Simmi Vill skammar Matartips-ara fyrir óvægna gagnrýni Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir að umræða á Matartips geti farið út í óuppbyggilegar upphrópanir með ófyrirséðum afleiðingum, þeim að veitingastaðir geti hreinlega farið á hausinn. 20.9.2021 10:20
Senuþjófar kosningabaráttunnar Nú þegar kosningabaráttan fyrir Alþingiskosningar 2021 fer að nálgast sinn hápunkt er ekki úr vegi að horfa yfir sviðið og reyna að glöggva sig á því hvaða frambjóðandi er sá svarti senuþjófur sem hefur náð að sópa til sín mestu af hinni dýrmætu athygli sem allt snýst um á tímum sem þessum. Þrír einstaklingar teljast ótvíræðir sigurvegarar. En óhætt að segja að þeir hafi farið sitthverja leiðina að því marki. 18.9.2021 10:00
Bjór og mjöður, desertvín og sterkt á Bessastöðum Skrifstofa forsetaembættsins hefur gefið út upplýsingar um núverandi birgðir forsetaembættisins af áfengum drykkjum. Um tveimur milljónum er varið að meðaltali árlega í áfengiskaup fyrir forsetaembættið. 17.9.2021 16:50
SI gapandi hissa vegna milljarða stafræns verkefnis borgarinnar Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs hjá Samtökum iðnaðarins, segir borgina þramma með yfirgengilega freklegum hætti inn á viðkvæman samkeppnismarkað. 17.9.2021 16:30
Slagorðasmiður Framsóknar taldi hið lúmska slagorð falla vel að þeirri heild sem herferðin er Sigtryggur Magnason aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns Framsóknarflokksins er sá sem hitti naglann beint á höfuðið þegar hann mætti á heilaspunafund kosningaráðsins og sló fram „Er ekki bara best að kjósa Framsókn?“ 16.9.2021 08:10
Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessastaða til skoðunar Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar. 15.9.2021 10:34
Kosningapallborðið: „Nú heyrist þessi fagri söngur í kosningabaráttunni“ Fulltrúar Flokks fólksins, Viðreisnar og Vinstri grænna tókust á í bráðfjörugum umræðum um pólitík í útsendingarstúdíói Vísis. 14.9.2021 17:26
Fatahönnuður Íslands vandar um við Guðmund Andra og segir ekki ganga að vera druslulegur á þinginu Guðmundur Andri Thorsson, sem nú berst fyrir pólitísku lífi sínu í öðru sæti Samfylkingar í Kraganum, greindi frá raunum sínum í prófkjörsbaráttu, sem varða klæðaburð. Fatahönnuður Íslands, sjálf Dóra Einars, er ekki þeirrar gerðar að vera meðvirk og segir þingmanninum að hysja upp um sig buxurnar. 14.9.2021 10:22
Segir stjórnmálamenn þjakaða af ranghugmyndum um fjölmiðla Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að oft hafi verið þörf en nú nauðsyn að vekja stjórnmálamenn til vitundar um að forsenda lýðræðis sé upplýst afstaða. 9.9.2021 11:52
Sló í brýnu milli Gunnars Smára og Sigurðar Hannessonar Grunnt var á því góða milli Gunnars Smára Egilssonar frambjóðandi Sósíalistaflokksins og Sigurðar Hannessonar framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins á fundi í gær en ljóst mátti vera að þeir voru að nálgast viðfangsefnið úr sitthvorri áttinni. 9.9.2021 10:50