Hátt í fimmtíu milljóna króna forstjóraskipti Starfslok Helga S. Gunnarssonar sem forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. kostuðu fyrirtækið 48 milljónir króna. Leigutekjur félagsins jukust um sextán prósent á fyrsta fjórðungi ársins borið saman við sama tímabil í fyrra. 10.5.2023 22:37
Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. 10.5.2023 21:53
Slasaðist þegar hann féll niður bratta við Hvítserk Ferðamaður slasaðist nokkuð þegar hann féll niður bratta brekku niður í fjöru við Hvítserk í dag. Maðurinn var með meðvitund þegar björgunarfólk kom á staðinn. Til stóð að flytja hann á sjúkrahús í Reykjavík. 10.5.2023 20:06
Þriðji framkvæmdastjóri Siðmenntar á rétt rúmu ári Lífsskoðunarfélagið Siðmennt réði Eyjólf Örn Snjólfsson í stöðu framkvæmdastjóra. Eyjólfur starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR). Hann er þriðji framkvæmdastjóri félagsins á rétt rúmu ári. 10.5.2023 19:54
Vilja banna útivinnu í skæðum hitabylgjum Ríkisstjórn Spánar hyggst banna ákveðna vinnu utandyra í skæðum hitabylgjum. Bannið á að gilda þegar ríkisveðurstofan gefur út gular eða rauðar viðvaranir vegna hita. Dæmi eru um að götusóparar og sorptæknar láti lífi af völdum hitaslags í miklum hita. 10.5.2023 18:46
Sá áður óþekkt smástirnabelti sem óséðar reikistjörnur móta Tvö áður óþekkt smástirnabelti sáust í efnisskífu í kringum nálæga stjörnu þegar James Webb-geimsjónaukinn beindi sínu haukfráa auga að sólkerfinu. Stjörnufræðingar telja næsta víst að óséðar reikistjörnur í fæðingu móti beltin. 9.5.2023 23:30
Lygni þingmaðurinn ákærður Bandaríska dómsmálaráðuneytið er sagt hafa ákært George Santos, fulltrúadeildarþingmann Repúblikanaflokksins frá New York, fyrir glæp. Santos varð uppvís að umfangsmiklum lygum um ævi sína og störf eftir að hann náði kjöri á þing. 9.5.2023 22:28
Þáttastjórnandi sem Fox losaði sig við færir sig yfir á Twitter Fjarhægrisinnaði sjónvarpsþáttastjórnandinn Tucker Carlson sem Fox News-sjónvarpsstöðin rak nýlega tilkynnti að hann ætlaði að byrja með nýjan þátt á samfélagsmiðlinum Twitter í dag. Carlson lýsir Twitter sem síðasta vígi málfrelsisins. 9.5.2023 21:38
Trump fundinn sekur um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar Kviðdómur í New York dæmdi Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sekan um kynferðisofbeldi og ærumeiðingar í garð E. Jean Carroll í dag. Trump var dæmdur til þess að greiða Carroll fimm milljónir dollara í miskabætur, jafnvirði tæpra 690 milljóna íslenskra króna. 9.5.2023 19:16
Leggja til að Pussy Riot-liðar fái ríkisborgararétt Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að Mariia Alekhina og Lucy Shtein, liðskonur rússneska lista- og andófshópsins Pussy Riot, fái íslenskan ríkisborgararétt. Þær eru á meðal fimm Rússa sem nefndin vill að fái ríkisfang á Íslandi. 9.5.2023 18:07