Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Innsigluðu þjóðstjórn í Ísrael

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, og Benny Gantz, leiðtogi sstjórnarandstöðuflokksins Blá og hvíta flokksins, skrifuðu undir stjórnarsáttmála þjóðstjórnar í dag. Með samkomulaginu er bundinn endir á árslanga stjórnarkeppu þar sem þrennar þingkosningar hafa verið haldanar.

Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá

Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin.

Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði

Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum.

Tvö ný smit á milli daga

Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.773 hér á landi. Staðfestum smitum fjölgaði því um tvö milli daga.

Hægriöfgahópar fyrirferðarmiklir í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum

Fjölmennustu Facebook-hóparnir sem boða mótmæli gegn sóttvarnaaðgerðum í Bandaríkjunum eru runnir undan rifjum þriggja samtaka hægriöfgasinnaðra vopnaeigenda. Donald Trump forseti hefur lýst stuðningi við mótmæli í nokkrum ríkjum þrátt fyrir að kröfur mótmælendanna séu í trássi við leiðbeiningar alríkisstjórnarinnar sem hann stýrir.

Fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum í áratug

Bandaríska geimvísindastofnunin NASA tilkynnti í dag að fyrsta mannaða geimferðin í geimferju SpaceX verði farin í næsta mánuði. Það verður fyrsta mannaða geimferðin frá Bandaríkjunum frá því að geimskutluáætlunin leið undir lok fyrir tæpum tíu árum.

Þyrla Gæslunnar kom slösuðum vélsleðamanni á sjúkrahús

Vélsleðamanni á fertugsaldri sem slasaðist í slysi í Keflavíkurdal í Eyjafirði í kvöld var komið undir læknishendur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á níunda tímanum í kvöld. Talið er að maðurinn hafi farið úr axlarlið.

Verktakafélagið VHE í greiðslustöðvun

Héraðsdómur Reykjaness hefur veitt verktaka- og þjónustufyrirtækinu VHE ehf. heimild til greiðslustöðvunar. Starfsemi fyrirtækisins er sögð verða að mestu óbreytt en um 250 manns starfa fyrir það.

Sjá meira