Svíar ætla að hætta að niðurgreiða stóra tengitvinnbíla og dýra rafbíla Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 11:21 Jepplingar og jeppar hafa náð miklum vinsældum víða um heim á undanförnum árum. Söluaukning á þeim hefur að miklu leyti vegið upp á móti loftslagsávinningi af framförum í sparneytni bíla. Vísir/EPA Sænsk stjórnvöld ætla að herða verulega losunarskilyrði fyrir ívilnunum til kaupa á vistvænni bifreiðum. Hætt verður að niðurgreiða stærri tengitvinnbíla og dýra rafbíla. Kaupendur nýrra bifreiða í Svíþjóð eiga rétt á svonefndum loftslagsbónus, allt að sextíu þúsund króna endurgreiðslu frá ríkinu, ef bíllinn losar innan við sextíu grömm af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra, jafnvirði hátt í 890.000 íslenskra króna. Viðmiðið var hækkað tímabundið í sjötíu grömm í fyrra eftir að Evrópusambandið breytti aðferðum við mælingar á útblæstri og komst að því að margir bílar losuðu í raun meiri koltvísýring en áður hafði verið talið. Sú breyting hjálpaði fyrst og fremst stórum tengitvinn jepplingum eða jeppum þrátt fyrir að þeir hafi stærra kolefnisfótspor en minni tengitvinnbílar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Ríkisstjórnin dró breytinguna til baka í fjárlögum þessa árs og hyggst nú herða skilyrðin enn frekar. Á næsta ári mega bifreiðar aðeins losa fimmtíu grömm á kílómetra til að þeim fylgi ívilnun frá ríkinu og árið 2023 verður viðmiðið þrjátíu grömm. Sérfræðingar sem SVT hefur rædd við segja að hertu reglurnar eigi eftir að koma sérstaklega niður á sænska bílaframleiðandanum Volvo sem gæti átt erfitt með að selja bíla sína í heimalandinu. Fyrirtækið hefur sagt að allir bílar sem það framleiði verði rafbílar árið 2030. Margir vinsælustu tengitvinnbílar Volvo losa meira en tvöfalt meira en losunarviðmiðið fyrir loftslagsbónusinn verður eftir tvö ár. Fulltrúar Volvo segjast fagna því að tilkynnt sé um reglubreytingarnar með nokkurra ára fyrirvara. Fyrirætlanir fyrirtækisins samræmist nýju kröfunum fyrir loftslagsbónusinn. Ríkisstjórnin vill líka taka upp verðþak fyrir loftslagsbónusinn. Þannig eigi þeir sem kaupa bíl sem er dýrari en 700.000 sænskar krónur, jafnvirði meira en 10,3 milljóna króna, ekki rétt á loftslagsbónus, óháð kolefnisfótspori bílsins. Það þýðir að þeir sem kaupa stóra rafbíla, þar á meðal frá Teslu og Audi, geta ekki fengið endurgreitt frá ríkinu. „Hafi menn efni á því að kaupa sér svo dýran bíl þurfa þeir ekki á hjálp ríkisins við að velja loftslagsvænan kost að halda,“ segir Per Bolund, loftslagsmálaráðherra Svíþjóðar. Svíþjóð Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kaupendur nýrra bifreiða í Svíþjóð eiga rétt á svonefndum loftslagsbónus, allt að sextíu þúsund króna endurgreiðslu frá ríkinu, ef bíllinn losar innan við sextíu grömm af koltvísýringi á hvern ekinn kílómetra, jafnvirði hátt í 890.000 íslenskra króna. Viðmiðið var hækkað tímabundið í sjötíu grömm í fyrra eftir að Evrópusambandið breytti aðferðum við mælingar á útblæstri og komst að því að margir bílar losuðu í raun meiri koltvísýring en áður hafði verið talið. Sú breyting hjálpaði fyrst og fremst stórum tengitvinn jepplingum eða jeppum þrátt fyrir að þeir hafi stærra kolefnisfótspor en minni tengitvinnbílar, að sögn sænska ríkisútvarpsins SVT. Ríkisstjórnin dró breytinguna til baka í fjárlögum þessa árs og hyggst nú herða skilyrðin enn frekar. Á næsta ári mega bifreiðar aðeins losa fimmtíu grömm á kílómetra til að þeim fylgi ívilnun frá ríkinu og árið 2023 verður viðmiðið þrjátíu grömm. Sérfræðingar sem SVT hefur rædd við segja að hertu reglurnar eigi eftir að koma sérstaklega niður á sænska bílaframleiðandanum Volvo sem gæti átt erfitt með að selja bíla sína í heimalandinu. Fyrirtækið hefur sagt að allir bílar sem það framleiði verði rafbílar árið 2030. Margir vinsælustu tengitvinnbílar Volvo losa meira en tvöfalt meira en losunarviðmiðið fyrir loftslagsbónusinn verður eftir tvö ár. Fulltrúar Volvo segjast fagna því að tilkynnt sé um reglubreytingarnar með nokkurra ára fyrirvara. Fyrirætlanir fyrirtækisins samræmist nýju kröfunum fyrir loftslagsbónusinn. Ríkisstjórnin vill líka taka upp verðþak fyrir loftslagsbónusinn. Þannig eigi þeir sem kaupa bíl sem er dýrari en 700.000 sænskar krónur, jafnvirði meira en 10,3 milljóna króna, ekki rétt á loftslagsbónus, óháð kolefnisfótspori bílsins. Það þýðir að þeir sem kaupa stóra rafbíla, þar á meðal frá Teslu og Audi, geta ekki fengið endurgreitt frá ríkinu. „Hafi menn efni á því að kaupa sér svo dýran bíl þurfa þeir ekki á hjálp ríkisins við að velja loftslagsvænan kost að halda,“ segir Per Bolund, loftslagsmálaráðherra Svíþjóðar.
Svíþjóð Vistvænir bílar Bílar Loftslagsmál Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira