„Algjört kerfishrun“: Kórónuveirufaraldurinn hömlulaus á Indlandi Hæstiréttur Indlands hefur kallað stöðu kórónuveirufaraldursins í landinu „neyðarástand“. En ástandið er verra, segir blaðamaður BBC. „Þetta er algjört kerfishrun,“ hefur hann eftir helsta veirufræðingi Indlands. 23.4.2021 22:43
Ráðgjafar CDC mæla með áframhaldandi notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson Ráðgjafar bandarísku sóttvarnastofnunarinnar í bóluefnamálum mæla með því að notkun Covid-19 bóluefnisins frá Johnson & Johnson verði haldið áfram. Tíu greiddu atkvæði með tillögunni, fjórir á móti og einn sat hjá. 23.4.2021 21:11
Fordæmir „atvinnupólitíkusa“ og heitir því að verða lausnamiðuð Fyrrverandi Ólympíuíþróttakonan og raunveruleikastjarnan Caitlyn Jenner hefur tilkynnt framboð sitt til ríkisstjóra Kaliforníu. Boðað var til kosninga þegar nógu margar undirskriftir lágu fyrir til að kjósa um framtíð núverandi ríkisstjóra. 23.4.2021 20:22
90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. 23.4.2021 18:55
Að minnsta kosti tveir heimiliskettir á Bretlandseyjum hafa smitast af eigendum sínum Rannsakendur á Bretlandseyjum hafa fundið tvö tilvik þar sem eigendur smituðu kettina sína af SARS-CoV-2. Í báðum tilvikum voru eigendurnir með einkenni Covid-19 þegar kettirnir smituðust. Þeir sýndu sömuleiðis einkenni sjúkdómsins. 23.4.2021 13:34
Tíu greindust með Covid-19 í gær, allir nema einn í sóttkví Tíu greindust með Covid-19 í gær og 134 eru í einangrun. 812 eru í sóttkví og 1.106 í skimunarsóttkví. Þá liggja fjórir inni á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 23.4.2021 10:52
Að minnsta kosti 22 börn og nítján starfsmenn með Covid-19 Á miðvikudaginn höfðu 22 börn á leikskólanum Jörfa og nítján starfsmenn greinst með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir ljóst að ekki verði hægt að halda úti hefðbundnu skólastarfi á leikskólanum í næstu viku. 23.4.2021 10:09
Kolbeinn hyggst ekki þiggja fjórða sætið í Suðurkjördæmi Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, hefur ákveðið að þiggja ekki sæti á lista í Suðurkjördæmi. Kolbeinn sóttist eftir því að leiða lista Vinstri grænna í kjördæminu í næstu kosningum en lenti í fjórða sæti í forvalinu á dögunum. 23.4.2021 08:39
Börn getin eftir Tsjernóbyl-slysið erfa ekki skaðann sem foreldrarnir urðu fyrir Einstaklingar sem urðu fyrir geislamengun í Tsjernóbyl arfleiða börnin sín ekki að þeim skaða sem þeir kunna sjálfir að hafa orðið fyrir. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar á börnum foreldra sem unnu við hreinsun eftir kjarnorkuslysið. 23.4.2021 08:17
Þrettán látast í eldsvoða á bráðadeild og metfjöldi greinist með Covid-19 Þrettán létust þegar eldur braust út á bráðadeild Vijay Vallabh-sjúkrahússins í Maharashtra á Indlandi í morgun. Búið er að slökkva eldinn og hafa fjórir verið fluttir á annað sjúkrahús. 23.4.2021 07:17