Krefjast þess að ríkisstjórn vakni af blundi á „sögulegum“ mótmælum Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2024 10:05 Ragnar Þór er svartsýn á horfur í íslensku samfélagi. Vísir/Einar Meginkrafa mótmæla stærstu heildarsamtaka launafólks landsins á morgun er að ríkisstjórnin vakni af blundi og ráðist í markvissar aðgerðir gegn háu vaxtastigi og verðbólgu, að sögn formanns VR. Hann segir mótmælin söguleg. Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“ Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands, BSRB og Kennarasamband Íslands boða til mótmæla á Austurvelli síðdegis á morgun gegn því sem þau kalla „skeytingarleysi stjórnvalda gagnvart hárri verðbólgu og vöxtum“. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir mótmælin söguleg þar sem langt sé liðið frá því að stór heildarsamtök launafólks stóðu síðast að baki aðgerðum af þessu tagi. „Krafan er fyrst og síðast að ríkisstjórnin vakni af þessum blundi og fari í markvissar aðgerðir til þess að sporna við þessu ástandi. Það er meginkrafan,“ sagði Ragnar Þór í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórnin brugðist í einu og öllu Sakaði Ragnar Þór ríkisstjórnina um að taka stöðuna og hlutverk sitt í að vinna að því að ná jafnvægi í húsnæðismálum ekki alvarlega. Húsnæðisverð hafi verið helsti drifkrafturinn í verðbólgu á landinu undanfarin ár. „Ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist í einu og öllu þegar kemur að baráttunni við háa verðbólgu og vexti,“ sagði hann. Hagstjórn á Íslandi hefði verið beitt „grimmilega“ gegn fólkinu í landinu síðastliðin ár og áratugi. Efnahagslegur óstöðugleiki væri heimatilbúinn að því leyti að húsnæðismarkaðurinn hefði verið algerlega vanræktur og ekki hefði verið komið böndum á skammtímaleigu húsnæðis til ferðamanna. Varaði verkalýðsforkólfurinn við því að ástandið gæti ekki annað en versnað, sérstaklega á leigumarkaði þar sem staðan væri skeflilega fyrir ef ekki yrði komið böndum á hann. Það væri algerlega óásættanlegt fyrir landsmenn sem reyndu að koma þaki yfir höfuðið að afborganir af lánum hefðu meira en tvöfaldast. Það væri með ólíkindum að ríkisstjórnin hefði komist upp með það svo lengi. „Þetta getur engin heilvita þjóð sætt sig við.“ Eins og eftirmál hrunsins Þá fullyrti Ragnar Þór að viðvarandi háir stýrivextir hefðu engan árangur borið í að ná tökum á verðbólgunni. Þeir hefðu þvert á móti ýtt undir verðlagshækkanir og komið í veg fyrir frekari uppbyggingu á húsnæðismarki. Hvorki ríkisstjórnin né sveitarfélög hefðu tekið vandann nægilega alvarlega. „Við sem samfélag eigum ekki að láta bjóða okkur þessa stöðu,“ sagði Ragnar Þór og vísaði til hárra húsnæðislánavaxta. Líkti hann stöðunni nú við eftirmál hrunsins þegar þúsundir heimila hafi endað undir uppboðshamrinum. Vanskil fari vaxandi. „Hvaða heilvita ríki myndi láta bjóða sér þessa stöðu, vera með húsnæðisvexti í þessum hæðum og verðbólguna eins og hún er.“
Stéttarfélög Kjaramál Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Efnahagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sjá meira