Svikarar narra leigjendur í neyð með fölskum gylliboðum Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að um alveg sérlega ósvífna tegund af svikastarfsemi sé að ræða en brögð eru að því að óprúttnir hrappar geri út á neyð leigjenda. Þeir auglýsa íbúðir til leigu, sem er tilbúningur en heimta sérstakt umsóknargjald svo leigjendur eigi möguleika á að sækja um íbúðina. 5.1.2023 12:47
Sprengdi sig frá höfuðkvölum, þunglyndi og lyfjafíkn með hjálp hugvíkkandi efna Þórarinn Ævarsson, landsþekktur athafnamaður, segir annus horriblis nú að baki. Þórarinn fór í dýpstu dali, svartnættið eitt blasti við og hann sá aðeins eina leið út. Nefnilega þá að ljúka þessu sjálfur. Þórarinn var orðinn háður ópíóðalyfjum, þjáðist af heiftarlegum höfuðverkjaköstum og þunglyndi en með hjálp hugvíkkandi efna segist Þórarinn hafa öðlast nýtt líf. 5.1.2023 07:01
Mandarínurnar brugðust Agli og fleirum þessi jólin Egill Helgason sjónvarpsmaður er afar ósáttur við mandarínusendinguna til Íslands nú í desember. 4.1.2023 14:33
Forsætisráðherra hafði Arnald á lokametrunum Vísir birtir hér lokauppgjör bóksölu nýliðins árs. Bókalistinn, sem byggir á sölutölum helstu bóksölustaða landsins, sýnir hvaða bækur það eru sem einkum höfða til bókaþjóðarinnar. 4.1.2023 12:04
Hætta að dreifa Fréttablaðinu á heimili fólks Fréttablaðið greinir frá því að hætt verði að dreifa blaðinu inn á heimili íbúa á höfuðborgarsvæðinu sem og á Akureyri. 2.1.2023 11:19
Frumvarp til laga um bætur til Hjalteyrarbarna í gátt Dómsmálaráðherra hefur lagt fram í Samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á vistheimilinu á Hjalteyri í Arnarneshreppi. 28.12.2022 16:46
Met slegið í komu flóttafólks í desember Flóttafólkið sem nú streymir til landsins sem aldrei fyrr kemur einkum frá frá Venesúela og Úkraínu. 28.12.2022 14:27
Norðmenn furða sig á Tenerife-æði Íslendinga Vísi hefur borist fyrirspurn frá norskum blaðamanni sem spyr hvort þetta fái staðist, að 2,4 prósent þjóðarinnar dvelji á Tenerife yfir jólin? Getur það verið? 28.12.2022 11:23
Bókaútgefendur tæmdu sjóð sinn strax í október Fjárveiting í endurgreiðslusjóð fyrir bókaútgefendur var fullnýtt strax í október. Ráðuneytið bætti 40 milljónum við til að brúa bilið. 27.12.2022 15:39
Siðmennt fær 68 milljónir í sóknargjöld á næsta ári Siðmennt fær samkvæmt lauslegum útreikningum formannsins um 68 milljónir króna í sóknargjöld á næsta ári. Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar segir þetta alltof mikið og til komið vegna grjótharðrar hagsmunabaráttu Þjóðkirkjunnar. Hún ætlar samt að þiggja fjármunina. 27.12.2022 12:12