Mest lesnu viðhorfspistlarnir 2021: Kynferðisofbeldi, faraldurinn, fiskeldi og Gísli Marteinn Jakob Bjarnar skrifar 18. desember 2021 08:01 Viðhorfspistlahöfundar ársins. Þessir tíu einstaklingar sendu allir frá sér pistla sem vöktu mikla athygli og viðbrögð. Fyrir liggur að hið klassíska pistlaform heldur sínu þrátt fyrir offramboð á skoðunum á samfélagsmiðlum. Og það sem meira er, þeir skipta máli og þeir hafa áhrif. Mest lesnu viðhorfspistlar ársins varpa skýru ljósi á hvað var efst á baugi á árinu. Vísir hefur á nokkrum árum orðið helsti og öflugasti vettvangur landsins fyrir viðhorfspistla. Þrátt fyrir að offramboð sé á skoðunum á samfélagsmiðlum þá heldur þetta klassíska form, pistlaskrifin, sínu. Sem er merkilegt útaf fyrir sig og ánægjulegt. Og víst er að pistlarnir hafa áhrif og í sumum tilfellum veruleg. Það kemur á daginn, þegar teknir eru saman þeir pistlar sem vöktu mesta athygli á árinu að það var ekki Covid-19 sem var efst á baugi þó faraldurinn og afleiðingar hans sé til umfjöllunar í tveimur pistlanna. Ýmsar hliðar kynferðisofbeldis áttu sviðið, þó tilþrifamiklar skammir sem sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn má þola auk pistils um sjókvíaeldi, þar sem annar Sjálfstæðismaður, Njáll Trausti Friðbertsson, er tekinn í karphúsið, blandi sér í slaginn. Athyglisvert má heita að sjálfar Alþingiskosningarnar náðu ekki á blað, eða skrif er varða þær. Hér neðar getur að líta þá tíu pistla sem vöktu mesta athygli á árinu og efni þeirra reifað. Vísir hvetur lesendur til að renna yfir þessi athyglisverðu skrif; sem gefa brotakennda mynd af því hvað helst brann á þjóðinni á árinu sem er að líða. 1. Hófstilltur pistill mest lesinn Sá viðhorfspistill sem trónir efst á lista er undir yfirskriftinni „Manneskjan í jakkafötum“ og er eftir Lenyu Rún Taha Karim, sem hlýtur að koma til greina sem maður ársins. Hún vann sér það meðal annars til frægðar að detta sem snöggvast inn á þing sem uppbótarþingmaður Pírata en hrökk þaðan út aftur eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur beitt sér gegn fordómum og birti meðal annars makalaus rasísk skilaboð sem henni bárust í kosningabaráttunni. En það kemur nokkuð á óvart að þessi pistill hennar skuli hafa verið svo víðlesinn og raun ber vitni því hann fjallar ekki um hitamál né heldur getur hann talist umdeilanlegur að efni til heldur einmitt þvert á móti, ákaflega hófstilltur. Hann birtist snemma í ágúst og fjallar um að framtíðin gæti verði í góðum höndum, ungt fólk sé upplýst um málefni líðandi stundar og við látum okkur fjölbreytt málefni varða: „Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum.“ Og samkvæmt bókahaldi Vísis yfir lestrartölur þá vildi fólk hlusta á Lenyu Rún, heldur betur. 2. Njáll Trausti sagður nytsamur sakleysingi Sá pistill sem var næstmestlesinn og þannig í öðru sæti á lista og þar er engin hófstilling á ferð heldur er fjallað um hitamál. Nefnilega sjókvíaeldi en hann ritar Inga Lind Karlsdóttir fyrrverandi sjónvarpskona en hún situr í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins – Th Icelandic Wildlife Fund. Í greininni, sem birtist 23. apríl, beinir Inga Lind spjótum sínum að Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjödæmi. Hann hafði ritað lofsamlega grein um hina atvinnuskapandi grein en Inga Lind sagði það tálsýn. Störfin sem Njáll Trausti boðar verði alltaf miklu færri en lofað er og ekki í „nokkru hlutfalli við vöxt þeirra tonna af eldislaxi sem er settur út í sjóvíarnar.“ Grein Ingu Lindar er ítarleg. Hún rekur það að fagurgali um arðbærni greinarinnar sé úr lausu lofti gripinn. Gjaldeyristekjur séu meintar því sá gróði hverfi úr landi. Óljóst sé hver raunverulegur virðisauki sé fyrir þjóðina því sjókvíaeldisfyrirtækin eru yfir 90 prósentum í eigu alþjóðlegra fiskeldisrisa. Hvatinn liggi þannig skýrt fyrir. Ný leyfi fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snúast um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra. „Þarna liggur laxinn grafinn. Örfáir einstaklingar hafa nú þegar auðgast feikilega á kaupum og sölu á hlutum í sjókvíaeldisfyrirtækjunum, sem vel að merkja hafa aldrei greitt krónu í tekjuskatt hér á landi og munu ekki gera á næstu árum, uppsafnað tap þeirra er svo gríðarlegt,“ segir Inga Lind í hörðum pistli sínum. 