Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 13:25 Alan Brady hjá írsku lögreglunni og Eiríkur Valberg unnu að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira