Skemmtanaglaðir hegðuðu sér vel Nokkuð fjölmennt var í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt nú þegar slakað hefur verið á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi að meira eða minna leyti í meira en ár. Þrátt fyrir það segir lögregla að allt hafi gengið vel fyrir sig. 5.6.2021 07:07
Styrkja ekki þingmenn sem studdu árásina á þinghúsið Bandaríska fjármálafyrirtækið JPMorgan hefur ákveðið að gefa ekki fé í kosningasjóði repúblikana sem studdu árás stuðningsmanna Donalds Trump á þinghúsið í janúar. Fyrirtækið ætlar hins vegar að byrja að styrkja stjórnmálamenn aftur eftir stutt hlé. 4.6.2021 16:30
Stjórnmálamenn ekki lengur undanþegnir banni við hatursorðræðu Samfélagsmiðlarisinn Facebook ætlar ekki lengur að líta fram hjá því ef stjórnmálamenn brjóta skilmála miðilsins sem banna hatursorðræðu. Fyrirtækið ætlar þó áfram að gera undantekningu ef ummæli stjórnmálamannanna þykja sérstaklega fréttnæm. 4.6.2021 15:43
Skoða að fjölga frambjóðendum fyrir forsetakosningarnar í Íran Sérstök kjörnefnd sem fer yfir hæfi forsetaframbjóðenda í Íran segist ætla að endurskoða ákvörðun sína um að hafna nokkrum þekktum frambjóðendum. Rouhani forseti er á meðal þeirra sem hafa mótmælt fákeppni í frambjóðendahópnum. 4.6.2021 14:24
Greiða Hillsborough-fjölskyldum bætur vegna yfirhylmingar Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri á Englandi hefur gert sátt sem felur í sér að hún greiðir fleiri en sex hundruð aðstandendum stuðningsmanna knattspyrnuliðsins Liverpool sem létust í Hillsborough-slysinu árið 1989 bætur fyrir að hafa reynt að kenna fórnarlömbunum um slysið. Mistök lögreglu eru talin á meðal orsaka slyssins. 4.6.2021 09:53
Hvetur vesturveldin til að setja meiri þrýsting á Lúkasjenka Bandaríkin, Bretland og Evrópusambandið ættu að taka höndum saman um að setja aukinn þrýsting á Alexander Lúkasjenka, forseta Hvíta-Rússlands, að sögn Svetlönu Tsikhanouskaja, eins leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar. 4.6.2021 09:12
Sólmyrkvi sjáanlegur á öllu landinu í næstu viku Deildarmyrkvi á sólu sést alls staðar á Íslandi ef veður leyfir að morgni fimmtudagsins 10. júní. Þegar mest lætur hylur tunglið 69% af skífu sólarinnar frá Reykjavík séð. 2.6.2021 08:01
Andófsmaður reyndi að stinga sig á háls í dómsal Karlmaður sem var handtekinn á mótmælum gegn stjórn Alexanders Lúkasjenka í Hvíta-Rússlandi í fyrra reyndi að stinga sig á háls í dómsal í Minsk þegar honum var sagt að fjölskylda hans og nágrannar gætu verið sóttir til sakar ef hann játaði sig ekki sekan. 1.6.2021 16:58
Annað kínverskt bóluefni fær neyðarskráningu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur skráð bóluefni kínverska fyrirtækisins Sinovac gegn kórónuveirunni til neyðarnotkunar fyrir fólk eldra en átján ára. Það er annað kínverska bóluefnið sem fær slíka heimild. 1.6.2021 15:45
Banna prestum að misnota fullorðna Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot. 1.6.2021 13:08