3. Helgi Áss veður í vélarnar og styður Ingó Veðurguð Stórmeistarinn og lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson er í þriðja sæti með pistil sem hann kallar „Ég er Ingó Veðurguð“ sem vísar vitaskuld til slagorðsins „Je suis Charlie“ sem fóru víða í kjölfar voðaverkanna sem unnin voru á ritstjórnarskrifstofum franska skoptímaritsins Charlie Hebdo. Þar lýstu stuðningi við sjálft tjáningarfrelsið. Og það er sú slóð sem Helgi Áss fetar í sínum skrifum. Pistillinn hefst á því að rekja MaCharty-tímann í Bandaríkjunum; nornaveiðum gegn öllum sem hugsanlega töldust kommúnistar. Og þeir voru svartlistaðir sem þýddi yfirleitt atvinnu- og tekjumissi ásamt einelti og félagslegri útskúfun. Þá snýr Helgi Áss sér að tilefni skrifanna, yfirlýsing samtakanna Öfga og kvenna úr hópnum Agn í kjölfar þess að tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð var ráðinn til að stýra Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Í yfirlýsingunni var óskað svara frá Þjóðhátíðarnefnd hvernig það væri réttlætanlegt að meiri virði væri „ráða meinta kynferðisbrotamenn en að virða þolendur?“ Það var augljóst af yfirlýsingunni í hvern verið var að vísa og í framhaldi af því sagði talsmaður samtakanna Öfgar, Tanja Ísfjörð, að verið væri að taka á móti sögum um hinn meinta kynferðisbrotamann.“ Helgi Áss sagði að enn hafi þau öfl sigrað sem halda réttarhöld á samfélagsmiðlum en lítilmannlegt væri að sitja hjá þegar slíkt ríður yfir. „Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni,“ segir Helgi Áss í pistli sínum. Vart þarf að taka það fram að pistill Helga féll í grýttan jarðveg á Twitter og í athugasemdakerfum og fékk Helgi yfir sig holskeflu svívirðinga á þeim vettvangi í kjölfar þess að pistillinn birtist sem var 7. júlí. 4. Gaslýsing birtingarmynd af andlegu ofbeldi Sá pistill sem er í fjórða sæti yfir þá mest lesnu á árinu fjallar um ofbeldishegðun í ástarsambandi. „Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum“ birtist 21. ágúst og höfundur er Hrafnhildur Sigmarsdóttir en hún er ráðgjafi í Bjarkarhlíð og sálfræðinemi. Hrafnhildur lýsir með miklum ágætum þessu fyrirbæri sem kallast gaslýsing sem gengur út á að sá efasemdum í huga fórnarlambsins þess efnis að það sé ekki með réttu ráði. Og með þeim hætti er auðveldara að ná drottnandi stöðu. Hrafnhildur gerir grein fyrir uppruna hugtaksins en það vísar í leikrit eftir Hamilton sem heitir Gaslight, var frumsýnt í London 1938 en fjórum árum síðar var gerð kvikmynd eftir því með Ingrid Bergman í aðalhlutverki. „Leikritið gerist í húsi yfirstéttarhjóna í Bretlandi þar sem eiginmaðurinn beitir ýmsum ráðum til að telja eiginkonu sinni trú um að hún sé að verða veik á geði til að komast yfir auð hennar. Þar á meðal að fela eigur hennar og hækka og lækka í gasljósum heimilisins. Hann þykist síðan ekkert vita, sjá eða skilja svo hún haldi að hún sé að missa vitið og vald yfir eigin lífi. Frá þessari einstöku innsýn Hamiltons í sálrænar pyntingar dregur þessi samskiptatækni nafn sitt,“ segir í greininni. Hrafnhildur lýsir skaðseminni sem slíkt andlegt ofbeldi getur haft í för með sér og bendir í lok greinar sinnar um að ef einhver upplifi það svo að annar sé kominn með „lyklavöldin að sálarlífi þínu“ sé kominn tími til að leita sér hjálpar. Greinin talaði beint inn í þá umræðu sem ríkjandi var á árinu, um ýmsar hliðar kynferðislegs ofbeldis og hitti í mark. 5. Hvað með viðmælendur Sölva Tryggva? Í fimmta sæti yfir mest lesnu pistlana er enn einn pistillinn sem vísar til þess sem helst einkenndi árið: Þindarlaus umræða um kynferðislegt ofbeldi. Höfundur hans er Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri með meiru en skrifin birtust 26. júlí. Þórarinn spyr einkennilegrar spurningar í fyrirsögn og náði sannarlega með því að ná athygli lesenda: „Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva?“ Þórarinn byrjar á því að greina frá því að í mótmælum gegn lögregluofbeldi hafi mátt heyra slagorðið „silence is violence“ og svo rakti hann í stuttu máli frægð og vinsældum Sölva Tryggvasonar sem vinsælustu hlaðvarpsstjörnu sem Ísland hefur séð. En fall hans var jafn hátt og flugið, í apríl fóru að heyrast sögusagnir um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli,“ segir Þórarinn og beinir nú spjótum sínum óvænt að gestum Sölva og spyr hver ábyrgð þeirra sé. Pistlahöfundur færir sig stöðugt upp á skaftið, segir gestina hafa notið góðs frægð Sölva og hvort ekki sé vert að þeir biðjist afsökunar? Og útskýri mál sitt. Viðbrögð við pistlinum voru mikil og í athugasemd má lesa ummæli á borð við: „Hversu heimskur er eiginlega hægt að vera?