Smitaðir nálgast 1.100 talsins en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð Staðfest smit nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum eru nú alls 1.086 hér á landi. Þeim hefur fjölgað um 66 síðan síðustu tölur birtust á covid.is klukkan eitt í gær en nýjum smitum fækkar annan daginn í röð. 30.3.2020 13:01
Netanjahú kominn í sóttkví og Hamas herðir aðgerðir á Gasa Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ætlar í sóttkví eftir að náinn ráðgjafi hans greindist smitaður af nýju afbrigði kórónuveiru sem veldur COVID-19-sjúkdómnum. Hamas-samtökin smíða nú fjöldamiðstöðvar fyrir sóttkví á Gasaströndinni í flýti. 30.3.2020 12:31
Hundruð sem drukku tréspíra gegn veirunni látin Ranghugmyndir um að tréspíri geti kveðið niður kórónuveiruna hefur leitt til hundraða dauðsfalla í Íran. Yfirvöld þar biðla til almennings um að hætta að drekka spírann. Auk þeirra látnu hafa þúsundir veikst af því að innbyrða eitrið. 30.3.2020 11:38
Innkalla lasagna sem málmbiti fannst í Innflytjandi grænmetislasagna hefur innkallað vöruna vegna þess að málmbiti fannst í henni. Matvælastofnun varar við neyslu á grænmetislasagna frá Amy‘s Kitchen og hvetur neytendur sem eiga slíka vöru að neyta hennar ekki og farga henni. 30.3.2020 10:22
Easyjet kyrrsetur flotann og starfsfólk beðið um að aðstoða heilbrigðiskerfið Allur floti flugfélagsins Easyjet verður kyrrsettur til að draga úr kostnaði á meðan eftirspurn liggur í lamasessi vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þá hefur félagið náð samkomulagi við stéttarfélag starfsmanna um að áhafnir verði sendar í leyfi. 30.3.2020 09:57
Maduro ákærður fyrir fíkniefnabrot í Bandaríkjunum Alríkissaksóknarar í Bandaríkjunum ætla að ákæra Nicolas Maduro, forseta Venesúela, fyrir fíkniefnabrot í dag. 26.3.2020 14:57
Sjúklingar og starfsmenn á Landakoti smitaðir Tekið hefur verið fyrir innlagnir á öldrunarspítalanum Landakoti vegna COVID-19-smita sem greindust þar og Rjóðrinu á barnaspítalanum verður lokað næstu daga. 26.3.2020 13:39
Fjórfalt fleiri sóttu um atvinnuleysisbætur en nokkru sinni fyrr Fleiri en þrjár milljónir Bandaríkjamanna sóttu um atvinnuleysisbætur í síðustu viku og er það fjórfalt fleiri en nokkru sinni hafa gert það. Hagfræðingar vara við því að atvinnuleysi vegna efnahagslegra áhrifa kórónuveiruheimsfaraldursins gæti náð allt að 13% í maí. 26.3.2020 12:59
Hætta á annarri bylgju smita ef takmörkunum er aflétt of snemma Kínversk yfirvöld hafa létt á aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í Wuhan þar sem hún skaut fyrst upp kollinum í desember. Ný rannsókn bendir til þess að áframhaldandi lokanir skóla og vinnustaða geti seinkað seinni bylgju smita. Höfundur hennar varar þess vegna við því að takmörkunum vegna faraldursins séu felldar úr gildi of snemma. 26.3.2020 11:57
Vara við skorti á ferskvöru vegna faraldursins í Evrópu Skortur á ferskum ávöxtum og grænmeti í Evrópu er viðbúinn vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á vöruflutninga og starfsfólk sem týnir uppskeruna. Til skoðunar er að draga úr skorti með því að búa til sérstakar akreinar fyrir vöruflutninga með ferskvöru yfir landamæri innan Evrópu. 26.3.2020 11:05