Þjóðaröryggisráð í samstarf við Vísindavefinn gegn upplýsingaóreiðu Samstarf verður á milli vinnuhóps þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og Covid-19-faraldurinn og Vísindavefs Háskóla Íslands. Því er ætlað greiða fyrir því að almenningur og fjölmiðlar geti nálgast staðfestar upplýsingar um faraldurinn. 5.5.2020 16:24
Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070 Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. 5.5.2020 14:28
Bílasala á Bretlandi ekki minni frá því beint eftir stríð Ekki hafa færri nýir bílar selst á Bretlandi frá því í febrúar árið 1946, strax í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Loka hefur þurft verksmiðjum og umboðum vegna kórónuveirufaraldursins og dróst bílasalan saman um 97% í apríl. 5.5.2020 10:19
Efast um skjótan efnahagsbata að faraldri loknum Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins verða að líkindum við lýði í lengri tíma og því er ósennilegt að hagkerfi Evrópu taki hratt og vel við sér á næstunni. Seðlabankastjóri Þýskalands á þó von á því að stöðugur efnahagsbati náist þegar faraldurinn er um garð genginn að fullu. 5.5.2020 10:01
Kanada bannar hríðskotavopn eftir versta fjöldamorð í sögu landsins Sala á hríðskotarifflum verður bönnuð í Kanada í kjölfar mannskæðustu skotárásar í sögu landsins fyrir tveimur vikum. Justin Trudeau, forsætisráðherra, kynnti bannið í dag og sagði vopn að þessu tagi aðeins hönnuð til að drepa eins margt fólk og hægt er á sem skemmstum tíma. 1.5.2020 23:36
Kim sagður hafa komið fram opinberlega Fregnir af meintu andláti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðast verulega orðnum auknar. Norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim hafi komið fram opinberlega við opnunarathöfn fyrir áburðarverksmiðju. Það er í fyrsta skipta skipti sem hann sést opinberlega í tuttugu daga. 1.5.2020 23:07
Hlutabréf í Teslu tóku dýfu eftir furðuleg tíst Musk Markaðsvirði rafbílaframleiðandans Teslu hrundi um fjórtán milljarða dollara eftir að Elon Musk, stofnandi fyrirtækisins, tísti um að hlutabréfaverðið væru orðið of hátt í röð furðulegra tísta. Hegðun auðjöfursins hefur þótt óstöðug undanfarin misseri. 1.5.2020 22:49
Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1.5.2020 22:36
Segir WHO hafa gefið heimsbyggðinni nægan tíma til undirbúnings Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) segir að stofnunin hafi gefið heimsbyggðinni nægan tíma til að búa sig undir kórónuveirufaraldurinn. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur gert WHO að blóraböggli fyrir faraldrinum og sakað stofnunina um að hafa klúðrað viðbrögðum við honum. 1.5.2020 21:16
Tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi Mikill samdráttur í eftirspurn eftir flugferðum vegna kórónuveirufaraldursins leiddi til þess að tekjur Icelandair drógust saman um 16% á fyrsta ársfjórðungi þess árs. 1.5.2020 19:50