“ Þórarinn bregður þarna fyrir sig stílvopni sem mörgum hefur orðið hált á í skrifum á netinu, sem er háð. En ýmsum veittist erfitt að skilja hvað greinahöfundur var að fara. 6. Hvenær pakkar þríeykið saman? Það er fyrst þegar við erum komin í sjötta sæti á lista yfir mest lesnu pistla ársins sem sjálfur heimsfaraldurinn kemst á blað. Höfundur pistils, sem ber yfirskriftina „Hvernig skal sjóða íslenskan frosk“, er Viggó Örn Jónsson ráðgjafi. Pistillinn, sem birtist 6. apríl og fjallar um sóttvarnaraðgerðir. Viggó Örn tekst þar á við eldfimt mál sem hafði verið tæpt á víða á samfélagsmiðlum; að sóttvarnaraðgerðir væru með þeim hætti að ekki væri lengur hægt að tala um frjálst samfélag. Frelsinu hafi verið fórnað fortakslaust. Viggó Örn vill meina að gagnrýnilausir fjölmiðlar ali á ótta sem eyðileggi alla vitræna umræðu. „Við búum nú í landi þar sem er eðlilegt að nágranni þinn hringi á lögregluna ef þú ert með fermingarveislu. Það er eðlilegt að loka þig inni í stofufangelsi án dóms og laga. Það er eðlilegt að banna þér að mæta til vinnu eða stunda nám. Það er eðlilegt að loka verslunum, veitingastöðum, líkamsrækt, flugvöllum og almenningssamgöngum. Stór hluti samfélagsins hefur látið þetta yfir sig ganga, gegn betri vitund. Fólk hefur sætt sig við að láta undan hræðslu annarra vegna þess að þetta átti allt að vera tímabundið. En markmiðinu er stöðugt breytt,“ segir meðal annars í eftirtektarverðum pistli Viggós Arnar sem reyndist umdeildur. Fjölmargir voru á því að þarna væru orð í tíma töluð meðan hinir sótthræddu brugðust ókvæða við. 7. Æðruleysisbæn Kára Og í sjöunda sætti er það einnig faraldurinn sem er til umfjöllunar og nú er það fastagestur á þessum lista sem lætur til sín taka. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar pistil sem birtist 6. ágúst með óþénugri og langri fyrirsögn, sjálf æðruleysisbænin: „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli“. Kári kann að grípa athyglina og hefur mál sitt á því að fara almennt yfir stöðuna, það sé erfitt að vera sóttvarnaryfirvald miðað við í upphafi faraldurs. Róðurinn sé tekinn að þyngjast. Nú þurfi æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Því næst fer Kári yfir stöðuna í sex liðum og hvað er til ráða. Hann segir kostnaðinn af aðgerðum mikill bæði í fé og frelsi. „Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ segir Kári meðal annars í pistli sínum. 8. Marta kallar Gísla Martein pjakk og prinsessu Í áttunda sæti er pistill sem vakti mikla athygli en þar lætur Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Gísla Martein Baldursson, sinn fyrrum samherja í borgarpólitíkinni, heyra það. Og skefur ekki af því en pistillinn, sem ber fyrirsögnina „Gísli Marteinn í bakaríinu“ birtist 28. apríl. Henni var enda illa brugðið eftir að hafa heyrt Gísla Martein í útvarpsviðtali á Bylgjunni. „Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt,“ segir Marta og nefnir að hann hafi ráðist á borgarfulltrúa flokksins með ósannindum á Facebooksíðu sinni. Þá hafi honum verið svarað en lét sér ekki segjast. „Ég veit ekki hvort er hvimleiðara, stykkin þín á Facebook frá 20. apríl, eða sá Emil í Kattholti sem var mættur í Bakaríið til að afbaka strákapörin. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki. En svona er nú háttalagið. Því fer kannski best á því að ég verði þriðja konan á lista Sjálfstæðisflokksins sem tekur þig í bakaríið á fáeinum dögum,“ segir Marta og stendur við orð sín. Hún rekur með tilþrifum það sem hún segir lygi og skrök Gísla Marteins. Marta lætur sig ekki muna um að kalla Gísla Martein pjakk, færist svo í aukana og segir sjónvarpsmanninn bratta hafa verið ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. Sem telur sig yfir aðra hafinn. „En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót,“ segir meðal annars í þessum harðorða pistli. Sem sýnir að pólitíkin getur verið illskeytt þegar sýður uppúr. 9. Hanna Björg setur KSÍ stólinn fyrir dyrnar Í níunda sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins er svo pistill sem er lýsandi fyrir árið sem er að líða, skrif sem sannarlega drógu dilk á eftir sér. Það er kynjafræðingurinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ, sem skrifar en grein hennar birtist 13. ágúst. Hanna Björk beinir spjótum sínum að KSÍ. Hún hitar upp með því að segja að FIFA (Alþjóða knattspyrnusamtökin) hafi verið kölluð alþjóðleg glæpasamtök og vændi og mansal hluti af skipulagi stórmóta. Hún rifjar upp að forystumenn KSÍ hafi verið staðnir að því að nota greiðslukort sambandsins á nektarstað, sama forysta og neitaði femínískum hóp að taka upp opinbera afstöðu gegn mansali 2006. En það sé þó ekki umfjöllunarefni pistilsins, að sögn Hönnu Bjargar. Hún vitnar í samfélagsmiðla, frásögn sem þá hafði farið um netið en ekki komið fram með formlegum hætti, fyrr en þarna: „Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja.