Skýrslutökum írsku lögreglunnar lokið Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2025 13:25 Alan Brady hjá írsku lögreglunni og Eiríkur Valberg unnu að rannsókn málsins. Vísir/Sigurjón Skýrslutökum írskra lögreglumanna sem eru hér á landi vegna rannsóknar á hvarfi Jóns Þrastar Jónssonar er lokið. Teknar voru skýrslur af 46 manns, en þeirra á meðal er fjölskylda Jóns, dæmdir glæpamenn, og kunningjar úr pókersamfélaginu. Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Irish Independent greinir frá, en þar segir að írska lögreglan muni nú halda heim og rannsaka gögnin. Skýrslutökurnar hafi verið vel þess virði. „Við tókum skýrslu af vinum Jóns, fjölskyldu hans og pókerfélögum. Við tókum skýrslu af glæpamönnum sem þekktu hann. Alls konar sögur hafa verið á kreiki um það hvað kom fyrir Jón, sumar segja að andlát hans tengdist pókersamfélaginu á Írlandi. Meira að segja sögur um launmorðinga,“ sagði Alan Brady sem fer fyrir rannsókn írsku lögreglunnar í viðtali við Irish Independent. Þar segir að ekki sé hægt að útiloka neitt í tengslum við hvarfið. Mögulegt er að hann hafi verið myrtur, lent í slysi eða fallið fyrir eigin hendi. Jón Þröstur hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar 2019 þegar hann sótti pókermót í norðurhluta borgarinnar. „Við teljum að hvað sem það er sem kom fyrir Jón, hafi komið fyrir á Írlandi,“ segir Brady. Jón Þröstur yfirgaf hótelið klukkan ellefu um morgunin og sást á eftirlitsmyndavél um 200 metrum frá hótelinu. Ekkert hefur spurst til hans síðan þá þrátt fyrir umfangsmikla leit og lögreglurannsókn. Kona Jóns lenti í Dyflinni nokkrum klukkustundum áður en hann hvarf. Fram kemur í frétt Independant að Jón hafi tapað um 4000 evrum í pókermóti kvöldsins. „Ein kenning er að hann hafi lent í árás frá þekktum glæpahópi. En það eru alls konar kenningar. Jón var góður maður, hann myndi ekki gera flugu mein. Hann var stór maður en ekki árásargjarn, ekki reiður. Við teljum ólíklegt að hann hafi lent í einhverjum slagsmálum,“ segir Alan Brady. Þá segir Brady að samstarfið með íslensku lögreglunni hafi verið til fyrirmyndar. „Við sendum lista til íslensku lögreglunnar með fólkinu sem okkur langaði að tala við, og við náðum skýrslu yfir 46 af þeim 58 sem við vildum,“ segir Brady. Að lokum er öllum þeim sem telja sig búa yfir vitneskju um hvarf Jóns Þrastar bent á að hafa samband við lögregluna. Ábendingum má koma á framfæri í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is
Leitin að Jóni Þresti Írland Erlend sakamál Lögreglumál Fjárhættuspil Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira