Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Framleiðandi Oxycontins játar sekt og greiðir milljarða

Purdue Pharma, bandaríska lyfjafyrirtækið sem framleiðir sterka verkalyfið Oxycontin, ætlar að játa sig sekt um mútugreiðslur og samsæri og greiða meira en átta milljarða dollara til að ná sátt í máli bandarísku alríkisstjórnarinnar gegn því.

Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga

Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga.

Grípur sér sýni úr smástirninu Bennu í kvöld

Bandaríska geimfarið Osiris-Rex reynir að grípa bergsýni úr yfirborði smástirnisins Bennu í kvöld að íslenskum tíma. Til stendur að senda sýnið aftur til jarðar og gangi áformin eftir verður það stærsta sýni úr geimnum sem hefur komið til jarðar frá því að Apollógeimfararnir sneru heim frá tunglinu á 8. áratug síðustu aldar.

Brá við skjálftann en allir héldu ró sinni

Skólabygging Hraunvallaskóla á Völlunum í Hafnarfirði gekk til í jarðskjálftanum sem reið yfir á öðrum tímanum í dag. Skólastjórinn þar segir að nemendum og starfsfólki hafi verið brugðið en að allir hafi haldið ró sinni.

Saka Google um að vera einokunarhringur

Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar að stefna Google í dag fyrir meinta misnotkun á markaðsráðandi stöðu í netleit sem hamli samkeppni og skaði neytendur.

Beraði sig fyrir vinnufélögum á fjarfundi

Bandaríska blaðið New Yorker hefur vikið Jeffrey Toobin, rithöfundi og greinahöfundi, frá störfum eftir að hann beraði sig fyrir framan vinnufélaga á fjarfundi í síðustu viku. 

Rússar neita ásökunum um tölvuárásir á Ólympíuleika

Sendifulltrúar Rússlands í Bandaríkjunum hafna ásökunum bandarískra og breskra stjórnvalda um að rússneska leyniþjónustan hafi staðið að fjölda tölvuárása, þar á meðal til þess að setja Ólympíuleikana í Tókýó úr skorðum.

Kínversk tæknifyrirtæki gerð útlæg í Svíþjóð

Sænsk fjarskiptayfirvöld ætla ekki að leyfa búnað frá kínversku tæknifyrirtækjunum Huawei og ZTE við uppbyggingu á 5G-farneti og vísa í áhættumat hersins og leyniþjónustunnar. Útboð á tíðnisviðum vegna 5G fer fram í Svíþjóð í næsta mánuði.

Opna Dýrafjarðargöng um helgina

Dýrafjarðargöng verða opnuð á sunnudag, rúmlega þremur árum eftir að framkvæmdir hófust. Með göngunum styttist Vestfjarðavegur um 27,4 kílómetra. Opnunin verður með óhefðbundnu sniði vegna kórónuveirufaraldursins.

Sjá meira