“ Hanna Björg fullyrðir að fleiri frásagnir séu um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. „Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni.“ Of langt mál er að rekja afleiðingar þessara skrifa og sér ekki fyrir enda á því máli öllu. En KSÍ hefur verið í mikilli klemmu vegna þeirra mála sem þarna voru reifuð. 10. Réttarkerfi sem vinnur gegn þolendum Í tíunda sæti er pistill sem birtist 8. september undir yfirskrift sem gætu hreinlega verið einkunnarorð ársins 2021: „Saklaus uns sekt er sönnuð?“ Með spurningarmerki. Þar stígur lögfræðingurinn og fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir fram á sjónarsviðið og segir af skelfilegri reynslu sinni. „Ég var 19 ára og ég kærði ekki.“ Þannig hefst pistill Þórdísar. Hún segist í upphafi gert allt „samkvæmt bókinni“; leitað til Neyðarmóttöku, skoðuð af lækni og gaf skýrslu. „Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið.“ Þórdís spyr hvort þetta þýði þá að maðurinn sem braut á sér sé saklaus fyrst sekt hans sé ekki sönnuð? Þetta er spurning sem hefur ómað um samfélagið á árinu sem er að líða. En fjölmargir hafa á árinu lýst því yfir að kerfið og dómsstólar hafi brugðist fórnarlömbum níðinga. Þórdís er þeirra á meðal. Hún segir okkur í miðri byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem ekki vinnur gegn þolendum. Þórdís lýkur pistli sínum á þeirri ósk að karlar hætti að beita konur ofbeldi: „Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag.“ Pistlarnir lifa Engar skýringar eru augljósar á því hvernig á því stendur að mestur er lestur viðhorfspistla, þeirra sem komast á topp tíu í apríl og ágúst. Þegar litið er til kyns höfunda kemur á daginn að 60 prósent þeirra eru konur. Í fyrra voru jafn margir karlar og konur sem skrifuðu þá pistla sem mesta athygli vöktu. Þá má nefna að nokkrir eldri pistlar skutu upp kollinum, voru rifjaðir upp sem sýnir að þessi vettvangur lifir af árið og vel svo. Þar eru einmitt efst á blaði tveir pistlahöfundar sem eru jafnframt með pistla yfir þá tíu mest lesnu ársins. Grein sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði og birtist í desember 2013: „Munnmök eru nýi góða nótt kossinn“ öðlaðist nýtt líf samkvæmt lestrarmælingum. Og annar pistill Kára Stefánssonar var ofarlega á blaði: Opið bréf til Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins“, en sá pistill birtist 2. ágúst 2019. Þeir sem hyggjast stinga niður penna og viðra skoðanir sínar í pistlaformi eru hvattir til að senda greinar á netfangið greinar@visir.is. Fyrirsögn, titill höfundar og mynd þarf að fylgja hverri aðsendri grein. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Alþingi Samkomubann á Íslandi Dómstólar Borgarstjórn Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Pistlaformið heldur sínu þrátt fyrir óheft flæði skoðana. 22. desember 2019 10:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Vísir hefur á nokkrum árum orðið helsti og öflugasti vettvangur landsins fyrir viðhorfspistla. Þrátt fyrir að offramboð sé á skoðunum á samfélagsmiðlum þá heldur þetta klassíska form, pistlaskrifin, sínu. Sem er merkilegt útaf fyrir sig og ánægjulegt. Og víst er að pistlarnir hafa áhrif og í sumum tilfellum veruleg. Það kemur á daginn, þegar teknir eru saman þeir pistlar sem vöktu mesta athygli á árinu að það var ekki Covid-19 sem var efst á baugi þó faraldurinn og afleiðingar hans sé til umfjöllunar í tveimur pistlanna. Ýmsar hliðar kynferðisofbeldis áttu sviðið, þó tilþrifamiklar skammir sem sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn má þola auk pistils um sjókvíaeldi, þar sem annar Sjálfstæðismaður, Njáll Trausti Friðbertsson, er tekinn í karphúsið, blandi sér í slaginn. Athyglisvert má heita að sjálfar Alþingiskosningarnar náðu ekki á blað, eða skrif er varða þær. Hér neðar getur að líta þá tíu pistla sem vöktu mesta athygli á árinu og efni þeirra reifað. Vísir hvetur lesendur til að renna yfir þessi athyglisverðu skrif; sem gefa brotakennda