Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Umfangsmiklar brottvísanir útlendinga, stórfelldur niðurskurður umhverfisreglugerða, stórsókn í gervigreindarmálum, og stofnun hagræðingarráðuneytis eru meðal áforma sem Donald Trump útlistaði í ræðu sem hann hélt fyrir stuðningsmenn sína í kvöld. Hann verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun. 19.1.2025 23:54
Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Freyja, varðskip Landhelgisgæslunnar, verður í Seyðisfirði í nótt. Óvissustig vegna snjóflóðahættu er í gildi og útlit er fyrir áframhaldandi snjókomu og erfið veðurskilyrði á morgun. 19.1.2025 23:25
Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Upprunalegt handrit af textanum í einu frægasta lagi Bob Dylan, Mr. Tambourine man, seldist fyrir 508.000 bandaríkjadali, eða rúmlega 70 milljónir króna á uppboði í Nashville á laugardaginn. 19.1.2025 20:56
Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Ferðamenn óku inn í snjóflóð sem hafði fallið í Færivallaskriðum á Austfjörðum í dag. Bíllinn festist í flóðinu en ferðamennirnir eru óslasaðir. 19.1.2025 20:02
Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Opnað hefur verið fyrir Tiktok í Bandaríkjunum á nýjan leik eftir að lokað var fyrir forritið í gærkvöldi þegar formlegt bann tók gildi. Eigendur Tiktok segja að Donald Trump hafi lofað þeim að heimila starfsemina með forsetatilskipun á morgun þegar hann tekur við embætti forseta. 19.1.2025 19:02
Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Björgunarsveitin Þorbjörn var kölluð út ásamt öðrum björgunarsveitum á Suðurnesjum rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna manns sem var villtur í nágrenni Grindavíkur. 18.1.2025 23:41
Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Mun færri eru slasaðir en talið var í fyrstu eftir að stólalyfta féll á skíðasvæði á Spáni. Tíu eru slasaðir og þar af eru tvær konur á gjörgæsludeild. 18.1.2025 23:35
„Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til. 18.1.2025 21:29
Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Hringvegurinn í Öræfasveit verður settur á óvissustig milli Skaftafells að vestan og Hnappavalla að austan klukkan 8 í fyrramálið vegna slæmrar veðurspár. 18.1.2025 20:13
Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Donald Trump, sem verður forseti Bandaríkjanna á nýjan leik mánudaginn næstkomandi, segir mjög líklegt að gildistöku laga sem þvinga kínverska eigendur Tiktok til að selja starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum eða loka miðlinum verði frestað um 90 daga. Lögin taka gildi á morgun sunnudag, en Biden fráfarandi forseti hefur sagst ekki munu fylgja þeim eftir. 18.1.2025 19:44
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent