Á þriðja tug mála afgreidd fyrir helgi Búið er að komast að samkomulagi um þinglok en í því felst meðal annars að fjármálaáætlun fyrir árin 2024 til 2028 ásamt tengdum málum verða afgreidd áður en þingi verður frestað á föstudag. 7.6.2023 06:24
Árni Johnsen er látinn Árni Johnsen, fyrrverandi alþingismaður, lést í gær á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Hann var 79 ára. 7.6.2023 06:04
Segir gríðarlega ólgu á vinnustöðunum en er ekkert sérlega bjartsýn Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, sagðist fyrir samningafundinn sem nú stendur yfir hjá ríkissáttasemjara vonast eftir afstöðubreytingu af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga í kjaraviðræðunum sem nú standa yfir. 6.6.2023 11:11
Óttast „stjórnlausan“ flaum hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum Áhyggjur eru uppi vegna „stjórnlauss“ brottflutnings hjúkrunarfræðinga frá bágstöddum ríkjum á borð við Ghana til efnaðri ríkja, til að mynda Bretlands. Árið 2022 voru 1.200 hjúkrunarfræðingar frá Ghana nýskráðir á lista yfir hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum. 6.6.2023 08:49
Lögmenn Trump funduðu um gagnamálið í dómsmálaráðuneytinu Þrír lögmenn Donald Trump áttu tveggja tíma fund í dómsmálaráðuneytinu í Washington í gær til að ræða framgöngu sérstaks saksóknara við rannsókn á meðhöndlun forsetans fyrrverandi á leynilegum gögnum. 6.6.2023 07:32
Engar sérstakar undanþágur fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma Engar sérstakar reglur eða undantekningar eru í gildi fyrir hjón við úthlutun hjúkrunarrýma, þar sem báðir einstaklingar hafa fengið færni- og heilsumat og bíða flutnings. 6.6.2023 06:56
Einn neitaði að greiða fyrir veitingar og annar að yfirgefa staðinn Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkrum útköllum í gærkvöldi og nótt þar sem einstaklingar í annarlegu ástandi voru til vandræða. Eitt var vegna manns sem neitaði að yfirgefa veitingastað og annað þar sem aka þurfti viðkomandi heim sökum ástands. 6.6.2023 06:30
Unnið að rýmingu og Selenskí boðar til neyðarfundar Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur boðað til neyðarfundar vegna eyðileggingar Nova Kakhovka-stíflunnar í Kherson. Unnið er að rýmingu vegna flóðahættu. Úkraínuher segir Rússa hafa sprengt stífluna en leppstjórn þeirra á svæðinu segir um hryðjuverk að ræða. 6.6.2023 06:19
Auglýst eftir forystuhæfileikum og „framúrskarandi samskiptahæfni“ Embætti ríkissáttasemjara hefur verið auglýst laust til umsóknar en meðal þeirra hæfniskrafa sem gerðar eru til umsækjenda eru forystuhæfileikar og „framúrskarandi samskiptahæfni“. 5.6.2023 12:08
Stríð milli Kína og Bandaríkjanna „óbærilegar hörmungar“ Hershöfðinginn Li Shangfu, sem tók við embætti varnarmálaráðherra Kína í mars síðastliðnum, segir að stríð við Bandaríkin yrðu „óbærilegar hörmungar“. Ummælin lét hann falla á ráðstefnu um öryggismál, þar sem hann sagði „sum ríki“ vera að kynda undir vopnakapphlaup í Asíu. 5.6.2023 10:31