mynd af því hvað helst brann á þjóðinni á árinu sem er að líða. 1. Hófstilltur pistill mest lesinn Sá viðhorfspistill sem trónir efst á lista er undir yfirskriftinni „Manneskjan í jakkafötum“ og er eftir Lenyu Rún Taha Karim, sem hlýtur að koma til greina sem maður ársins. Hún vann sér það meðal annars til frægðar að detta sem snöggvast inn á þing sem uppbótarþingmaður Pírata en hrökk þaðan út aftur eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefur beitt sér gegn fordómum og birti meðal annars makalaus rasísk skilaboð sem henni bárust í kosningabaráttunni. En það kemur nokkuð á óvart að þessi pistill hennar skuli hafa verið svo víðlesinn og raun ber vitni því hann fjallar ekki um hitamál né heldur getur hann talist umdeilanlegur að efni til heldur einmitt þvert á móti, ákaflega hófstilltur. Hann birtist snemma í ágúst og fjallar um að framtíðin gæti verði í góðum höndum, ungt fólk sé upplýst um málefni líðandi stundar og við látum okkur fjölbreytt málefni varða: „Á síðustu mánuðum höfum við séð hávært ákall frá ungu fólki um sanngjarnara kvótakerfi, alvöru aðgerðir í loftslagsmálum, nýja stjórnarskrá, mannúðlega útlendingastefnu o.s.frv. Ein stærsta krafa ungs fólks er hins vegar ekki sérstaklega flókin: Að það sé einfaldlega hlustað á það – og því segi ég að framtíðin gæti verið í góðum höndum. Ef við hlustum.“ Og samkvæmt bókahaldi Vísis yfir lestrartölur þá vildi fólk hlusta á Lenyu Rún, heldur betur. 2. Njáll Trausti sagður nytsamur sakleysingi Sá pistill sem var næstmestlesinn og þannig í öðru sæti á lista og þar er engin hófstilling á ferð heldur er fjallað um hitamál. Nefnilega sjókvíaeldi en hann ritar Inga Lind Karlsdóttir fyrrverandi sjónvarpskona en hún situr í stjórn Íslenska náttúruverndarsjóðsins – Th Icelandic Wildlife Fund. Í greininni, sem birtist 23. apríl, beinir Inga Lind spjótum sínum að Njáli Trausta Friðbertssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjödæmi. Hann hafði ritað lofsamlega grein um hina atvinnuskapandi grein en Inga Lind sagði það tálsýn. Störfin sem Njáll Trausti boðar verði alltaf miklu færri en lofað er og ekki í „nokkru hlutfalli við vöxt þeirra tonna af eldislaxi sem er settur út í sjóvíarnar.“ Grein Ingu Lindar er ítarleg. Hún rekur það að fagurgali um arðbærni greinarinnar sé úr lausu lofti gripinn. Gjaldeyristekjur séu meintar því sá gróði hverfi úr landi. Óljóst sé hver raunverulegur virðisauki sé fyrir þjóðina því sjókvíaeldisfyrirtækin eru yfir 90 prósentum í eigu alþjóðlegra fiskeldisrisa. Hvatinn liggi þannig skýrt fyrir. Ný leyfi fyrir sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum snúast um skammtímagróða fárra en ekki langtímahagsmuni margra. „Þarna liggur laxinn grafinn. Örfáir einstaklingar hafa nú þegar auðgast feikilega á kaupum og sölu á hlutum í sjókvíaeldisfyrirtækjunum, sem vel að merkja hafa aldrei greitt krónu í tekjuskatt hér á landi og munu ekki gera á næstu árum, uppsafnað tap þeirra er svo gríðarlegt,“ segir Inga Lind í hörðum pistli sínum. 3. Helgi Áss veður í vélarnar og styður Ingó Veðurguð Stórmeistarinn og lögfræðingurinn Helgi Áss Grétarsson er í þriðja sæti með pistil sem hann kallar „Ég er Ingó Veðurguð“ sem vísar vitaskuld til slagorðsins „Je suis Charlie“ sem fóru víða í kjölfar voðaverkanna sem unnin voru á ritstjórnarskrifstofum franska skoptímaritsins Charlie Hebdo. Þar lýstu stuðningi við sjálft tjáningarfrelsið. Og það er sú slóð sem Helgi Áss fetar í sínum skrifum. Pistillinn hefst á því að rekja MaCharty-tímann í Bandaríkjunum; nornaveiðum gegn öllum sem hugsanlega töldust kommúnistar. Og þeir voru svartlistaðir sem þýddi yfirleitt atvinnu- og tekjumissi ásamt einelti og félagslegri útskúfun. Þá snýr Helgi Áss sér að tilefni skrifanna, yfirlýsing samtakanna Öfga og kvenna úr hópnum Agn í kjölfar þess að tónlistarmaðurinn Ingó Veðurguð var ráðinn til að stýra Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. „Í yfirlýsingunni var óskað svara frá Þjóðhátíðarnefnd hvernig það væri réttlætanlegt að meiri virði væri „ráða meinta kynferðisbrotamenn en að virða þolendur?“ Það var augljóst af yfirlýsingunni í hvern verið var að vísa og í framhaldi af því sagði talsmaður samtakanna Öfgar, Tanja Ísfjörð, að verið væri að taka á móti sögum um hinn meinta kynferðisbrotamann.