Sterk tilhneiging andstæðinga Pútín til að deyja fyrir aldur fram Málaliðaforinginn Jegveníj Prigozhin bættist í stóran hóp andstæðinga stjórnvalda í Kreml sem hafa látist við grunsamlegar kringumstæður í stjórnartíð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta. Pólitískir mótherjar, blaðamenn og meintir svikarar hafa margir látist fyrir aldur fram eða veikst heiftarlega. 26.8.2023 07:00
Nýjar reglur leyfa samfélagsmiðlanotendum að losna undan algríminu Notendur samfélagsmiðla fá aukið val um hvaða efni þeim er sýnt á miðlunum með nýjum evrópskum reglum sem tóku gildi fyrir umsvifamestu tæknifyrirtækin í dag. Reglurnar leggja meðal annars blátt bann við því að beina auglýsingum að börnum sem byggja á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga. 25.8.2023 14:30
Saka Úkraínumenn um umfangsmestu árásirnar til þessa Rússneska varnarmálaráðuneytið heldur því fram að Úkraínumenn hafi skotið flugskeyti að Moskvu og ráðist á Krímskaga með á fimmta tug dróna í dag. Ef rétt reynist eru það umfangsmestu árásir Úkraínumanna á Rússland og hernumin svæði til þessa. 25.8.2023 08:50
Albert Guðmundsson kærður fyrir kynferðisbrot Albert Guðmundsson, leikmaður Genoa á Ítalíu og íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið kærður fyrir kynferðisbrot. Knattspyrnusambandi Íslands barst staðfesting á kærunni í morgun. Hann fær ekki að koma fram fyrir hönd Íslands á meðan málið er rannsakað. 23.8.2023 15:26
Segir ráðherra „fabúlera“ um opin fangelsi og vill nefndarfund Fulltrúi Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir fundi um málefni hælisleitenda sem eru sviptir þjónustu með ráðherrum. Hann sakar dómsmálaráðherra um að „fabúlera“ um opin fangelsi á sama tíma og engar lausnir séu lagðar fram. 23.8.2023 14:34
Indverjar fyrstir til að lenda við suðurpól tunglsins Indverska geimfarið Chandrayaan-3 varð fyrsta manngerða farið til þess að lenda nærri suðurpól tunglsins í dag. Könnunarjeppi á að rannsaka jarðveg og steina á tunglinu, þar á meðal efnasamsetningu þeirra. 23.8.2023 13:50
Hagkerfið ennþá yfirspennt Seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar sagði að hagkerfið væri ennþá yfirspennt þegar nefndin hækkaði stýrivexti fjórtánda skiptið í röð í morgun. Peningastefnan hafi virkað en verkefnið hafi stækkað vegna gríðarlegs hagvaxtar. 23.8.2023 11:22
Vaktin: Seðlabankinn hækkar stýrivexti enn á ný Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,50 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 8,75 prósentum í 9,25. 23.8.2023 07:31
Leita enn réttlætis áratug eftir efnavopnaárás Assads Íbúar í Ghouta, úthverfi Damaskusar, eru gramir yfir því að enginn hafi verið látinn sæta ábyrgð á efnavopnaárás sýrlenska stjórnarhersins sem varð á annað þúsund manns að bana árið 2013. Þvert á móti sé Bashar al-Assad, forseti, aftur boðinn velkominn í alþjóðasamfélagið. 22.8.2023 21:01
Segja Bankman-Fried lifa á vatni og brauði í tugthúsinu Verjandi Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, sagði að hann lifði aðeins á vatni og brauði í fangelsi vegna þess að honum væri ekki boðið upp á veganfæði þar. Bankman-Fried neitaði sök þegar saksóknarar lögðu fram uppfærða ákæru á hendur honum í dag. 22.8.2023 15:32