Ferðalög um páskana gætu sett enn meira álag á heilbrigðiskerfið Almannavarnir hafa verulegar áhyggjur af því að ferðalög fólks yfir páskana geti valdið auknu álagi á heilbrigðiskerfi sem sé þegará þönum vegna kórónuveirufaraldursins. Ekki stendur þó til að herða á samkomubanni sem nú er í gildi yfir páskana. 31.3.2020 14:54
Fleiri en 1.100 manns nú smitaðir og einn bætist við á gjörgæslu Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.135 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 49 frá því að síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær. 31.3.2020 13:00
Umferðin dróst saman um fimmtung í mars Rúmlega 35.000 færri bílum var ekið um götur höfuðborgarsvæðisins að meðaltali á dag í mars en á sama tíma í fyrra og er það rúmlega fimmtungs samdráttur. Mest dróst umferð um Hafnarfjarðarveg saman. 31.3.2020 12:43
Ósannindum þjóðarleiðtoga um veiruna eytt af samfélagsmiðlum Samfélagsmiðlarnir Facebook og Twitter hafa tekið upp á því að eyða færslum þjóðarleiðtoga á þeim forsendum að þeir dreifi rangfærslum um kórónuveirufaraldurinn. Fyrirtækin hafa fram að þessu verið afar hikandi við að hafa afskipti af færslum þjóðarleiðtoga jafnvel þegar þeir fara með rakin ósannindi. 31.3.2020 12:28
Japanskur kaupahéðinn segist hafa gefið spilltum Ólympíunefndarmanni dýrar gjafir Fulltrúi í skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í Tókýó segir að hann hafi gefið fyrrverandi nefndarmanni í Alþjóðaólympíunefndinni gjafir eins og stafrænar myndavélar og úr til að sannfæra hann um að styðja Tókýó í valinu á gestgjafa leikanna. Nefndarmaðurinn er grunaður um mútuþægni. 31.3.2020 11:17
Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31.3.2020 09:02
Orban fær ótímabunduð tilskipanavald Ungverska þingið samþykkti að veita Viktori Orban, forsætisráðherra, leyfi til að stjórna landinu með tilskipunum ótímabundið vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Orban lofar því að beita valdinu sem honum var veitt „skynsamlega“. 30.3.2020 16:42
Ekkert sem bendir til að COVID-19 leggist þyngra á ófrískar konur Skýr lína er að ófrískar konur ættu að halda sig heima við eftir 36 viku meðgöngu en ekkert bendir til þess að þær smitist frekar af COVID-19 eða verði veikari en aðrir, að sögn Ölmu Möller, landlæknis. 30.3.2020 15:26
Hefur tekist að sveigja faraldurinn niður Ljóst er að tekist hefur að sveigja vöxt kórónuveirufaraldursins niður á við með aðgerðum yfirvalda, að sögn sóttvarnalæknis. Fjöldi tilfella fylgir nú bjartsýnustu spám og gæti faraldurinn náð hámarki í byrjun apríl. Fjöldi alvarlegra tilfella fylgir þó svartsýnustu spám spálíkana. 30.3.2020 14:48
Smitaðir nálgast 1.100 talsins en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30.3.2020 13:01