“ Helgi Áss sagði að enn hafi þau öfl sigrað sem halda réttarhöld á samfélagsmiðlum en lítilmannlegt væri að sitja hjá þegar slíkt ríður yfir. „Réttarfar miðalda er ekki til eftirbreytni,“ segir Helgi Áss í pistli sínum. Vart þarf að taka það fram að pistill Helga féll í grýttan jarðveg á Twitter og í athugasemdakerfum og fékk Helgi yfir sig holskeflu svívirðinga á þeim vettvangi í kjölfar þess að pistillinn birtist sem var 7. júlí. 4. Gaslýsing birtingarmynd af andlegu ofbeldi Sá pistill sem er í fjórða sæti yfir þá mest lesnu á árinu fjallar um ofbeldishegðun í ástarsambandi. „Gaslýsing: Siðlaus samskiptatækni í nánum samböndum“ birtist 21. ágúst og höfundur er Hrafnhildur Sigmarsdóttir en hún er ráðgjafi í Bjarkarhlíð og sálfræðinemi. Hrafnhildur lýsir með miklum ágætum þessu fyrirbæri sem kallast gaslýsing sem gengur út á að sá efasemdum í huga fórnarlambsins þess efnis að það sé ekki með réttu ráði. Og með þeim hætti er auðveldara að ná drottnandi stöðu. Hrafnhildur gerir grein fyrir uppruna hugtaksins en það vísar í leikrit eftir Hamilton sem heitir Gaslight, var frumsýnt í London 1938 en fjórum árum síðar var gerð kvikmynd eftir því með Ingrid Bergman í aðalhlutverki. „Leikritið gerist í húsi yfirstéttarhjóna í Bretlandi þar sem eiginmaðurinn beitir ýmsum ráðum til að telja eiginkonu sinni trú um að hún sé að verða veik á geði til að komast yfir auð hennar. Þar á meðal að fela eigur hennar og hækka og lækka í gasljósum heimilisins. Hann þykist síðan ekkert vita, sjá eða skilja svo hún haldi að hún sé að missa vitið og vald yfir eigin lífi. Frá þessari einstöku innsýn Hamiltons í sálrænar pyntingar dregur þessi samskiptatækni nafn sitt,“ segir í greininni. Hrafnhildur lýsir skaðseminni sem slíkt andlegt ofbeldi getur haft í för með sér og bendir í lok greinar sinnar um að ef einhver upplifi það svo að annar sé kominn með „lyklavöldin að sálarlífi þínu“ sé kominn tími til að leita sér hjálpar. Greinin talaði beint inn í þá umræðu sem ríkjandi var á árinu, um ýmsar hliðar kynferðislegs ofbeldis og hitti í mark. 5. Hvað með viðmælendur Sölva Tryggva? Í fimmta sæti yfir mest lesnu pistlana er enn einn pistillinn sem vísar til þess sem helst einkenndi árið: Þindarlaus umræða um kynferðislegt ofbeldi. Höfundur hans er Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri með meiru en skrifin birtust 26. júlí. Þórarinn spyr einkennilegrar spurningar í fyrirsögn og náði sannarlega með því að ná athygli lesenda: „Eigum við að fyrirgefa viðmælendum Sölva Tryggva?“ Þórarinn byrjar á því að greina frá því að í mótmælum gegn lögregluofbeldi hafi mátt heyra slagorðið „silence is violence“ og svo rakti hann í stuttu máli frægð og vinsældum Sölva Tryggvasonar sem vinsælustu hlaðvarpsstjörnu sem Ísland hefur séð. En fall hans var jafn hátt og flugið, í apríl fóru að heyrast sögusagnir um að eitthvað misjafnt hefði átt sér stað í samskiptum við konu, sem síðar leiddi til ákæru. Þetta leiddi til upphafs nýjustu bylgju #MeToo hreyfingarinnar. Flestir hafa heyrt eitt eða tvö afbrigði þessarar sögu. Þessi pistill snýr hins vegar ekki að þessu einstaka máli,“ segir Þórarinn og beinir nú spjótum sínum óvænt að gestum Sölva og spyr hver ábyrgð þeirra sé. Pistlahöfundur færir sig stöðugt upp á skaftið, segir gestina hafa notið góðs frægð Sölva og hvort ekki sé vert að þeir biðjist afsökunar? Og útskýri mál sitt. Viðbrögð við pistlinum voru mikil og í athugasemd má lesa ummæli á borð við: „Hversu heimskur er eiginlega hægt að vera?“ Þórarinn bregður þarna fyrir sig stílvopni sem mörgum hefur orðið hált á í skrifum á netinu, sem er háð. En ýmsum veittist erfitt að skilja hvað greinahöfundur var að fara. 6. Hvenær pakkar þríeykið saman? Það er fyrst þegar við erum komin í sjötta sæti á lista yfir mest lesnu pistla ársins sem sjálfur heimsfaraldurinn kemst á blað. Höfundur pistils, sem ber yfirskriftina „Hvernig skal sjóða íslenskan frosk“, er Viggó Örn Jónsson ráðgjafi. Pistillinn, sem birtist 6. apríl og fjallar um sóttvarnaraðgerðir. Viggó Örn tekst þar á við eldfimt mál sem hafði verið tæpt á víða á samfélagsmiðlum; að sóttvarnaraðgerðir væru með þeim hætti að ekki væri lengur hægt að tala um frjálst samfélag. Frelsinu hafi verið fórnað fortakslaust. Viggó Örn vill meina að gagnrýnilausir fjölmiðlar ali á ótta sem eyðileggi alla vitræna umræðu. „Við búum nú í landi þar sem er eðlilegt að nágranni þinn hringi á lögregluna ef þú ert með fermingarveislu. Það er eðlilegt að loka þig inni í stofufangelsi án dóms og laga. Það er eðlilegt að banna þér að mæta til vinnu eða stunda nám. Það er eðlilegt að loka verslunum, veitingastöðum, líkamsrækt, flugvöllum og almenningssamgöngum. Stór hluti samfélagsins hefur látið þetta yfir sig ganga, gegn betri vitund. Fólk hefur sætt sig við að láta undan hræðslu annarra vegna þess að þetta átti allt að vera tímabundið. En markmiðinu er stöðugt breytt,“ segir meðal annars í eftirtektarverðum pistli Viggós Arnar sem reyndist umdeildur. Fjölmargir voru á því að þarna væru orð í tíma töluð meðan hinir sótthræddu brugðust ókvæða við. 7. Æðruleysisbæn Kára Og í sjöunda sætti er það einnig faraldurinn sem er til umfjöllunar og nú er það fastagestur á þessum lista sem lætur til sín taka. