Markmiðið sé að útrýma smábátasjómönnum Kjartan Páll Sveinsson, formaður Strandveiðifélags Íslands, segir að kvótasetning grásleppu sé aðför að smábátaveiðum. Hann telur að kvótasetningin muni hafa þau óbeinu áhrif að bátum á strandveiðum fjölgi, en strandveiðikerfið sé þegar þanið út að ystu þanmörkum. Hann segir engin fiskifræðileg rök að baki kvótasetningarinnar. 25.6.2024 12:22
Brjóta rúður í Grafarvogi vegna Tiktok-æðis Unglingar í Grafarvogi hafa undanfarnar vikur gert Erlu Ríkharðsdóttur lífið leitt með því að berja og sparka aftur og aftur í útidyrahurð hennar og hlaupa burt. Í fyrrakvöld brutu unglingarnir rúðu í hamaganginum. Athæfið er í tísku á samfélagsmiðlinum Tiktok, þar sem unglingar um heim allan eru að taka upp myndbönd þar sem þeir sparka í hurðir og hlaupa burt. 23.6.2024 09:00
Firra að hafa ekki kjark til að klára lagareldisfrumvarpið Halla Signý Kristjánsdóttir og Iða Marsibil Jónsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, lýstu báðir yfir vonbrigðum sínum yfir því að lagareldisfrumvarpið hefði ekki náð fram að ganga í vor. Iða segir að fiskeldisfyrirtæki hafi lengi kallað eftir skýrari lagaramma utan um atvinnugreinina. 21.6.2024 17:09
Ný heitavatnshola gjörbreytir stöðunni á Suðurnesjunum Ný tilraunaborhola á Miðnesheiði við Rockville á Suðurnesjunum, sem gefur um 30 sekúndulítra af yfir 70 gráðu heitu vatni, gjörbreytir stöðunni í heitavatnsmálum á Suðurnesjum til betri vegar. 21.6.2024 15:50
Fjórir fluttir á slysadeild eftir árekstur í Hvalfjarðargöngum Tveggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum um klukkan eitt. Fjórir slösuðust og voru fluttir á slysadeild í Reykjavík, en samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er enginn þeirra alvarlega slasaður. 21.6.2024 15:00
Hvalfjarðargöngum aftur lokað Búið er að loka Hvalfjarðargöngunum á nýjan leik, að þessu sinni vegna umferðaróhapps. 21.6.2024 13:13
Hjólreiðamaður lokaði göngunum Lokað var fyrir umferð um Hvalfjarðargöngin rétt eftir hádegi í dag, þegar í ljós kom að hjólreiðamaður væri í göngunum. 21.6.2024 12:41
Tíu berjast um hverja lóð í útsýnishlíð í Mosfellsbæ Í nýafstöðnu lóðaútboði í Mosfellsbæ bárust 389 umsóknir um 39 lóðir, en auglýstar voru 30 einbýlishúsalóðir, 8 parhúsalóðir og ein fjögurra eininga raðhúsalóð. Lóðirnar eru í suðurhlíðum í Helgafellslandinu. Bæjarstjóri segist gríðarlega ánægður með eftirspurnina. 21.6.2024 11:20
Svíkja milljónir af grandalausum Íslendingum í nafni Auðkennis Nokkur fjöldi Íslendinga situr eftir með sárt ennið eftir að hafa orðið fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum síðustu helgi. Svindlarar þóttust vera á vegum Auðkennis, nýttu sér hakkaða Facebook-reikninga Íslendinga og komust með klækjum inn í heimabanka fólksins. Sérfræðingur segir Auðkenni fórnarlamb en geti þó teygt sig lengra varðandi öryggi. 20.6.2024 18:43
Bílastæði við Keflavíkurflugvöll að fyllast Bókanir fyrir bílastæðin við Keflavíkurflugvöll hafa ekki verið fleiri síðan sumarið 2016, þegar íslenska karlalandsliðið var að keppa á EM í knattspyrnu í Frakklandi. Líkur eru á því að bílastæðin gætu orðið uppbókuð í sumar, en ISAVIA hvetur fólk til að huga að samgönguleiðinni á flugvöllinn, þegar flugmiðinn er bókaður. 20.6.2024 16:05