Tóku síma af hælisleitendum til að gæta „öryggis“ þeirra Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 08:14 Mikill viðbúnaður var þegar lögregla handtók fimmtán hælisleitendur og flutti úr landi til Grikklands í síðustu viku. Aðsend Yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra segir að lögreglumenn hafi tekið síma af hælisleitendum sem var vísað úr landi í síðustu viku til þess að tryggja öryggi fólksins. Lærdóminn sem lögregla getur dregið af gagnrýni á aðgerðina telur hann vera að lögreglan þurfi að eiga bíl sem henti fyrir hjólastóla. Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Fatlaður maður frá Írak og tvær írakskar stúlkur sem stunduðu nám við Fjölbrautarskólann í Ármúla voru á meðal fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í síðustu viku. Á myndum sem náðust á vettvangi sáust lögreglumenn bera manninn úr hjólastól sínum inn í lögreglubifreið. Fjöldi félagasamtaka hefur fordæmt brottvísanirnar, þar á meðal barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, Íslandsdeild Amnesty International, Öryrkjabandalagið, Sjálfsbjörg, Rauði krossinn á Íslandi og Kennarasamband Íslands. Í viðtali í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sagðist Helgi Valberg Jensson, yfirlögfræðingur ríkislögreglustjóra, skilja gagnrýni á brottvísanirnar. „Þetta eru ekki verkefni sem nokkur hefur ánægju af,“ sagði hann. Hafnaði hann frásögnum af því að lögreglumenn hefðu setið fyrir stúlkunum tveimur fyrir utan Fjölbrautarskólann í Ármúla. Stúlkurnar hafi verið teknar höndum í búsetuúrræði fjölskyldu þeirra í Hafnarfirði. Spurður að því hvers vegna lögreglumenn hefðu tekið síma af fólkinu þegar það var handtekið sagði Helgi það gert til að tryggja öryggi. Símarnir væru þó ekki hættulegir í eðli sínu. „Við erum með handtekna einstaklinga hérna í höndunum og þá ber okkur að tryggja ekki síst öryggi þeirra. Þetta er svona liður í þeirri framkvæmd. Hvort að það þurfi að endurskoða þetta eða eitthvað er bara eitthvað sem við verðum þá að fara yfir,“ sagði Helgi. Í frétt á vef RÚV kom fram að ekki væri víst að hægt væri að skera úr um hvort að lögregla eða hælisleitendur færu með rétt mál um hvað gekk á við handtökurnar þar sem ekki væri kveikt á búkmyndavélum lögreglumanna allan tímann. Þar er haft eftir Helga að það sé meðal annars gert af tillitssemi við fólk sem sé í óþægilegum aðstæðum.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Lögreglumál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56 Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Grafalvarleg afturför í málsmeðferð: „Ég veit ekki hvað ég mun gera“ „Ég er hér í almenningsgarði, ég veit ekki hvað ég mun gera,“ segir Nour Ahmad, frá Grikklandi. Hann kom hingað til lands frá Afganistan sem fylgdarlaust barn en var vísað úr landi skömmu eftir 18 ára afmæli. Hann gat ekki frestað réttaráhrifum þar sem hann fékk ekki vitneskju um synjun í tæka tíð. Lögfræðingur segir alvarlega afturför í málsmeðferð flóttafólks hafa átt sér stað undanfarið. 5. nóvember 2022 13:56
Læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili tóku þátt í brottvísuninni Við brottflutning fimmtán hælisleitenda í vikunni voru, auk lögreglu, læknir, túlkur og sérþjálfaður eftirlitsaðili. Leiguflugvél var fengin undir fólkið. Stjórnarráðið segir að lögum hafi verið fylgt út í ystu æsar. 4. nóvember 2022 21:31