Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9.8.2021 08:01
Telja hringrás í Atlantshafi óstöðuga vegna hnattrænnar hlýnunar Vísbendingar eru um að lykilhringrás sjávar í Atlantshafinu hafi hægt á sér og ekki er loku fyrir það skotið að hún gæti stöðvast alveg haldi hnattræn hlýnun áfram að raska jafnvægi hafsins. Það hefði gríðarlega áhrif á veðurfar víða um heim, þar á meðal á Íslandi. 6.8.2021 23:47
Ein kvennanna kærir Cuomo fyrir áreitni Kona sem sakar Andrew Cuomo, ríkisstjóra New York, um að hafa þuklað á brjósti sínu hefur lagt fram kæru á hendur honum. Kæran er sú fyrsta sem vitað er til vegna kynferðisáreitni ríkisstjórans. 6.8.2021 22:29
Smit á hjúkrunarheimili á Egilsstöðum Allir starfsmenn og íbúar á hjúkrunarheimilinu Dyngju á Egilsstöðum hafa verið skimaðir eftir að starfsmaður á heimilinu greindist smitaður af Covid-19. Þeir eru taldir hafa verið útsettir fyrir smiti hafa verið settir í sóttkví. 6.8.2021 21:21
Kannast ekki við skort á framleiðni á Landspítalanum Forstjóri Landspítalans kannast ekki við að nokkuð vanti upp á framleiðni á spítalanum. Fjármálaráðherra setta spurningarmerki við framleiðni spítalans eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um aðgerðir til þess að koma til móts við álag þar. 6.8.2021 20:26
Fresta landsfundi Sjálfstæðisflokksins vegna faraldursins Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað að fresta landsfundi flokksins sem átti að fara fram síðustu helgina í ágúst um óákveðinn tíma. Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem landsfundi er frestað vegna kórónuveirufaraldursins. 6.8.2021 19:31
Vill takmarka frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu Takmarka ætti að einhverju leyti frelsi þeirra sem vilja ekki bólusetningu gegn Covid-19 til umgengni við annað fólk, að mati Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann segir ekki hægt að grípa til sömu aðgerða og við upphaf faraldursins. 6.8.2021 18:46
Hildigunnur skipuð forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri Heilbrigðisráðherra hefur skipað Hildigunni Svavarsdóttur forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri til næstu fimm ára. Hildigunnur hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar á sjúkrahúsinu og klínískur framkvæmdastjóri á bráða- og þróunarsviði frá 2012. 6.8.2021 17:54
Auður bað um að vera klipptur út úr „Ófærð“ Framleiðendur þriðju þáttaraðarinnar af „Ófærð“ hafa orðið við beiðni tónlistarmannsins Auðs um að hann verði klipptur úr úr þáttunum. Fyrr í sumar viðurkenndi hann að hafa farið yfir mörk ungrar konu. 6.8.2021 17:30
Biden ætlar að herða reglur um útblástur bíla Ríkisstjórn Joes Biden Bandaríkjaforseta ætlar að endurvekja reglur um útblástur bifreiða sem Donald Trump, forveri hans í embætti, veikti í stjórnartíð sinni. Reglurnar verða hertar enn frekar í framtíðinni til að ýta undir orkuskipti í vegasamgögnum. 5.8.2021 23:02