miðað við árslaun, kalla eftir því að fara sömu leið og Bretar og afnema hámarkið. 26.6.2024 15:49
Hækkar verðmat Brims og veltir upp hvort botninum sé náð Verðmat Brims hækkaði um nærri tíu prósent þrátt fyrir að rekstrarspá greinanda sé heldur dekkri fyrir árið í ár en áður. „Jákvæður munur milli verðmatsgengis og markaðsgengis hefur aldrei verið meiri. Einhver gæti spurt: Er botninum náð?“ segir í nýrri verðmatsgreiningu. 26.6.2024 11:07
Markaðstorgi fyrir englafjárfestingar hleypt af stokkunum Við erum að koma á fót markaðstorgi fyrir englafjárfesta þar sem finna má fjárfestingartækifæri. Það hefur ekki verið gert áður, segir formaður IceBAN (Icelandic Business Angel Network), félagasamtök íslenskra englafjárfesta. Félagið er nýstofnað og á að efla og auka samstarf englafjárfesta. 25.6.2024 13:08
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent