Boðar frumvarp til að skera endurupptökudóm úr snörunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 10:19 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir „mistúlkun“ á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að unnið sé að frumvarpi til þess að skýra lög um endurupptökudóm og leysa ágreining milli hans og Hæstaréttar. Ólík túlkun dómstiganna á lögunum leiddi nýlega til viðsnúnings í hrunmáli og fleiri gætu fylgt í kjölfarið. Hæstiréttur vísaði frá hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur í síðasta mánuði. Frávísunin þýddi að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, var endurreistur. Hæstiréttur hafði snúið þeim dómi við og dæmt Styrmi Þór í eins árs fangelsi árið 2013. Forsendur frávísunarinnar voru þær breytingar sem urðu á íslensku dómskerfi með tilkomu Landsréttar en munnleg sönnunarfærsla fer ekki lengur fram fyrir Hæstarétti. Ein af ástæðum þess að endurupptökudómstóll féllst á beiðni um endurupptöku máls Styrmirs Þórs var að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla þegar Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir níu árum. Hæstiréttur taldi sig þannig ekki getað bætt úr ágallanum sem leiddi til endurupptökunnar. Hann gæti heldur ekki hnekkt niðurstöðu endurupptökudóms eða vísað málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá með fyrrgreindum afleiðingum. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar vísaði endurupptökudómur öðru hrunmáli, máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, til Hæstaréttar í síðustu viku. Í úrskurði hans þá kom fram að að dómurinn túlkar lög þannig að hann geti aðeins sent þau mál til Landsréttar til endurupptöku sem voru upphaflega rekin þar. Miðað við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Styrmis Þórs má ætla að máli Ívars verði einnig vísað frá. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2016 en í héraði var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands sagði Vísi í síðustu viku að þessi vinnubrögð endurupptökudóms væru „ótæk“. Bregðast við sem allra fyrst Í viðtali við mbl.is boðar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, frumvarp sem eigi að skýra löggjöfina um endurupptökudóm og koma í veg fyrir að slík pattstaða komi upp aftur. „Þetta er mjög óheppileg staða þannig að við því verður að bregðast sem allra fyrst,“ er haft eftir ráðherranum. Svaraði Jón ekki beint hver bæri ábyrgð á því að málum sem hafa velkst um fyrir dómstólum í áratug sé vísað frá vegna tæknilegra galla. „Það er bara mistúlkun á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Við verðum að koma fram með lagabreytingu til þess að höggva á þennan hnút.“ Dómsmál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Hæstiréttur vísaði frá hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur í síðasta mánuði. Frávísunin þýddi að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, var endurreistur. Hæstiréttur hafði snúið þeim dómi við og dæmt Styrmi Þór í eins árs fangelsi árið 2013. Forsendur frávísunarinnar voru þær breytingar sem urðu á íslensku dómskerfi með tilkomu Landsréttar en munnleg sönnunarfærsla fer ekki lengur fram fyrir Hæstarétti. Ein af ástæðum þess að endurupptökudómstóll féllst á beiðni um endurupptöku máls Styrmirs Þórs var að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla þegar Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir níu árum. Hæstiréttur taldi sig þannig ekki getað bætt úr ágallanum sem leiddi til endurupptökunnar. Hann gæti heldur ekki hnekkt niðurstöðu endurupptökudóms eða vísað málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá með fyrrgreindum afleiðingum. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar vísaði endurupptökudómur öðru hrunmáli, máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, til Hæstaréttar í síðustu viku. Í úrskurði hans þá kom fram að að dómurinn túlkar lög þannig að hann geti aðeins sent þau mál til Landsréttar til endurupptöku sem voru upphaflega rekin þar. Miðað við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Styrmis Þórs má ætla að máli Ívars verði einnig vísað frá. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2016 en í héraði var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands sagði Vísi í síðustu viku að þessi vinnubrögð endurupptökudóms væru „ótæk“. Bregðast við sem allra fyrst Í viðtali við mbl.is boðar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, frumvarp sem eigi að skýra löggjöfina um endurupptökudóm og koma í veg fyrir að slík pattstaða komi upp aftur. „Þetta er mjög óheppileg staða þannig að við því verður að bregðast sem allra fyrst,“ er haft eftir ráðherranum. Svaraði Jón ekki beint hver bæri ábyrgð á því að málum sem hafa velkst um fyrir dómstólum í áratug sé vísað frá vegna tæknilegra galla. „Það er bara mistúlkun á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Við verðum að koma fram með lagabreytingu til þess að höggva á þennan hnút.“
Dómsmál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39