90 prósent tekna hjúkrunarheimilanna koma frá ríkinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. apríl 2021 18:55 Greiningin byggist einkum á svörum rekstraraðila um reksturinn. Vísir/Vilhelm Um 84 prósent tekna hjúkrunarheimilanna árin 2017 til 2019 voru vegna daggjalda frá ríkinu. Húsnæðisgjald frá ríkinu nam 6 prósentum en þriðji stærsti tekjuliðurinn var kostnaðarþátttaka íbúa, sem nam 4 prósentum. Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“ Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Framlag sveitarfélaganna til reksturins nam 3 prósentum heildartekna heimilanna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu verkefnastjórnar sem heilbrigðisráðherra skipaði til að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna. Þar segir einnig um tekjurnar að þær hafi verið nokkuð misjafnar á hvert rými, sem skýrist fyrst og fremst af ólíkri hjúkrunarþyngd. Að meðaltali voru tekjur á hvert rými 13,9 milljónir króna á ári. „Rekstrargjöld heimila sem fá daggjaldagreiðslur voru samtals 31,1 milljarðar króna árið 2019. Langstærsti útgjaldaliðurinn var launagreiðslur og voru laun og launatengd gjöld 24,0 milljarðar króna eða 77% af heildarrekstrarkostnaði heimilanna. Önnur rekstrargjöld skiptust á fjölmarga liði og var húsnæðiskostnaður stærstur þeirra, 2.830 milljónir króna, og stoðþjónusta næststærsti liðurinn, 2.488 milljónir króna,“ segir í samantekt um niðurstöður skýrslunnar á vef heilbrigðisráðuneytisins. Gátu ekki greint milli kostnaðar vegna heilbrigðisþjónustu og félagslegrar þjónustu Verkefnastjórnin komst að því að rekstur hjúkrunarheimilanna hefði gengið misvel umrædd ár en flest þeirra hefðu þó verið rekin með tapi. Samtals nam hallinn frá 200 og upp í 700 milljónir, var minnstur árið 2018 en svipaður árin 2017 og 2019. Eitt af þeim verkefnum sem verkefnastjórninni var falið var að greina rekstrarkostnað hjúkrunarheimilanna eftir því hvort um var að ræða félagslega þjónustu eða heilbrigðisþjónustu. Segir í samantektinni að sú skipting sé meðal annars mikilvæg vegna verka- og kostnaðarskiptingar milli ríkis og sveitarfélaganna en heilbrigðisþjónustan er verkefni ríkisins á meðan félagsþjónustan er á höndum sveitarfélaganna. „Eftir skoðun var það niðurstaða verkefnastjórnarinnar að ekki væri með góðu móti hægt að greina þarna á milli og því fallið frá því að ráðast í þann verkþátt erindisbréfsins,“ segir á vef ráðuneytisins. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir niðurstöðurnar mikilvægan grunn fyrir næstu skref. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum.“
Heilbrigðismál Eldri borgarar Hjúkrunarheimili Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira