Útflutningsverðmæti eldislaxins meiri en loðnunnar Útflutningur á eldislaxi hefur undanfarin fimm ár skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum sem fluttar eru frá Íslandi. Þorskurinn trónir þar á toppnum, en heilt á litið hefur loðnan skilað næstmestum útflutningstekjum af öllum fisktegundum á þessari öld. Síðustu fimm ár hefur laxinn þó tekið fram úr loðnunni. 30.6.2024 17:51
Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir. 30.6.2024 17:39
Ferðamaður sofnaði undir stýri og ók á rútu Börkur Hrólfsson rútubílstjóri var á leið til Keflavíkur um tvöleytið eftir hádegi í gær, þegar sofandi ökumaður ók í veg fyrir hann rétt hjá álverinu í Straumsvík. Engin meiriháttar slys urðu á fólki, en Börkur segir algjörri heppni, loftpúðum og bílbeltum að þakka að ekki hafi farið verr. Hann segir of algengt að ósofnir ferðamenn ætli sér að aka langar vegalengdir eftir langt ferðalag til landsins. 30.6.2024 17:02
Hjólhýsi fauk af veginum í Borgarfirði Hjólhýsi fauk út af veginum í sunnanverðum Borgarfirði á fjórða tímanum í dag. Nokkrar tafir voru á umferð í kjölfarið. 30.6.2024 15:58
Séra Arna Ýrr tekur við af verðandi biskupi Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir hefur verið ráðin sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli, en hún tekur við 1. júlí af sr. Guðrún Karls Helgudóttur sem hefur verið ráðin biskup Íslands. 30.6.2024 15:23
Garðar Gunnlaugs að verða afi Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, tilkynnti um það á Instagram í gær að hann væri að fara verða afi. Sonur hans, Daníel Ingi og kærasta hans Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni. 30.6.2024 14:43
Óður hundur réðst á tvo í Grafarvogi Tilkynnt var um óðan hund sem réðst á tvo í Grafarvoginum síðastliðið föstudagskvöld. Hundurinn var handsamaður og færður í vörslu Dýraþjónustu Reykjavíkur. Deildarstjóri Dýraþjónustunnar hefur áhyggjur af því að bitmálum fari fjölgandi. 30.6.2024 13:08
„Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur“ „Ég mun ekki taka þátt í prófkjöri aftur, get bara sagt fólki það,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Þá sagði hann að smáflokkur í ríkisstjórnarsamstarfinu, Vinstri græn, hefði alltof mikil áhrif, og að íslenska stjórnmálamenn vanti þrek og kjark til að gera eitthvað, vitandi það að fullt af fólki muni garga á þau. 30.6.2024 11:31
Tekinn próflaus á 120 kílómetra hraða Ökumaður sem var stöðvaður í hverfi 108 í nótt fyrir að aka á 120 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst, reyndist án gildra ökuréttinda. Tveir aðrir voru stöðvaðir í nótt sem reyndust án ökuréttinda, einn þeirra var undir áhrifum fíkniefna. Þá var einn sektaður fyrir að nota ekki bílbelti við akstur. 30.6.2024 10:34
Útlitið svart hjá Macron fyrir kosningar á morgun Skoðanakannanir í Frakklandi benda allar til þess að Franska þjóðfylkingin, harðlínu-hægri flokkur Marine le Pen og Jordan Bardella, muni sigla heim stórsigri í fyrri umferð þingkosninganna í Frakklandi á morgun. 29.6.2024 23:45