Fréttamaður

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fórnar­lömbin há­skóla­nemar og maður á sex­tugs­aldri

Einstaklingarnir þrír sem stungnir voru til bana í Nottingham í gær voru maður á sextugsaldri og tveir 19 ára nemar við Nottingham University. Lögregla hefur 31 árs gamlan mann í haldi grunaðan um verknaðinn og telur ekki að aðrir hafi átt þátt að máli.

„Þetta er ekki raunverulegt, þetta er ekki raunverulegt“

Þrettán ára drengur sem var staddur í Field's verslunarmiðstöðinni í Kaupmannahöfn þegar árásarmaður lét til skarar skríða síðasta sumar og skaut þrjá til bana, segir hann hafa verið reiðilegan á svip og litið út eins og hann væri andlega veikur.

Leikarinn Treat Williams er látinn

Bandaríski leikarinn Treat Williams, sem var þekktastur fyrir hlutverk sitt í söngvamyndinni Hair, er látinn. Hann var 71 árs.

Fjórir hand­teknir í tengslum við líkams­á­rás

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust þrjár tilkynningar um líkamsárásir í nótt. Í einu tilvikinu voru fjórir handteknir og málið í rannsókn fram eftir kvöldi og nóttu. Kært fyrir líkamsárás, vopnalagabrot og vörslu fíkniefna, segir í yfirliti lögreglu.

Silvio Berlusconi er látinn

Silvio Berlusconi, umdeildur fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, er látinn. Hann var 86 ára. Berlusconi umbylti ítölskum stjórnmálum og fjölmiðlum en forsætisráðherratíð hans endaði í skugga efnahagsóstjórnar og kynlífshneykslismála.

Vara við hættu­legri orð­ræðu stuðnings­manna Trump

Sérfræðingar eru uggandi vegna orðræðu stuðningsmanna Trump í kjölfar þess að ákærur voru gefnar út á hendur honum í tengslum við leyniskjöl sem hann tók úr Hvíta húsinu, faldi á heimili sínu í Flórída og neitaði að afhenda þegar eftir því var leitað.

Sjá meira