Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

SÞ: Stríðsglæpir framdir á hersetnu svæðunum í Úkraínu

Nauðganir, pyntingar og einangrunarvistun barna á sér stað á hersetnum svæðum Rússa í Úkraínu, að sögn yfirmanns rannsóknarnefndar Sameinuðu þjóðanna. Vísbendingar hafa fundist um fjölda aftaka þar sem fólk hefur verið skorið á háls eða skotið í höfuðið.

Þekkja ekki deili á boðsferð fréttamanna til Lúhansk

Rússneska sendiráðið hefur ekki upplýsingar um hvert stendur að baki boði til íslenskra fjölmiðla um að ferðast til Lúhansk í Úkraínu til að fylgjast með umdeildri íbúakosningu. Íslenskur karlmaður sendi fjölmiðlum boðið en vill ekki segja nákvæmlega á hvers vegum það er.

Á þriðja ár í fangelsi fyrir fíkniefna-, valdstjórnar- og sóttvarnalagabrot

Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi Reyni Örn Guðrúnarson í tveggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir ýmis fíkniefna- og umferðarlagabrot og brot gegn valdstjórninni. Hann var einnig sakfelldur fyrir að brjóta sóttvarnalög með því að hunsa fyrirmæli um einangrun þegar hann var smitaður af Covid-19.

Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar.

Stefna ríkisstjóra fyrir að senda þá á sumardvalareyju

Venesúelskir hælisleitendur sem ríkisstjóri Flórída í Bandaríkjunum lét fljúga með frá Texas til lítils sumardvalarstaðar í Massachusetts hafa stefnt honum fyrir blekkingar og mismunun. Lögmaður þeirra sakar ríkisstjórann um notfæra sér þá sem pólitísk peð.

Skýrasta myndin af Neptúnusi í þrjátíu ár

Ekki frá því að könnunarfarið Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum hafa menn fengið eins skarpa mynd af ísrisanum Neptúnusi og James Webb-geimsjónaukinn náði nýlega af honum. Hringir plánetunnar og stærstu tungl eru greinileg á myndinni.

Vaktin: Skiptu á verjendum Maríupól fyrir vin Pútíns

Mikil eftirspurn er eftir flugferðum aðra leiðina frá Rússlandi eftir að Vladímír Pútín forseti tilkynnti í sjónvarpsávarpi að um 300.000 manns yrði kvaddir í herinn vegna stríðsins í Úkraínu í morgun.

Rann­saka hreppa­flutninga vonar­stjörnu repúblikana á hælis­leit­endum

Lögreglustjóri í Texas ætlar að kanna hvort að lög hafi verið brotin þegar ríkisstjóri Flórída lét fljúga tugum venesúelskra hælisleitenda þvert yfir landið til Massachusetts í síðustu viku. Vísbendingar hafa komið fram um að fólkið hafi verið beitt blekkingum um hvað biði þess þar.

Sjá meira