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, ritar pistil sem birtist 6. ágúst með óþénugri og langri fyrirsögn, sjálf æðruleysisbænin: „Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli“. Kári kann að grípa athyglina og hefur mál sitt á því að fara almennt yfir stöðuna, það sé erfitt að vera sóttvarnaryfirvald miðað við í upphafi faraldurs. Róðurinn sé tekinn að þyngjast. Nú þurfi æðruleysi til að sætta sig við ástandið. Því næst fer Kári yfir stöðuna í sex liðum og hvað er til ráða. Hann segir kostnaðinn af aðgerðum mikill bæði í fé og frelsi. „Að mínu mati er ekki réttlætanlegt að grípa til samskonar aðgerða í dag vegna þess að í fyrsta lagi er mikill meiri hluti þjóðarinnar vel varinn gegn alvarlegum sjúkdómi með bólusetningu og í öðru lagi er líklegt að núverandi ástand vari í allt að tveimur árum þannig að við getum ekki haldið niður í okkur andanum uns það hverfur,“ segir Kári meðal annars í pistli sínum. 8. Marta kallar Gísla Martein pjakk og prinsessu Í áttunda sæti er pistill sem vakti mikla athygli en þar lætur Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Gísla Martein Baldursson, sinn fyrrum samherja í borgarpólitíkinni, heyra það. Og skefur ekki af því en pistillinn, sem ber fyrirsögnina „Gísli Marteinn í bakaríinu“ birtist 28. apríl. Henni var enda illa brugðið eftir að hafa heyrt Gísla Martein í útvarpsviðtali á Bylgjunni. „Þú hefur verið óvenju drjúgur með þig þessa dagana, pjakkurinn þinn, og er þá mikið sagt,“ segir Marta og nefnir að hann hafi ráðist á borgarfulltrúa flokksins með ósannindum á Facebooksíðu sinni. Þá hafi honum verið svarað en lét sér ekki segjast. „Ég veit ekki hvort er hvimleiðara, stykkin þín á Facebook frá 20. apríl, eða sá Emil í Kattholti sem var mættur í Bakaríið til að afbaka strákapörin. Það kann ekki góðri lukku að stýra, að ljúga upp á gamla pólitíska samstarfsfélaga og grípa síðan aftur til ósanninda þegar þú ert staðinn að verki. En svona er nú háttalagið. Því fer kannski best á því að ég verði þriðja konan á lista Sjálfstæðisflokksins sem tekur þig í bakaríið á fáeinum dögum,“ segir Marta og stendur við orð sín. Hún rekur með tilþrifum það sem hún segir lygi og skrök Gísla Marteins. Marta lætur sig ekki muna um að kalla Gísla Martein pjakk, færist svo í aukana og segir sjónvarpsmanninn bratta hafa verið ein af prinsessum Sjálfstæðisflokksins og RÚV. Sem telur sig yfir aðra hafinn. „En nú ert þú bara prinsessa RÚV. Þú varst frjálshyggjumaður, komst þér í mjúkinn hjá valdamiklum sem og velstæðum sjálfstæðismönnum og vildir verða borgarstjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn, keyptir ómæld gallon af bjór og tonn af pitsum sem þú útdeildir eins og rómverskur keisari - en, en, en þú tapaðir samt í fjölmennasta prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, fyrr og síðar, fyrir grasrót flokksins í Reykjavík, árið 2006. Þess vegna er þér meinilla við þessa grasrót,“ segir meðal annars í þessum harðorða pistli. Sem sýnir að pólitíkin getur verið illskeytt þegar sýður uppúr. 9. Hanna Björg setur KSÍ stólinn fyrir dyrnar Í níunda sæti á lista yfir mest lesnu viðhorfspistla ársins er svo pistill sem er lýsandi fyrir árið sem er að líða, skrif sem sannarlega drógu dilk á eftir sér. Það er kynjafræðingurinn Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og forkona jafnréttisnefndar KÍ, sem skrifar en grein hennar birtist 13. ágúst. Hanna Björk beinir spjótum sínum að KSÍ. Hún hitar upp með því að segja að FIFA (Alþjóða knattspyrnusamtökin) hafi verið kölluð alþjóðleg glæpasamtök og vændi og mansal hluti af skipulagi stórmóta. Hún rifjar upp að forystumenn KSÍ hafi verið staðnir að því að nota greiðslukort sambandsins á nektarstað, sama forysta og neitaði femínískum hóp að taka upp opinbera afstöðu gegn mansali 2006. En það sé þó ekki