Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði. 24.4.2025 14:19
„Vladímír, HÆTTU!“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segist mjög óánægður með loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt og biður Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hætta árásunum. 24.4.2025 13:56
Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Sífellt fleiri íbúar á Gasa lýsa yfir andstöðu sinni gegn yfirráðum Hamas samtakanna sem hafa ráðið ríkjum á svæðinu í tæp tuttugu ár. Fjölmenn mótmæli gegn Hamas voru haldin víða um Gasa í mars. 24.4.2025 12:05
Stefán Einar og Sara Lind í sundur Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður og Sara Lind Guðbergsdóttir, framkvæmdastjóri Climeworks á Íslandi, hafa ákveðið að halda hvort í sína áttina eftir þrettán ára samband og ellefu ára hjónaband. 24.4.2025 10:08
Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Níu eru látnir og rúmlega sjötíu særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð sem Rússar gerðu í nótt. Volodomír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst fundum sem voru á dagskrá hjá honum í Suður-Afríku og ætlar að halda heim á leið. 24.4.2025 09:11
Kaupsamningur undirritaður um Grósku Fasteignafélagið Heimar undirritaði í gær samning um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. og Gróðurhússins ehf. Gróska á fasteigninga Grósku í Vatnsmýrnni, eina stærstu skrifstofubyggingu landsins. 24.4.2025 08:02
Kastaði eggjum í bíl Tilkynning um mann sem var að kasta eggjum í bíl barst lögreglustöð 4 í nótt, sem sér um Grafarvog, Mosfellsbæ og Árbæ. Maðurinn fannst ekki. 24.4.2025 07:44
Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Útlit er fyrir rigningarlausan sumardag fyrsta á suðvesturhorninu, þar sem hlýjast verður í dag. Spáð er austan og suðaustanátt 8-15 m/s sunnanlands, annars hægari vindi. 24.4.2025 07:32
Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Umtalsvert hefur dregið úr hraða landriss undir Svartsengi eftir að það fór kröftuglega af stað í kjölfar síðasta eldgoss. Fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofunni segir að þróunin hafi verið að tíminn milli gosa hafi verið að lengjast, og það sé möguleiki á að það verði ekki fleiri gos á árinu. 22.4.2025 21:38
Lofar betra sumri en í fyrra Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, sem er betur þekktur sem Siggi Stormur, segir að engar líkur séu á því að sumarið verði jafn kalt og blautt eins og í fyrra. Hann segir að ekkert í langtímaspánum gefi tilefni til að ætla að sumarið verði slæmt. 22.4.2025 19:30