Atvinnuleysi 2,3 prósent í apríl og hækkun launavísitölu 1,6 prósent Atvinnuleysi var 2,3 prósent í apríl og dróst saman um 0,8 prósent á milli mánaða. Atvinnuleysi var 2,7 prósent á meðal karla og 1,8 prósent á meðal kvenna. Árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka var 80,9 prósent og árstíðaleiðrétt hlutfall starfandi 79 prósent. 24.5.2023 09:09
Mútugreiðslumálið tekið fyrir í miðju forvali fyrir forsetakosningarnar Dómsmálið gegn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þar sem hann er sakaður um bóhaldssvik í tengslum við greiðslur til klámmyndastjörnunnar Stormy Daniels, verður tekið fyrir 25. mars næstkomandi. 24.5.2023 08:16
Forsvarsmenn OpenAI kalla eftir Alþjóðagervigreindarstofnun Stofnendur og stjórnendur OpenAI, sem eru að þróa gervigreindarforritið ChatGPT, kalla eftir því að komið verði á laggirnar stofnun á borð við Alþjóðakjarnorkumálastofnunina til að vernda mannkynið frá því að þróa „ofurgáfaða“ gervigreind sem gæti tortímt mannkyninu. 24.5.2023 07:12
Bandaríkjamenn segjast hvorki hafa hvatt til né stutt árásir í Rússlandi Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hvorki hafa hvatt til né greitt fyrir árásum á skotmörk í Rússlandi, eftir að sögusagnir fóru á flug á samfélagsmiðlum og víðar að vopn frá Vesturlöndum hefðu verið notuð í árásunum. 24.5.2023 06:47
Ölvaðir neituðu að yfirgefa verslun og veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í gær þegar bifreiðareigandi komst að því að búið var að stinga á tvo hjólbarða bílsins. Í yfirliti lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar kemur ekkert fram um eftirmála. 24.5.2023 06:19
Velferðarmálin efst á forgangslista raunsærrar Samfylkingar „Samfylkingin hefur gjörbreytt sinni forgangsröðun eftir að Kristrún Frostadóttir varð formaður flokksins og við erum bara mjög raunsæ á Evrópumálin,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar um gagnrýni Sigmars Guðmundssonar á afstöðu flokksins. 23.5.2023 12:47
Segir Kristrúnu fara með gamla tuggu úr Valhöll Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi fjölmiðlamaður, er nokkuð harðorður í garð Kristrúnar Frostadóttur, formanns Samfylkingarinnar, í aðsendri grein á Vísi vegna „stefnubreytingar“ síðarnefndu í Evrópumálum. 23.5.2023 10:21
Kristján Jóhannsson hefur háð harða baráttu við krabbamein Kristján Jóhannsson óperusöngvari greindist með krabbamein í blöðruhálskirtli í september síðastliðnum. Hann hefur nú undirgengist hormóna- og lyfjameðferð og segist læknaður. Hann gat ekki sungið á meðan meðferðunum stóð en stefnir á að vera kominn í fyrra form eftir nokkrar vikur. 23.5.2023 09:02
Jason Momoa hvetur fólk til að mótmæla hvalveiðum Íslendinga Yfir 30 þúsund manns hafa sett „like“ við Instagram-færslu Hollywood-leikarans Jason Momoa, þar sem hann biðlar til fólks um að skrifa undir mótmælalista vegna hvalveiða Íslendinga og láta orðið berast. 23.5.2023 07:41
Tjón vegna sjávarflóðsins á Akureyri metið á 153 milljónir króna Níu tjónsatburðir komu til kasta Náttúruhamfaratryggingar Íslands árið 2022, átta vegna sjávar- eða vatnsflóða en einn vegna jarðskjálfta við Grindavík. Mesta tjónið varð í tengslum við sjávarflóð á Akureyri en það var metið á samtals um 153 milljónir króna. 23.5.2023 06:51
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent