Fréttamaður

Kjartan Kjartansson

Kjartan er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Hamas-samtökin smíða nú fjöldamiðstöðvar fyrir sóttkví á Gasaströndinni í flýti.

Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin

Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið.

Innkalla lasagna sem málmbiti fannst í

Innflytjandi grænmetislasagna hefur innkallað vöruna vegna þess að málmbiti fannst í henni. Matvælastofnun varar við neyslu á grænmetislasagna frá Amy‘s Kitchen og hvetur neytendur sem eiga slíka vöru að neyta hennar ekki og farga henni.

Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr

Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí.

Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma

Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma.

Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu

Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu.

Sjá meira