Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja.

Nýjustu greinar eftir höfund

Auka enn stöðu sína í Festi þegar stærstu einka­fjár­festarnir voru keyptir út

Lífeyrissjóðir keyptu umtalsverðan hluta bréfa af tveimur stærstu einkafjárfestunum í Festi þegar þeir losuðu um allan sinn eignarhlut sinn í smásölurisanum fyrir samtals tæplega þrjá milljarða fyrr í þessum mánuði. Umsvif einkafjárfesta í félaginu er núna hverfandi en samanlagður eignarhlutur lífeyrissjóða í Festi er á sama tíma óðum að nálgast hátt í áttatíu prósent.

Nærri níu af hverjum tíu í­búðum verið keyptar af fjár­festum á árinu

Íbúðaskortur á höfuðborgarsvæðinu hefur gert húsnæði að fjárfestingavöru, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags, en á allra síðustu árum hefur hlutfall fólks sem kaupir fasteign til eigin nota farið hríðlækkandi. Tæplega 90 prósent þeirra sem hafa keypt íbúðir sem bættust við markaðinn á fyrstu sex mánuðum þessa árs eru fjárfestar af ýmsum toga.

Skel stendur að kaupum á belgísku verslunar­keðjunni INNO

Fjárfestingafélagið Skel í samfloti með sænska fyrirtækinu Axcent of Scandinavia er að ganga frá kaupum á öllu hlutafé belgísku verslunarkeðjunnar INNO. Skel mun fara með helmingshlut í nýju félagi sem er stofnað í kringum kaupin á INNO sem er með árlega veltu upp á jafnvirði tugi milljarða króna.

Veru­lega er farið að hægja á vexti út­lána líf­eyris­sjóða til heimila

Vísbendingar eru um að mjög sé farið að hægja á útlánavexti lífeyrissjóða til heimila en sjóðirnir hafa ekki veitt minna af slíkum lánum frá því á haustmánuðum ársins 2021. Frá áramótum hafa sjóðsfélagalánin nærri helmingast miðað við sama tímabil í fyrra þegar lífeyrissjóðirnir buðu upp á hagstæðari kjör en bankarnir.

Hækkun fast­eigna­verðs „helsti drif­kraftur“ verð­bólgunnar síðasta ára­tug

Frá aldamótum hefur hækkun á fasteignaverði á höfuðborgarsvæðinu, einkum á síðustu tíu árum, verið helsti drifkraftur verðbólgu og skýrir um 37 prósent hækkunar vísitölu neysluverðs á því tímabili, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Meginástæða þeirrar hækkunar sé íbúðaskortur vegna „athafnaleysis“ sveitarfélaga í að tryggja nægt lóðaframboð með áhrifamiklum og alvarlegum afleiðingum á þróun efnahagslífsins, meðal annars með því að ýta undir ójöfnuð og draga úr framlegð.

Er­lendir fjár­festar minnka við sig í ríkis­bréfum annan mánuðinn í röð

Eftir stöðugt innflæði fjármagns um nokkurt skeið vegna kaupa erlendra sjóða á íslenskum ríkisskuldabréfum hefur sú þróun snúist við að undanförnu og hafa þeir núna verið nettó seljendur síðastliðna tvo mánuði. Dvínandi áhugi erlendra fjárfesta kemur á sama tíma og ríkissjóður áformar umtalsvert meiri útgáfu ríkisbréfa á seinni helmingi ársins en áður var áætlað.

Fjár­festar keypt yfir helming nýrra í­búða á síðustu fimm­tán árum

Þegar litið er til nýrra íbúða sem hafa bæst við húsnæðismarkaðinn á undanförnum fimmtán árum þá hefur tæplega helmingur þeirra farið til einstaklinga sem eiga aðeins eina íbúð á meðan fyrirtæki og fjárfestar hafa keypt um 54 prósent íbúða sem hafa verið byggðar á tímabilinu, að sögn framkvæmdastjóra Aflvaka Þróunarfélags. Vegna íbúðaskuldar sem hefur safnast upp og aðstæðna á lánamörkuðum telur hann að það séu að verða til kynslóðir sem að óbreyttu missa af tækifærum til að byggja upp eigið fé.

Tveir af stærstu hlut­höfunum seldu í Ís­lands­banka fyrir vel á annan milljarð

Tveir af stærstu lífeyrissjóðunum í hluthafahópi Íslandsbanka minnkuðu stöðu sína fyrir samanlagt vel á annan milljarð króna í liðnum mánuði þegar bankinn bauðst til að kaupa bréf hluthafa með öfugu tilboðsfyrirkomulagi. Hlutabréfaverð bankans hefur rétt úr kútnum undanfarna daga en stjórnvöld áforma að ráðast í tugmilljarða sölu síðar á árinu í gegnum almennt útboð.

Stærstu einka­fjár­festarnir selja sig út úr Festi fyrir nærri þrjá milljarða

Tveir umsvifamestu einkafjárfestarnir í hluthafahópi Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, hafa losað um allan eignarhlut sinn í smásölufyrirtækinu fyrir samtals nálægt þrjá milljarð króna. Salan kemur aðeins nokkrum mánuðum eftir að stórir lífeyrissjóðir beittu sér gegn því að fulltrúi einkafjárfestanna færi í stjórn fyrirtækisins.

„Ekki tíma­bært“ að rýmka reglur um af­leiðu­við­skipti með krónuna

Seðlabankinn telur rétt að fara „varlega“ í að létta á þeim takmörkunum sem gilda um afleiðuviðskipti bankanna með íslensku krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Ekki sé tímabært að rýmka þær reglur, eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur nýlega lagt til, enda gæti það opnað á aukna stöðutöku með gjaldmiðilinn nú þegar vaxtamunur við útlönd fer hækkandi.

Sjá meira