umfjöllunarefni pistilsins, að sögn Hönnu Bjargar. Hún vitnar í samfélagsmiðla, frásögn sem þá hafði farið um netið en ekki komið fram með formlegum hætti, fyrr en þarna: „Fyrir nokkru steig ung kona fram og sagði frá hópnauðgun sem hún varð fyrir árið 2010. Lýsingin á ofbeldinu er hroðaleg og glæpurinn varðar við margra ára fangelsi. Það hafði þó ekki meiri áhrif á gerendurna (landsliðsmennina) en svo að þeir gerðu grín að nauðguninni daginn eftir. Forherðingin algjör. Í frásögninni kemur fram hvaða afleiðingar þessi unga kona hefur þurft að burðast með. Lýsingin er þyngri en tárum taki. Þolandanum var eindregið ráðlagt að kæra ekki, við ofurefli væri að etja.“ Hanna Björg fullyrðir að fleiri frásagnir séu um landsliðsmenn sem eru sagðir beita konur ofbeldi – bæði kynferðislegu og heimilisofbeldi. „Þetta virðist ekki hafa haft nein áhrif á velgengni þessara manna. Þeim er hampað og njóta mikilla vinsælda meðal þjóðarinnar. Þöggunin er alger, og KSÍ ber vitaskuld ábyrgð á henni.“ Of langt mál er að rekja afleiðingar þessara skrifa og sér ekki fyrir enda á því máli öllu. En KSÍ hefur verið í mikilli klemmu vegna þeirra mála sem þarna voru reifuð. 10. Réttarkerfi sem vinnur gegn þolendum Í tíunda sæti er pistill sem birtist 8. september undir yfirskrift sem gætu hreinlega verið einkunnarorð ársins 2021: „Saklaus uns sekt er sönnuð?“ Með spurningarmerki. Þar stígur lögfræðingurinn og fjölmiðlakonan Þórdís Valsdóttir fram á sjónarsviðið og segir af skelfilegri reynslu sinni. „Ég var 19 ára og ég kærði ekki.“ Þannig hefst pistill Þórdísar. Hún segist í upphafi gert allt „samkvæmt bókinni“; leitað til Neyðarmóttöku, skoðuð af lækni og gaf skýrslu. „Svo var mér greint frá því hvernig svona mál fara í réttarkerfinu. Um 70% nauðgunarmála komast aldrei í dómsal. Sönnun í slíkum málum er erfið - orð gegn orði, þið vitið. Opinberunin líka erfið. Ég treysti mér ekki í þann slag og reyndi mitt besta að sópa öllu undir teppið.“ Þórdís spyr hvort þetta þýði þá að maðurinn sem braut á sér sé saklaus fyrst sekt hans sé ekki sönnuð? Þetta er spurning sem hefur ómað um samfélagið á árinu sem er að líða. En fjölmargir hafa á árinu lýst því yfir að kerfið og dómsstólar hafi brugðist fórnarlömbum níðinga. Þórdís er þeirra á meðal. Hún segir okkur í miðri byltingu fyrir breyttum viðhorfum og betra réttarkerfi sem ekki vinnur gegn þolendum. Þórdís lýkur pistli sínum á þeirri ósk að karlar hætti að beita konur ofbeldi: „Til þess að sú „útópía” geti orðið að veruleika þurfum við öll að leggjast á eitt. Strax í dag.“ Pistlarnir lifa Engar skýringar eru augljósar á því hvernig á því stendur að mestur er lestur viðhorfspistla, þeirra sem komast á topp tíu í apríl og ágúst. Þegar litið er til kyns höfunda kemur á daginn að 60 prósent þeirra eru konur. Í fyrra voru jafn margir karlar og konur sem skrifuðu þá pistla sem mesta athygli vöktu. Þá má nefna að nokkrir eldri pistlar skutu upp kollinum, voru rifjaðir upp sem sýnir að þessi vettvangur lifir af árið og vel svo. Þar eru einmitt efst á blaði tveir pistlahöfundar sem eru jafnframt með pistla yfir þá tíu mest lesnu ársins. Grein sem Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari skrifaði og birtist í desember 2013: „Munnmök eru nýi góða nótt kossinn“ öðlaðist nýtt líf samkvæmt lestrarmælingum. Og annar pistill Kára Stefánssonar var ofarlega á blaði: Opið bréf til Sigmundar Davíðs, formanns Miðflokksins“, en sá pistill birtist 2. ágúst 2019. Þeir sem hyggjast stinga niður penna og viðra skoðanir sínar í pistlaformi eru hvattir til að senda greinar á netfangið greinar@visir.is. Fyrirsögn, titill höfundar og mynd þarf að fylgja hverri aðsendri grein.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fiskeldi Alþingi Samkomubann á Íslandi Dómstólar Borgarstjórn Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00 Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Pistlaformið heldur sínu þrátt fyrir óheft flæði skoðana. 22. desember 2019 10:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Topp tíu viðhorfspistlar: Lán, ólán, foreldrar, Kári Stefáns, partí, opin bréf og Helgi Seljan Þegar skoðuð eru gögn um hvaða viðhorfspistlar vöktu mesta athygli að teknu tilliti til lestrartalna, kemur á daginn að þeir fjalla um allt milli himins og jarðar. 19. desember 2020 08:00
Mest lesnu pistlar ársins 2019: Skoðanir sem skipta máli Pistlaformið heldur sínu þrátt fyrir óheft flæði skoðana. 22. desember 2019 10:00